Fréttir
Visindaskyrsla_FB_Poster

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar kynnt á morgun

17.10.2023

Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar verður gefin út og kynnt miðvikudaginn 18. október í Grósku, Reykjavík. Kynningunni verður streymt beint og hefst hún kl. 8.30 og stendur til kl. 10.00.

Hlekkur á beint streymi 

Dagskrá

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar fundinn.  
  • Halldór Björnsson, formaður vísindanefndar um loftslagsbreytingar, kynnir helstu niðurstöður nefndarinnar.  
  • Pallborðsumræður um eftirfarandi málefni í samhengi skýrslunnar:  
  • Samfélag, menning, félagslegir innviðir, lýðheilsa og heilbrigðiskerfi, atvinnuvegir og byggðir innviðir.  
  • Náttúrufar, lífríki á landi og ástand sjávar.  
  • Áhætta og áhættustýring, náttúruvá og aðlögun að loftslagsbreytingum 
  • Í pallborði sitja meðlimir vísindanefndar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ásamt fulltrúum hagaðila, þeim Ölmu Möller, Landlækni, Elvu Rakel Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Festu og Ólafi Árnasyni, forstjóra Skipulagsstofnunar. 
  • Þórunn Wolfram Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, stýrir pallborði.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica