Fréttir

Líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi fara vaxandi - 26.7.2024

Uppfært 26. júlí kl. 10:30

Skjálftavirknin síðustu daga hefur aukist lítillega en er enn frekar lítil. Rúmlega 30 skjálftar hafa mælst í grennd við kvikuganginn í Sundhnjúksgígaröðinni síðastliðinn sólarhring og tæplega 130 síðastliðna viku. Flestir þeirra eru undir einum að stærð og eru á svipuðum slóðum og í fyrri atburðum. Til samanburðar mældust að öllu jöfnu rúmlega 50 skjálftar daglega í aðdraganda síðasta goss. Nýjustu GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að landris og kvikusöfnun heldur áfram á nokkuð jöfnum hraða ef horft er til síðustu vikna. Ef hraðinn helst óbreyttur, má gera ráð fyrir nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á næstu tveimur vikum.

Lesa meira
Svinadalur

Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á landsvísu í júlímánuði mældist í Grundarfirði - 18.7.2024

Um liðna helgi, 13.-14. júlí, var mikið vatnsveður á Vesturlandi. Gul viðvörun var í gildi vegna úrkomu og vinds á Faxaflóa og í Breiðafirði, og var að sama skapi varað við vatnavöxtum og skriðuhættu.

Spár rættust og varð það svo að mikil úrkoma var á Snæfellsnesi og Barðaströnd um liðna helgi. Mesta ákefðin var á laugardeginum og aðfaranótt sunnudags. Í Grundarfirði mældist mesta úrkoman, þ.e. 227 mm af regni sem er mesta úrkoma sem mæld hefur verið á einum sólarhring í Grundarfirði og jafnframt mesta sólarhringsúrkoma sem mæld hefur verið í júlímánuði á landsvísu

Lesa meira

Ragnar Stefánsson jarðsunginn í dag - 10.7.2024

Ragnar Stefánsson fæddist í Reykjavík þann 14. ágúst 1938. Hann lést á Landspítalanum þann 25. júní sl. á 86. aldursári. Alla starfsævi sína var meginverksvið Ragnars fólgið í vöktun á jarðskjálftum og eldgosum, sem og að rannsóknum sem höfðu það að markmiði að draga úr hættu af völdum þessara þátta. Á þessu sviði var hann í forystusveit á alþjóðlegum vettvangi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2024 - 4.7.2024

Júní var tiltölulega kaldur á landinu öllu, sérstaklega norðaustanlands. Nokkuð langvinnt norðanhret gekk yfir landið í byrjun mánaðar. Óvenjumikið snjóaði á norðanverðu landinu miðað við árstíma sem olli töluverðum vandræðum. Bændur lentu í tjóni, einhvað var um fugladauða og samgöngutruflanir voru á fjallvegum.


Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica