Fréttir

Stóra skriðan á Seyðisfirði sú stærsta sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi - 22.12.2020

Í gær, mánudag, var haldinn fundur með íbúum Seyðisfjarðar og fulltrúum Almannavarna og viðbragðsaðila á staðnum, Náttúruhamfaratrygginga Íslands, RARIK og Veðurstofunnar. Á fundinum fóru sérfræðingar Veðurstofunnar meðal annars yfir aðdraganda atburðanna og umfang skriðufallanna. Frumathuganir á stærstu skriðunni gefa til kynna að hún nái djúpt ofan í setlög sem ekki virðist hafa hrunið úr í árþúsundir.

Lesa meira

Neyðarstig á Seyðisfirði fært niður á hættustig - 20.12.2020

Uppfært kl. 15:10, 20.12.2020

Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands ásamt samstarfsaðilum, hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Enn er hætta á skriðuföllum á ákveðnum svæðum og verða þau áfram rýmd.  Þeir íbúar sem búa utan þeirra svæða verður heimilt að snúa aftur.

Í ljósi þessa hefur ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi ákveðið að færa neyðarstig almannavarna, sem verið hefur á Seyðisfirði, niður á hættustig.

Lesa meira

Jöklarannsóknafélag Íslands 70 ára - 8.12.2020

Það eru fleiri en Veðurstofan sem fagnar stórafmæli í ár. Jöklarannsóknafélag Íslands fagnar 70 ára afmæli en félagið var stofnað í nóvember 1950. Sú einstaka samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða sem er grundvöllur félagsins hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi. Jón Eyþórsson, sem oft er nefndur fyrsti íslenski veðurfræðingurinn, stofnaði Jöklarannsóknafélagið þegar hann var deildarstjóri á Veðurstofunni og var hann „lífið og sálin í félaginu til dauðadags“ eins og skrifað var í minningagrein um Jón.

Lesa meira

Nýtt ofanflóðahættumat fyrir Flateyri - 4.12.2020

Nú liggja fyrir drög að endurskoðuðu hættumati fyrir Flateyri sem kynnt hafa verið á íbúafundi með Flateyringum og fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. Eftir snjóflóðin á Flateyri í janúar var ljóst að endurskoða þyrfti hættumat fyrir byggðina þar og að ofanflóðahætta þar væri vanmetin. Bæði snjóflóðin fóru að hluta fyrir varnargarðana ofan þorpsins. Strax í janúar var ljóst að endurskoða þyrfti ofanflóðavarnirnar á Flateyri og er það staðfest með drögum að nýju hættumati.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2020 - 2.12.2020

Tíð var nokkuð hagstæð í nóvember og samgöngur greiðar. Að tiltölu var hlýjast austanlands en að tiltölu kaldast sunnan- og vestanlands. Mjög kalt var á landinu dagana 18.-19. Óveðrasamt var á landinu dagana 4. og 5. og aftur dagana 26. og 27.


Lesa meira

Breytt fyrirkomulag á veðurfregnum í hádegisútvarpi Rásar 1 á RÚV - 30.11.2020

Á morgun, 1. desember, hefst nýr fréttaskýringaþáttur, Hádegið, á Rás 1 hjá RÚV. Lestur veðurfregna frá Veðurstofunni kl. 12.40 heyrir þá sögunni til. Sá veðurfregnatími hefur að mestu verið endurtekning á spám sem lesnar eru kl. 10.03 og verður sá tími óbreyttur. Veðurspá og viðvaranir verða engu að síður áfram hluti af hefðbundnum hádegisfréttatíma kl. 12.20.

Lesa meira

Ný grein komin út sem lýsir jöklabreytingum á Íslandi síðustu 130 ár - 27.11.2020

Í gær kom út grein í tímaritinu Frontiers in Earth Science um jöklabreytingar á Íslandi. Greinin lýsir breytingum á stærð jökla landsins frá því að þeir voru í hámarki undir lok svokallaðrar litlu ísaldar skömmu fyrir aldamótin 1900 og er samvinnuverkefni margra jöklafræðinga á nokkrum stofnunum sem stunda mælingar og rannsóknir á jöklum hérlendis. Greinin er tímabær samantekt á niðurstöðum rannsókna á íslensku jöklunum og hugsuð sem framlag íslenskra vísindamanna til næstu úttektarskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem ráðgert er að komi út árið 2022. Niðurstöðurnar sýna glögglega að meðalrýrnun íslensku jöklanna á flatarmálseiningu er með því mesta sem mælist á helstu svæðum jarðarinnar þar sem jökla er að finna utan stóru heimskautajöklanna.

Lesa meira

Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út á prenti í síðasta sinn - 19.11.2020

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er óvenju innihaldsrík þetta árið. Tilefnið er 100 ára afmæli Veðurstofunnar sem var stofnuð árið 1920. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Veðurstofunnar og er stiklað á stóru í sögu hennar í ársskýrslunni. Að auki er í skýrslunni hefðbundið yfirlit á náttúrufari ársins 2019.

Þetta er í síðasta sinn sem ársskýrslan er gefin út á pappír.

Lesa meira

Stutt og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði - 7.11.2020

Lítil jarðskjálftahrina hófst þann 31. október um 1 km norðan við Hrísey. Veðurstofan mældi um 30 jarðskjálfta í hrinunni sem lauk 4. nóvember. Skjálftarnir voru allir litlir eða innan við M1.5 og flestir innan við M1 að stærð. Fólk verður að öllu jafna ekki vart við skjálfta að þessari stærð, en þeir hafa vakið athygli þar sem óvanalegt er að svo margir skjálftar mælist á þessum slóðum.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2020 - 3.11.2020

Tíðarfar í október var hagstætt. Mánuðurinn var fremur hlýr og hægviðrasamur. Austlægar áttir voru tíðar í mánuðinum. Þurrt var á vestanverðu landinu en blautara austanlands.


Lesa meira

Áhrif jarðskjálftans á Núpshlíðarhálsi á yfirborð umtalsverð - 30.10.2020

Í síðustu viku, kl. 13:43 þann 20. október, varð jarðskjálfti af stærð 5,6 á Reykjanesskaga, á milli Fagradalsfjalls og Kleifarvatns.  Upptök hans voru við Núpshlíðarháls um 5 km vestur af Seltúni og fylgdi honum töluverð eftirskjálftavirkni. Áhrifa skjálftans varð vart víða og hafa sérfræðingar Veðurstofunnar farið í vettvangsferðir til að kortleggja helstu ummerki, en einnig eru notaðar aðrar aðferðir til að greina og kortleggja áhrif skjálfta. Ein aðferð er að notast við gervihnetti.

Lesa meira

Skjálfti af stærð 5,6 á Reykjanessskaga - 26.10.2020

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkninni á Reykjanesskaga síðustu daga. Um 180 skjálftar hafa mælst síðustu tvo sólarhringana og enginn skjálftanna hefur verið yfir 2,2 að stærð. Til samanburðar má nefna að fyrsta sólarhringinn eftir að skjálfti upp á 5,6 varð í Núpshlíðarháls mældust um 1700 skjálftar á svæðinu.

Fréttin er uppfærð

Lesa meira

Rekstur mælabúnaðar á Svínafellsheiði mikil áskorun - 13.10.2020

Starfsmenn Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands fóru um síðustu helgi á Svínafellsheiði til þess að uppfæra búnað sem notaður er til að vakta hreyfingar á sprungum í hlíðinni ofan við austanverðan Svínafellsjökul. Mikil áskorun er að reka búnað til orkuframleiðslu á heiðinni, en hefðbundnar aðferðir eru að notast við sólarrafhlöður og vindmyllur. Lesa meira

Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 31. sinn - 13.10.2020

Í dag, 13. október, er Alþjóðadagur Hamfaraminnkunnar haldinn í 31. sinn. 

Árið 1989 tilnefndu Sameinuðu þjóðirnar 13. október, Dag Hamfaraminnkunnar (International Day for Disaster Risk Reduction). Markmiðið er að vekja athygli á aðgerðum, aðferðum og viðbúnaði til að draga úr áhrifum hamfara á jarðarbúa og hvað er hægt að gera til að auka seiglu samfélaga til að takast á við hamfarir. 

Lesa meira
Nýr mælir kominn upp og vakir yfir byggðinni á Flateyri. Til vinstri á mastrinu má sjá bergmálsmælinn. Hægra megin er rafeindabúnaður og leisermælir sem fylgir SM4 mælinum en sjálfur mælirinn er kapal

Nýjum snjódýptarmælum komið fyrir í fjallshlíðinni ofan við Flateyri - 7.10.2020

Snjóflóðateymi Veðurstofunnar lauk í gær uppsetningu á nýjum snjódýptarmælum í hlíðunum ofan við Flateyri. Settir voru upp snjódýptarmælar á tveimur stöðum: Innra-Bæjargili og Miðhryggsgili sem er næst innan Skollahvilftar. 

Lesa meira

Tíðarfar í september 2020 - 2.10.2020

September var fremur svalur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu. Úrkoma var í meira lagi og fyrsti snjór vetrarins féll víða norðanlands.


Lesa meira

Viðbúnaðarstig vegna flugs hækkað úr grænu í gult fyrir Grímsvötn - 30.9.2020

Virkni í Grímsvötnum hefur farið hægt vaxandi undanfarin misseri.  Því hefur Veðurstofa Íslands hækkað viðbúnaðarstig fyrir flug úr grænu í gult. Flestar mælingar sem gerðar eru til að vakta Grímsvötn sýna meiri virkni umfram það sem skilgreint er sem bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Mælingar nú eru að nálgast þau gildi sem sáust fyrir eldgosið 2011

Lesa meira

Skjálfti af stærð 4,6 norðvestur af Húsavík - 17.9.2020

Fréttin hefur verið uppfærð:

Þó nokkuð hefur dregið úr virkninni SA við Flatey. Það sem af er degi hafa mælst rúmlega 40 skjálftar, samanborið við 330 í gær og 420 á þriðjudaginn. Flestir skjálftarnir sem mælst hafa í gær og dag eru um eða undir 1,0 að stærð, flestir á svipuðum slóðum og M4.6 og M4.0 skjálftarnir á þriðjudaginn.

Þó dregið hafi úr virkninni við Flatey er þessari hrinu ekki lokið og ekki hægt að útiloka að fleiri og stærri skjálftar verði á næstunni. 

Lesa meira

Sögulegur samdráttur í losun dugar ekki til - 9.9.2020

Tímabundinn samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda vegna áhrifa COVID-19 faraldursins hefur ekki dregið úr styrk gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar. Útlit er fyrir að meðalhiti síðustu fimm ára á jörðinni verði sá hæsti frá því að mælingar hófust. Meðalhitinn árin 2016-2020 mun fara 1.1 °C yfir viðmiðunarmörk og verða hærri en meðalhiti áranna 2011-2015. Ef fram fer sem horfir í losun gróðurhúsalofttegunda mun samfélögum jarðar ekki takst að halda hlýnun jarðar innan marka Parísarsamkomulagsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu „United in Science“ sem er samstarfsvettvangur nokkurra stofnanna undir forystu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO. Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2020 - 2.9.2020

Ágúst var fremur hlýr, sérstaklega á Norðausturlandi. Meðalhitinn í ágúst var víðast hvar hærri en meðalhiti júlímánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var mjög úrkomusamur sunnan- og vestanlands. Á meðan var hlýtt á Norður- og Austurlandi. Mjög hlýtt var á Austurlandi um miðjan mánuðinn og mældist hitinn víða vel yfir 20 stig.

Lesa meira

September hefst með látum - 1.9.2020

Gefnar hafa verið út gular viðvaranir fyrir fjögur spásvæði: Strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra, Miðhálendið og Austurland að Glettingi. Viðvaranirnar taka gildi kl. 17, fimmtudaginn 3. september. Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 400 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.

Lesa meira

Fylgjast þarf með lóninu við Langjökul - 21.8.2020

Það kemur í ljós á næstu vikum hvort útfall lónsins lokast aftur og vatn fer að safnast í lónið að nýju eða hvort sírennsli verður úr lóninu. Ef útfallið lokast er hugsanlegt að reglulega hlaupi úr lóninu á næstu árum. Líklegt er að lónið haldi áfram að stækka næstu árin vegna hörfunar jökuljaðarsins og því er ástæða til þess að fylgjast með þróun mála og leggja mat á hættu á frekari hlaupum.

Lesa meira

Skyndiflóð úr Langjökli - 20.8.2020

Skyndilegt flóð varð úr Langjökli á mánudagskvöld og aðfaranótt þriðjudagsins 18. ágúst. Mikið vatnsmagn flæddi niður farveg Svartár sem alla jafna er vatnslítill á þessum árstíma. Vísbendingar eru um að haft við lón við norðvestanverðan Langjökli hafi brostið. Óvenjumikil hlýindi hafa verið á svæðinu að undanförnu.

Lesa meira

Veðurstofan fylgist náið með Grímsvötnum - 17.8.2020

Fréttin hefur verið uppfærð

Sérfræðingar Veðurstofunnar, ásamt sérfræðingum frá Almannavörnum fóru í leiðangur í Grímsvötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær, sunnudag. Markmiðið með leiðangrinum var að kanna ástand mælitækja sem staðsett eru á jöklinum. „Það voru óvenju mikil hlýindi á jöklinum á fimmtudag og föstudag þannig að okkur grunaði að mælitækin hefðu færst úr stað vegna bráðnunar. Eins var vefmyndavél komið fyrir á Grímsfjalli sem beint er að öskjunni.  Sérfræðingar Veðurstofunnar gerðu einnig gasmælingar sem unnið verður úr í dag.

Lesa meira

Gagnaþon fyrir umhverfið - 12.8.2020

Gagnaþon fyrir umhverfið var sett í dag, en Gagnaþonið er nýsköpunarkeppni og er öllum opin þátttaka. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði keppnina sem snýst um að finna nýjar lausnir á umhverfisvánni með því að nýta opinber gögn. Gagnaþonið fer fram á netinu og stendur til 19. ágúst en verkefnið er fjármagnað af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar og er liður í innleiðingu nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og aðgerðaáætlunar um opinbera nýsköpun. 

Umhverfisstofnun, Hagstofa Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Orkustofnun, Veðurstofa Íslands og Landmælingar Íslands leggja til gögn fyrir þátttakendur.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2020 - 4.8.2020

Júlí var fremur kaldur miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Hiti var hins vegar nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Að tiltölu var einna hlýjast um landið suðaustanvert, en hvað kaldast um landið norðanvert og norðaustanvert þar sem mánuðurinn var allvíða kaldari en júní. Þrátt fyrir þetta var tíð í aðalatriðum hagstæð. Vindur og úrkoma voru víðast nærri meðallagi.
Lesa meira

Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall fer dvínandi - 23.7.2020

Jarðskjálftavirknin við Fagradalsfjall hefur farið dvínandi frá því að kröftug hrina hófst þar þann 18. júlí. Úrvinnsla gervihnattagagna frá 18. til 20. júlí hefur leitt í ljós skýr merki um yfirborðsbreytingar  sem samsvarar hér um bil 3 cm færslu um sprungu sem liggur í NA-SV rétt við Fagradalsfjall. Þessi sprunga kom í ljós í skjálftahrinu árið 2017 sem átti sér stað á sama svæði. Hrinan, sem nú er í gangi, er túlkuð sem hluti af lengri atburðarrás sem hófst á Reykjanesskaganum í enda árs 2019 og hefur náð allt frá Eldey fyrir vestan, og að Krýsuvík fyrir austan.

Lesa meira
Yfirfarnir atburðir frá og með 19 Juli kl. 00.00 am við Fagradalsfjall

Jarðskjálftahrina við Fagradalsfjall - 20.7.2020

Jarðskjálftahrina hófst við Fagradalsfjall 19. júlí um kl 1:30. Yfir 1700 jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu síðan. Stærsti skjálftinn varð í gærkvöldi kl 23:36 og var hann 5,1 að stærð. Fjölmargir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, stærstu eftirskjálftarnir voru 4,6 að stærð kl 05:46 og 5,0 að stærð kl 06:23 í dag, þann 20. júlí. Að auki hafa 22 jarðskjálftar stærri en 3 að stærð mælst eftir miðnætti. Tilkynningar hafa borist um að stærstu skjálftarnir hafi fundist frá Akranesi í vestri allt að Vík í austri. Jarðkjálftahrinan er enn yfirstandandi.

Lesa meira

Tíðarfar í júní - 2.7.2020

Hlýtt var á landinu í júní og tíð hagstæð. Hlýjast var á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi.


Lesa meira
mynd

Jarðskjálftahrina enn í gangi - 2.7.2020

Óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Á meðan hrinan stendur yfir eru auknar líkur á stórum jarðskjálftum á brotabeltinu norðan við land og áfram talin hætta á grjóthruni og skriðum úr bröttum hlíðum. Því er mikilvægt að fólk sem er að ferðast um brattlendi sé meðvitað um hrun- og skriðuhættu og takmarki tíma sinn undir bröttum hlíðum,  sér í lagi á þekktum skriðusvæðum. Í einstaka tilfellum fylgir fljóðbylgja stærri skjálftum og því er mikilvægt að fólk haldi sig fjarri strönd og höfn í nokkrar klukkustundir eftir stærri jarðskjálfta.

Lesa meira
skjáskot

Jarðskjálftahrina 20 km norðaustur af Siglufirði - 20.6.2020

Fréttin er uppfærð

Jarðskjálftahrina hófst um miðjan dag, 19. júní, um 20 km NA af Siglufirði þegar mældust 7 skjálftar af stærð M3-M3,8. Klukkan 15:05, 20. júní varð skjálfti af stærðinni M5,3 á svipuðum sloðum og honum hafa fylgt margir eftirskjálftar, þar af um 20 skjálftar af stærð M3,0 – 4,1. Skjálftavirknin er á  mótum Eyjafjarðaráls og Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins.

Lesa meira
ljósmynd

Fundur vísindaráðs almannavarna vegna Grímsvatna - 19.6.2020

Vísindaráð almannavarna hittist á fjarfundi fimmtudaginn 18. júní til að ræða nýjustu mæligögn frá  Grímsvötnum. Á fundinum var farið yfir virkni í Grímsvötnum undanfarin misseri og fjallað um mælingar í og við Grímsvötn í byrjun júní.  Skjálftavirkni hefur farið hægt vaxandi síðasta árið en er þó enn minni en var mánuðina fyrir gosin 2004 og 2011.  Mælingar á landbreytingum í Grímsvötnum sýna að þensla sem hófst eftir síðasta eldgos heldur áfram en ekki eru merkjanlegar breytingar á rishraða síðasta árið. Stærsta mælanlega breytingin er sú að brennisteinstvíildi (SO2) mældist ofan í Grímsvötnum skammt frá síðustu gosstöðvum. Útstreymi SO2 gefur sterka vísbendingu um afgösun kviku.

Lesa meira

Vísbendingar um að Grímsvötn búi sig undir eldgos - 15.6.2020

Á virknitímabilum eins og verið hefur frá 1996, er algengt að 5-10 ár séu milli gosa í Grímsvötnum. Síðast gaus þar 2011 og var það nokkuð stórt og kröftugt gos.  Á þeim tíma sem liðinn er frá gosinu benda mælingar til þess að kvika hafi safnast fyrir og þrýstingur í kvikuhólfi aukist. Í síðustu viku mældu starfsmenn Veðurstofunnar SO2 í suðvesturhorni Grímsvatna, nærri þeim stað þar sem gaus 2004 og 2011. „Þetta er í fyrsta sinn sem SO2 mælist í svo miklu magni í eldstöð á Íslandi án þess að eldgos sé í gangi og er vísbending um grunnstæða kviku“, segir Melissa Anne Preffer, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands sem var einn leiðangursmanna sem fór á Vatnajökul á dögunum. Melissa segir að til viðbótar við aukið magn SO2, fari svæðið þar sem jarðhiti á yfirborði mælist stækkandi.

Lesa meira

Snjóalög undir meðaltali á Hofsjökli við vetrarlok - 10.6.2020

Snjóalög eru undir meðaltali á Hofsjökli við vetrarlok í ár. Þetta er niðurstaða árlegs vorleiðangurs sérfræðinga á Veðurstofu Íslands. Aðeins á norðanverðum Hofsjökli náði snjóþykkt langtímameðaltali. Þynnst var snjólagið 1.2 m á norðanverðum Sátujökli og neðst á Blautukvíslarjökli en þykkast 5.7 m á hábungunni í 1790 m hæð. Metþykkt mældist þar 8.1 m vorið 2012 og meðaltalið frá upphafi mælinga 1988 er 6.5 m.

Lesa meira

Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga - 5.6.2020

Samkvæmt nýjustu gögnum eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn. Vísindamenn á Veðurstofu Ísland ásamt vísindamönnum á Jarðvísindastofnun og ÍSOR hafa fylgst vel með þróun mála á Reykjanesskaga og safna og vinna úr gögnum. Vísindaráð Almannavarna mun koma saman miðvikudaginn 10. júní til að fara yfir gögn og leggja mat á stöðuna.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2020 - 3.6.2020

Maí var óvenju þurr og sólríkur norðaustanlands. Hiti var alls staðar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en um og yfir meðaltali síðustu tíu ára. Að tiltölu var hlýjast við strendur en kaldara inn til landsins. Þó nokkur snjór var á hálendinu.

Lesa meira

Metfjöldi sumarstarfa í boði á Veðurstofunni - 27.5.2020

Veðurstofa Íslands tekur þátt í átaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar um að bjóða sumarstörf fyrir námsmenn. Alls er 31 starf í boði á Veðurstofunni í sumar fyrir námsmenn sem eru á milli anna í háskólanámi sínu og eru 18 ára á árinu eða eldri. Störfin eru fjölbreytt og tilheyra öllum sviðum Veðurstofunnar.

Lesa meira

Vísindamenn þróa nýja aðferð við mat aðdraganda og þróun eldsumbrota - 15.5.2020

Alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Freysteins Sigmundssonar, vísindamanns við Jarðvísindastofnun Háskólans, með þátttöku vísindamanna á Veðurstofu Íslands, hefur sett fram nýja aðferð til þess að meta hvenær bergkvika í jarðskorpunni verður óstöðug og brýst upp á yfirborðið. Í grein sem birtist í dag í hinu virta og víðlesna vísindatímariti Nature Communications er aðferðinni beitt til að varpa skýrara ljósi á aðdraganda og upphaf umbrotanna í eldstöðvakerfi Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni 2014-2015.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2020 - 4.5.2020

Apríl var mjög kaldur framan af en síðustu tíu dagarnir voru fremur hlýir og sólríkir. Sólskinsstundirnar voru óvenju margar á Akureyri. Mikið norðaustan illviðri gekk yfir landið dagana 4. til 5. apríl og er það í flokki hinna verstu í apríl.

Lesa meira

Rýrnun jökla á Íslandi á síðasta ári ein sú mesta sem mælst hefur - 4.5.2020

Sumarið 2019 var víðast hlýtt og sólríkt enda rýrnuðu jöklar þá um u.þ.b. 1,5 m vatns sem er með því mesta sem mælst hefur. Flatarmál íslenskra jökla hefur minnkað um u.þ.b. 800 km2 síðan árið 2000 og tæplega 2200 km2 frá lokum 19. aldar þegar jöklarnir náðu mestu útbreiðslu síðan land byggðist. Síðustu árin hefur heildarflatarmál jökla minnkað um u.þ.b. 40 km2 árlega að meðaltali. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar“.

Lesa meira

Verulega dregið úr skjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur - 4.5.2020

Í byrjun apríl dró úr landrisi við Þorbjörn og um miðjan mánuðinn lauk þessari seinni landrishrinu. Þetta var meðal þess sem kom frá á fundi Vísindaráðs almannavarna sem hittist á fjarfundi fimmtudaginn 30. apríl vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Í kjölfar landrissins mældist sig sem má útskýra með því að jarðskorpan jafnar sig þar sem kvikan í innskotunum kólnar og dregst saman.  Á sama tíma hefur dregið verulega úr skjálftavirkni.  Þetta bendir til þess að kvikuinnflæði undir Þorbjörn sé lokið í bili.  Þrátt fyrir að ekki mælist lengur landris við Þorbjörn, gætir enn dálítilla landbreytinga á stærra svæði.  Eins og þróun atburða hefur verið síðustu mánuði verður að gera ráð fyrir þeim möguleika að kvikuinnskot við vestanverðan Reykjanesskaga haldi áfram á næstu misserum.

Lesa meira

Átta þúsund skjálftar síðan í lok janúar á Reykjanesskaganum - 10.4.2020

Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó að dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaganum. Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa yfirfarið ríflega 8.000 skjálfta á og við Skagann síðan í lok janúar. Mest er virknin norðan Grindavíkur en undanfarið hefur mikil virkni mælst á stóru svæði milli Eldeyjar til Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn í Vísindaráði Almannavarna hittust á fjarfundi miðvikudaginn 8. apríl og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Ráðið hvetur íbúa á Reykjanesskaganum að nýta inniveruna til að huga að vörnum og viðbúnaði vegna jarðskjálfta.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2020 - 3.4.2020

Mars var fremur kaldur og tíð óhagstæð. Vindhraði var vel yfir meðallagi, illlviðri tíð og töluverðar truflanir voru á samgöngum. Mjög snjóþungt var um landið norðan og austanvert og á Vestfjörðum. 

Lesa meira

Vísbendingar um nýtt kvikuinnskot á Reykjanesi - 2.4.2020

Ný gögn gefa vísbendingar um nýtt kvikuinnskot vestast á Reykjanesskaganum norðan við Sýrfell. Þetta staðfesta gögn sem safnað hefur verið í samstarfi Jarðvísindastofnunar Háskólans, Ísors, HS-orku og Veðurstofunnar eftir að virknin við Þorbjörn hófst. Þetta kvikuinnskot við Sýrfell er þriðja kvikuinnskotið sem greint er á Reykjanesskaganum frá því um áramótin

Lesa meira

Rannsaka þarf núverandi virkni á Reykjanesskaganum heildstætt - 31.3.2020

Vísindaráð almannavarna hittist á fjarfundi fimmtudaginn 26. mars og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Fram kom á fundinum að frá upphafi árs hafa rúmlega 6.000 skjálftar á Reykjanesskaganum verið yfirfarnir. Þetta er mesta jarðskjálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá upphafi stafrænna mælinga árið 1991. Í ljósi þessarar virkni telur Vísindaráð nauðsynlegt að mæla og rannsaka núverandi virkni á Reykjanesskaganum heildstætt og bera hana saman við eldri atburði á svæðinu svo varpa megi frekara ljósi á ástæður og þróun atburðarásarinnar nú.

Lesa meira

Alþjóðlegi veðurdagurinn - 23.3.2020

Í dag, 23. mars, er alþjóðlegi veðurdagurinn. Í tilefni dagsins sýnir RÚV heimildarmyndina „Á vaktinni í 100 ár“ um starfsemi Veðurstofunnar. Kvikmyndagerðarfólkið Valdimar Leifsson og Bryndís Kristjánsdóttir fylgdu starfsfólki Veðurstofunnar eftir í eitt ár og veitir myndin innsýn í fjölbreytt verkefni Veðurstofunnar sem fagnar 100 ára afmæli í ár.

Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Dagur vatnsins - 22.3.2020

Í dag er Alþjóðlegur dagur vatnsins. Í ár sameinast Alþjóðlegur dagur vatnsins og Alþjóðlegi veðurdagurinn, sem haldinn er á morgun, um þemað „Loftslag og vatn“. Markmiðið með því að samræma áherslur daganna er að minna á og auka hlut vatns í umræðunni um loftslagsmál. Loftslagsbreytingar hafa áhrif á alla hluta vatnshvolfisins, þess ferskvatns sem er frosið, þess sem er geymt í grunnvatnsgeymum neðanjarðar og þess sem við sjáum á yfirborði í straum- og stöðuvötnum. Þetta á við á Íslandi alveg eins og í öllum löndum.

Lesa meira

Landris hafið að nýju við Þorbjörn á Reykjanesi - 17.3.2020

Á síðustu dögum hafa niðurstöður jarðskorpumælinga verið að skýrast og nú er ljóst að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju við Þorbjörn. Þetta staðfesta bæði GPS mælingar á svæðinu og einnig gögn frá gervihnöttum. Vísindamenn á Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og Ísor funduðu í morgun og rýndu nýjustu mælingar og gögn. Landrisið er á sömu slóðum og það var í lok janúar, en mælist hægara en þá. Verulega hafði dregið úr landrisinu í lok febrúar og virtist það hafa stöðvast tímabundið. Nýjustu gögn sýna að frá byrjun mars hefur land risið innan við 20mm.

Lesa meira

Veðurstofan virkjar „hættustig“ vegna COVID-19 veirunnar - 13.3.2020

Veðurstofa Íslands hefur virkjað „hættustigi“ samkvæmt viðbragðsáætlun stofnunarinnar vegna COVID-19 veirunnar. Hert verður á aðgerðum sem miða að því að minnka smithættu svo komi megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar. Aðgerðir sem gripið til nú eru m.a. þær að heimsóknir á Veðurstofuna hafa verið takmarkaðar, fundum fækkað, ferðum erlendis frestað, starfsfólki hefur verið skipt upp í hópa og aðgengi að rýmum takmarkað, t.d. hjá náttúruvárvaktinni. Að auki er mælst til þess að þeir starfsmenn sem geta vinni heima. Fyrir utan aðgerðir í eigin viðbragðsáætlunum fylgir Veðurstofan tilmælum frá Almannavörnum og Landlæknisembættinu.

Lesa meira

Stór skjálfti við Grindavík - 12.3.2020

FRÉTTIN VERÐUR UPPFÆRÐ

Snarpur jarðskjálfti varð kl. 10.26 á Reykjanesi. Óyfirfarnar niðurstöður benda til þess að hann hafi verið um M5.2 að stærð og átt upptök skammt frá Grindavík. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Vefurinn okkar er óvenju hægur vegna álags og biðjumst við velvirðingar á því. Vel á annað hundrað tilkynningar hafa borist Veðurstofunni frá fólki sem fann fyrir skjálftanum.

Nýjustu fréttir verða einnig birtar á Facebook síðu Veðurstofunnar.

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofunnar var vel sóttur

Ársfundi Veðurstofunnar frestað - 10.3.2020

Veðurstofan vinnur nú eftir hækkuðu viðbúnaðarstigi til að hefta útbreiðslu COVID-19 veirunnar á starfsstöðvum stofnunarinnar, svo komi megi í veg fyrir röskun á mikilvægri þjónustu Veðurstofunnar.

Ársfundur Veðurstofunnar hefur að öllu jöfnu verið haldinn í mars og hann hefur sótt fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna. Með hliðsjón af viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar og tilmælum embættis Landlæknis hefur verið gripið til þeirra varúðarráðstafana að fresta ársfundi um óákveðinn tíma. Árshátíð starfsmanna sem halda átti 21. mars hefur einnig verið frestað um óákveðinn tíma.

Lesa meira

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesi - 8.3.2020

Dregið hefur verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjörn.  Ekkert landris mælist lengur og líklegasta skýringin á þessari hegðun er að innflæði kviku sé lokið í bili. Vísbendingar eru um lítilsháttar sig frá miðjum febrúar en of snemmt er að túlka mælingarnar og því mikilvægt að fylgjast áfram vel með atburðarrásinni. Skjálftahrinur undanfarinna vikna á Reykjanesi, ásamt landrisinu við Þorbjörn, vekja eðlilega spurningar um hvort öll þessi virkni tengist á einhvern hátt. „Það eru engar augljósar vísbendingar um það í okkar gögnum“, segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2020 - 3.3.2020

Febrúar var fremur kaldur um land allt. Úrkomusamt var á Norður- og Austurlandi. Samgöngur riðluðust margoft vegna óveðurs. Versta veðrið var þ. 14. þegar mikið austanveður gekk yfir landið og bættist í hóp verstu illviðra síðustu ára. Mikið tjón hlaust af veðrinu einkum á Suðurlandi, Suðausturlandi og á Faxaflóasvæðinu þar sem veðrið var einna verst. Loftþrýstingur var óvenju lágur yfir landinu í febrúar. Lesa meira

Veðurstofa Íslands fær jafnlaunavottun - 26.2.2020

Veðurstofa Íslands hefur nú klárað innleiðingu jafnlaunakerfis í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85. Veðurstofan bætist þar með í hóp þeirra 162 fyrirtækja og stofnanna á landinu sem hafa farið í gegnum jafnlaunavottun samkvæmt lista Jafnréttisstofu.

Lesa meira
Thumbnail_cap_Big

Viðvörun á viðvörun ofan - 18.2.2020

Þegar mikið gengur á í veðrinu geta ólíkar viðvaranir verið í gangi fyrir sama spásvæði, jafnvel á sama tíma. Hér er gott dæmi um slíkt frá fárviðriskaflanum sem gekk yfir landið um miðjan febrúar 2020.

Lesa meira

Hvað táknar gul viðvörun? - 11.2.2020

Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir allt landið sem tekur gildi á aðfaranótt föstudags og gildir til kl. 21 á föstudagskvöld. Þetta er sérlega djúp og áköf lægð sem nálgast landið úr suðvestri. Líkur eru á að áhrif veðursins verði umtalsverð. En hvers vegna er viðvörunin „bara“ gul?

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundar - 6.2.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfundi Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Vísbendingar eru um breytt mynstur í jarðskorpuhreyfingum. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni undanfarna tvo sólarhringa, en enn má sjá merki um áframhaldandi landris og er það í heildina orðið 5sm þar sem það er mest. Um er að ræða langtímaatburð og er reynslan af öðrum sambærilegum atburðum sú að breytingar geta orðið í landrisi viku frá viku án þess að hægt sé að fullyrða um að virknin sé að fjara út.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2020 - 4.2.2020

Janúar var mjög illviðrasamur. Meðalvindhraði var óvenju hár og sá hæsti síðan í febrúar 2015. Illviðrisdagar voru óvenju margir, með því mesta sem hefur verið. Úrkoma var vel yfir meðallagi um mest allt land. Mjög snjóþungt var á Vestfjörðum og féllu tvö stór snjóflóð á Flateyri og það þriðja í Súgandafirði þ. 14. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum vegna óveðurs.

Lesa meira

Vísindaráð Almannavarna fundaði í dag - 30.1.2020

Jarðvísindamenn hittust á vísindaráðsfund Almannavarna í dag og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni í grennd við Þorbjörn. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og ÍSOR, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, HS-Orku, Umhverfisstofnun og lögreglunni á Suðurnesjum. Þar kom fram að jarðskjálftavirkni heldur áfram á svæðinu og dreifist á nokkrar sprungur norður af Grindavík. Þrír jarðskjálftamælar bætast við rauntímavöktun Veðurstofunnar og eykur nákvæmni í staðsetningu skjálfta. Fjölgun jarðskjálftamæla bætir einnig getu kerfisins til að greina mögulegan gosóróa.

Lesa meira

Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu við Þorbjörn - 29.1.2020

Með auknu eftirliti berast nú fleiri gögn í hús sem gefa skýrari mynd af þróun mála við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Ný gögn sýna áframhaldandi landris á svæðinu vestan við Þorbjörn. Erfitt er að túlka breytingar út frá einstaka mælipunktum, en með því að skoða meðaltal þéttari mælinga, sem nú berast í hús, er greinilegt að landrisið er enn í gangi. Þar sem um er að ræða langtíma atburð þarf að fylgjast vel með svæðinu og mælingunum þar til lengri tíma, til að átta sig betur á heildarferli jarðhræringanna.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa í dag unnið að gasmælingum (SO2) á svæðinu umhverfis Þorbjörn í samvinnu við starfsmenn HS-orku. Þær mælingar gefa engar vísbendingar um að kvika sé komin nálægt yfirborði. Það styðja einnig vatnssýni sem HS-orka tók, en slíkt er gert tvisvar á sólarhring.

Lesa meira

Áfram þensla við fjallið Þorbjörn og landris komið í rúma þrjá sentimetra - 28.1.2020

Mælar Veðurstofunnar greina áframhaldandi landris við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga. Risið er á sama hraða og síðustu daga, 3-4mm á dag, sem er óvenju hratt. „Þróunin síðasta sólarhringinn er bara mjög svipuð og hún hefur verið frá upphafi. Það er stöðugt landris, þrír til fjórir millímetrar á dag, og það sem við sjáum í morgun er að það hefur haldið áfram,“ segir Benedikt Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum hjá Veðurstofu Íslands. Hann segir að búast megi við áframhaldandi skjálftavirkni á svæðinu. Benedikt ásamt öðrum sérfræðingum Veðurstofunnar hafa í dag unnið að uppsetningu á nýjum mælum til vöktunar á svæðinu í kringum Grindavík. „Það er stefnan að setja upp alla vega tvo mæla, einn uppi á fjallinu Þorbirni og síðan á ákjósanlegum stað vestan við  fjallið“, segir Benedikt.

Lesa meira

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi - 26.1.2020

Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanesskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. Landrisið er óvenju hratt eða um 3-4 mm á dag og í heildina er það orðið um 2 cm þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra km dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni 1 milljón rúmmetrar (0,001 km3).  Þetta er niðurstaða samráðsfunda vísindamanna sem haldnir voru á Veðurstofunni nú í morgun og eftir hádegi.

Lesa meira

Veðurstofan tekur við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum - 22.1.2020

Í dag tók Veðurstofa Íslands við flugveðurþjónustu á flugvellinum í Vogum í Færeyjum. Fram að þessu hefur Veðurstofan séð um að vara við ókyrrð og ísingu yfir Færeyjum, en danska veðurstofan, DMI, séð um spár fyrir flugvöllinn sjálfan. Veðurþjónustan fyrir flugvöllin í Vogum er því komin á eina  hendi, en það er danska veðurstofan  sem greiðir fyrir þessa þjónustu sem Veðurstofa Íslands mun veita.

Lesa meira
Flateyri2020-1

Tvö stór snjóflóð á Flateyri og þriðja í Súgandafirði - 15.1.2020

Þessi frétt er uppfærð reglulega.

Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri við Önundarfjörð skömmu eftir kl. 23 að kvöldi 14. janúar og náðu bæði út í sjó, annað úr Skollahvilft og hitt úr Innra-Bæjargili. Flóðið úr Innra-Bæjargili féll að hluta yfir varnargarð og á hús að Ólafstúni 14 og grófst unglingsstúlka í flóðinu. Henni var bjargað og er ekki talin alvarlega slösuð. Flóðið úr Skollahvilft féll meðfram varnargarði og út í smábátahöfnina og olli þar miklu tjóni á bátum en ekki slysum á fólki. Þriðja snjóflóðið féll í Súgandafirði við Norðureyri og náði einnig út í sjó.

Flóðbylgja af völdum þess olli skemmdum á húsum við ströndina utan og innan við höfnina á Suðureyri, en ekki slysum á fólki.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2019 - 14.1.2020

Árið 2019 var fremur hlýtt og tíð hagstæð. Að tiltölu var hlýjast á Suður- og Vesturlandi á meðan svalara var norðan- og austanlands. Aprílmánuður var óvenjulega hlýr um land allt og sá hlýjasti frá upphafi mælinga í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík, Grímsey, á Akureyri og á Hveravöllum.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2019 - 3.1.2020

Tíð var óhagstæð á norðanverðu landinu í desember en betri sunnanlands. Mikið norðanóveður gekk yfir landið dagana 10. til 11. desember sem olli miklu tjóni. Verst var veðrið á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Mikil ísing og fannfergi fyldgu óveðrinu sem olli því að hundrað hross fennti í kaf, skemmdir urðu á rafmagnslínum með tilheyrandi rafmagnstruflunum og mikil röskun varð á samgöngum. Mánuðurinn var óvenju úrkomusamur á norðanverðu landinu og mældist úrkoman þar víða sú mesta sem vitað er um í desember. Úrkoman á Akureyri mældist meira en þrefalt meiri en í meðalári og sú mesta sem mælst hefur þar í desembermánuði frá upphafi mælinga.


Lesa meira

Veðurstofa Íslands 100 ára - 1.1.2020

Veðurstofa Íslands óskar landsmönnum öllum gleðilegs árs! Það er nokkuð merkilegur dagur í dag því jafnan er miðað við að Veðurstofa Íslands hafi verið stofnuð þann 1. janúar 1920. Því fagnar Veðurstofan 100 ára afmæli í dag! Fyrstu fimm árin var hún þó aðeins deild í Löggildingarstofunni, en frá ársbyrjun 1925 verður hún sjálfstæð stofnun. Danska veðurstofan sem hafði umsjón með veðurathugunum fram að þeim tíma en gaf hins vegar ekki út veðurspár fyrir Ísland. Íslendingar urðu þá sem fyrr að treysta á athyglisgáfu og eigið hyggjuvit ef þeir vildu ráða í veður morgundagsins.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica