Fréttir

Á Akureyri var meðalhitinn 9,3 stig, -0,7 stigum undir meðallagi áranna 1961 til 1990

Tíðarfar í ágúst 2019 - 3.9.2019

Ágúst var fremur kaldur um land allt, sérstaklega um landið norðan- og norðaustanvert. Á landsvísu hefur ágústmánuður ekki verið eins kaldur síðan árið 1993. Þurrt og bjart var um landið sunnan- og vestanvert en blautara norðaustanlands. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi.

Lesa meira
Kynningin var haldin í tengslum við breytingar á aðalskipulagi sem stendur til að vinna á næstu árum.

Aðgerðir til varnar stórum skriðum nauðsynlegar á Seyðisfirði - 30.8.2019

Sérfræðingar Veðurstofunnar tóku þátt í íbúafundi á Seyðisfirði í gær til að kynna nýtt ofanflóðahættumat fyrir Seyðisfjarðarbæ. Tilefni endurskoðunar fyrra mats frá 2002 er að nýjar jarðfræðirannsóknir sýna að stórar, forsögulegar skriður hafa fallið yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú. Nýja matið kallar meðal annars á varnaraðgerðir fyrir íbúðabyggðina í suðurbænum.

Lesa meira

Líkanreikningar notaðir til að herma flóðbylgjur af völdum berghlaupa - 23.8.2019

Náttúrufræðingurinn birtir í nýútkomnu tölublaði sínu grein um berghlaupið sem varð í Öskju í júlí 2014, eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Líkanreikningar voru notaðir til þess að herma flóðbylgjuna af völdum berghlaupsins og er það í fyrsta skipti sem slíkir reikningar eru notaðir hér á landi. Sambærilega reikninga er unnt að nota til þess að meta hættu af völdum skriðufalla út í stöðuvötn og jökullón annars staðar á landinu og meta hættu af þeirra völdum.

Lesa meira
Breidd skriðunnar er um 100 metrar og hljóp hún um 50 metra frá rótum fjallsins út í sjó.  Ljósmynd: Björn Ingi Jónsson

Þriðja skriðan á 10 árum sem fellur í Reynisfjöru - 21.8.2019

Í gærmorgun féll skriða í Reynisfjöru en daginn áður hafði lögreglan á Suðurlandi lokað fyrir umferð um austurhluta fjörunnar, undir Reynisfjalli eftir að þrír einstaklingar slösuðust í grjóthruni. Grjóthrunið reyndist síðan vera fyrirboði um stærri skriðu. Mikil mildi var að enginn var á staðnum þegar skriðan féll. Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað. Í sunnan- og austanverðu Reynisfjalli má víða sjá ummerki um skriðuurðir, staksteina og skriðusár í fjallinu og algengt að skriður falli úr móbergshlíðum líkt og í Reynisfjalli. Almannavarnir hafa lokað hluta Reynisfjöru vegna skriðuhættu.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica