Fréttir

Teigarhorn-forsidumynd

Teigarhorn verðlaunað af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir. - 29.12.2022

24. nóvember síðastliðinn var stór stund á hinum merka stað Teigarhorni í Berufirði, en þá var afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir á staðnum. Í raun hafa veðurathuganir átt sér stað í Berufirðimun lengur, eða samfleytt í 150 ár.  Í nóvember 1872 hófust veðurathuganir á Djúpavogi, þær mælingar voru fluttar að Teigarhorni  árið 1881 og hafa verið þar allt fram á þennan dag.  Einungis er ein önnur veðurstöð á landinu sem hefur fengið slíka veðurkenningu frá Alþjóðaverðurfræðistofnuninni, en sú fyrri er veðurstöðin í Stykkishólmi.

Lesa meira
Greenland-ice_sheet_hg

Grænlandsjökull rýrnar um sem nemur einum Hofsjökli á ári hverju - 7.12.2022

Afkoma Grænlandsjökuls hefur aðeins mælst jákvæð í tvö skipti og hann hefur að jafnaði rýrnað um rúmlega 200 gígatonn á ári frá aldamótum. Nemur það rúmmál heilum Hofsjökli á ári hverju og rúmlega það.  Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2022 - 2.12.2022

Mánuðurinn var hlýr um allt land og víða á meðal hlýjustu nóvembermánaða frá upphafi mælinga. Á landsvísu var meðalhitinn sá hæsti sem mælst hefur í nóvember. Mjög úrkomusamt var á Austurlandi.


Lesa meira
Stjorn_samradsvettvangs

Stýrihópur um landáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum hefur störf - 29.11.2022

Í októbermánuði tóku tveir hópar tengdir aðlögun að loftslagsmálum til starfa í umboði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Annars vegar er um að ræða stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga og hins vegar stýrihóp um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum


Anna Hulda Ólafsdóttir hefur verið skipuð fulltrúi Veðurstofu Íslands í báðum hópum en hún mun sinna formennsku í stjórn samráðsvettvangsins fyrsta árið. Anna Hulda er skrifstofustjóri Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar og mun skrifstofan sjá um að starfrækja samráðsvettvanginn til framtíðar.  

Lesa meira
Third-pole

Breytingar á freðhvolfinu valda vítahring - 23.11.2022

Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO), stóð fyrir málstofu um breytingar á freðhvolfinu (e. cryosphere) og áhrif þeirra á náttúru og samfélag. Cryosphere er alþjóðlegt heiti sem nær yfir allt frosið vatn á hnettinum, hvort sem um er að ræða snjó, lagnaðarís, hafís, klaka í jörð eða jökulís. Orðið freðhvolf er íslenska heiti hugtaksins. Málstofan var haldin þann 16. nóvember síðastliðinn í tengslum við loftslagsfund Sameinuðu Þjóðanna, COP27. Hægt var að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi en upptaka er aðgengileg hér .   Lesa meira
Coplogo

Hvers vegna COP27? - 16.11.2022

Nú stendur yfir 27. aðildarríkjafundur Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Sharm El-Sheikh í Egyptalandi. COP stendur fyrir Conference Of the Parties og á fundinum mætast þjóðarleiðtogar þeirra 198 þjóða sem skrifað hafa undir samninginn og setja sér markmið um hvernig standa skal vörð um framtíð jarðarinnar. Auk þeirra taka þátt í samtalinu embættismenn, sérfræðingar, loftslagshópar og aðgerðasinnar á sviði loftslagsmála.    Lesa meira
Forsidumynd

Síðustu átta ár þau heitustu á jörðinni frá upphafi mælinga. - 8.11.2022

Vegna síaukinnar uppsöfnunar gróðurhúsalofttegunda hafa síðastliðin átta ár mælst þau átta hlýjustu í sögunni. Áhrif hlýnunar verða sífellt áþreifanlegri. Gríðarlegar hitabylgjur, þurrkar og aftakaflóð hafa haft áhrif á milljónir manna og valdið milljarða tjóni það sem af er þessu ári. Meðalhiti á heimsvísu árið 2022 er nú metinn um það bil 1,15°C yfir meðaltali tímabilsins 1850-1900, fyrir iðnbyltingu, og hlýnunin heldur áfram.  

Lesa meira

Tíðarfar í október 2022 - 3.11.2022

Október var tiltölulega kaldur um mest allt land, þó var hlýtt í byrjun og lok mánaðar. Fyrri hluti mánaðarins var úrkomusamur, sérstaklega á norðan- og austanverðu landinu. Töluverð úrkoma féll á norðaustanverðu landinu í óveðri sem gekk yfir landið þ. 9. og þar snjóaði víða í byggð. Seinni hluti mánaðarins var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Lesa meira

Ríflega tvöfalt meiri hlýnun í Evrópu en á heimsvísu - 2.11.2022

Í dag kom út skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) um ástand loftslags Evrópu eða State of the Climate, Europe 2021. Í skýrslunni kemur fram að hlýnun í Evrópu á síðastliðnum 30 árum hefur verið ríflega tvöföld á við þá hlýnun sem hefur átt sér stað á heimsvísu á sama tímabili. Um er að ræða mestu hækkun fyrir einstaka heimsálfu. Með aukinni hlýnun aukast líkur á því að miklir hitar, gróðureldar, flóð og aðrar afleiðingar loftslagsbreytinga hafi áhrif á samfélög, efnahag og vistkerfi.

Lesa meira

Lítið hlaup úr Grímsvötnum - 16.10.2022

Uppfært 16.10. kl. 15:00

Rennsli í farvegi Gígjukvíslar náði hámarki í morgun og hefur vatnshæð við brúna á þjóðvegi 1 farið hægt lækkandi frá hádegi. Samhliða lækkandi vatnshæð hefur rafleiðni í ánni minnkað. Magn hlaupsvatns í ánni fer því minnkandi og ljóst að hlaupið er í rénun.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2022 - 4.10.2022

September var hægviðrasamur og hlýr um nánast allt land. Á Akureyri var mánuðurinn bæði þurr og sólríkur, en aðeins einu sinni hafa mælst fleiri sólskinsstundir í september á Akureyri. Mög slæmt óveður gekk yfir landið dagana 24. og 25., í flokki þeirra verri í septembermánuði. Veðrið var verst á Norðaustur- og Austurlandi og olli talsverðum usla þar. Mikið foktjón varð, sérstaklega á Austfjörðum. Auk þess voru töluverðar samgöngutruflanir og rafmagnsleysi í þessum landshlutum. Sjór gekk á land á Akureyri og olli miklu tjóni.


Lesa meira

Eldgosið í Fagradalsfjalli ólíkt fyrri gosum í heiminum - 14.9.2022

Undanfari eldgossins í Fagradalsfjalli í fyrra var ólíkur undanfara margra gosa í heiminum og efnasamsetning hraunsins breyttist eftir því sem leið á gosið. Þetta er meðal niðurstaðna í tveimur vísindagreinum eftir fræðimenn við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands og samstarfsfólk sem birtust í dag í nýjasta hefti vísindatímaritsins Nature.

Lesa meira

Metfjöldi viðvarana að sumarlagi - 8.9.2022

Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands hafa aldrei verið gefnar út jafn margar viðvaranir að sumarlagi og í ár eða 50 talsins. Af þeim voru flestar gefnar út vegna vindhraða eða 32. Viðvaranir vegna mikillar rigningar voru 15 en þrjár viðvaranir voru gefnar út vegna snjókomu. Sumarið fór vel af stað og voru einungis 5 viðvaranir gefnar út í júní og voru þær allar vegna vinds.

Lesa meira

Samtalið hafið um aðlögun sveitarfélaga að breyttum heimi - 5.9.2022

Loftslagsbreytingar munu hafa áhrif á íslenskt samfélag og lífríki bæði með beinum og afleiddum hætti og byggja þarf upp þekkingu á því hver möguleg áhrif loftslagsbreytinga gætu orðið á byggðir landsins. Þetta var meðal umræðuefna á fundinum Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið, sem haldin var á Grand hótel í dag.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst - 2.9.2022

Ágústmánuður var að tiltölu kaldur um allt land. Þó voru hlýindi um norðaustanvert landið undir lok mánaðar og hæsti hiti sumarsins mældist á Mánárbakka þ.30. Fremur sjaldgæft er að hæsti hiti ársins mælist svo síðla árs. Mánuðurinn var annars almennt þurrari og sólríkari en í meðalári bæði í Reykjavík og á Akureyri.

Lesa meira

Rætt um aðlögun að loftslagsbreytingum í sveitarfélögum - 2.9.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og innviðaráðuneytið, standa ásamt Veðurstofu Íslands, Byggðastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg að fræðsluviðburðinum „Aðlögun að breyttum heimi – hefjum samtalið“ á Grand hótel, 5. september kl. 9-12. Umfjöllunarefni fundarins eru áhrif loftslagsbreytinga á byggðir landsins og íslenskt samfélag, sem og sú vinna sem framundan er til þess að aðlaga innviði okkar, atvinnuvegi og samfélög að þeim breytingum sem vænta má.

Lesa meira

Hitamet það sem af er ári - 31.8.2022

Mjög hlýir dagar hafa verið fáir í sumar. Einn slíkur kom þó í gær á Norðausturlandi þegar hitinn fór víða vel yfir 20 stig. Hæstur mældist hitinn 25,0 stig á Mánárbakka, það er jafnframt hæsti hiti sem mælst hefur á landinu þetta árið. Það er sjaldgæft að hæsti hiti ársins mælist svo síðla sumars.

Lesa meira

Ráðstefnan "Cryosphere 2022" var sett í dag - 22.8.2022

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, setti alþjóðlegu vísindaráðstefnuna Cryosphere 2022 í Hörpu í morgun. Veðurstofa Íslands heldur ráðstefnuna þar sem fjallað er um afdrif íss og snævar í hlýnandi loftslagi jarðar. Um 150 vísindamenn taki til máls á ráðstefnunni sem lýkur á föstudaginn, en alls sækja fleiri en 330 vísindamenn ráðstefnuna frá 33 löndum í 6 heimsálfum.

Lesa meira

Fréttir af eldgosinu á Reykjanesskaga 2022 - 21.8.2022

Uppfært 21.08.

Kaflaskil hafa orðið í gosinu í Meradölum en síðustu daga hefur gosóróinn minnkað jafnt og þétt og í nótt datt hann alveg niður. Samhliða því hefur virknin í gígnum minnkað og er nú nánast engin. Myndin hér að neðan sýnir óróann frá því áður en gosið hófst, meðan á því stóð og svo núna þegar svo virðist sem því sé að ljúka.

Lesa meira

Mögulegt jökulhlaup í Svartá úr lóni við Langjökul - 18.8.2022

Gervitunglamyndir sýna að á síðustu vikum hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt sökum úrkomu og bráðnunar jökulsins. Mögulegt er að það hlaupi úr lóninu á næstu dögum eða vikum.Skyndilegt flóð varð úr sama lóni fyrir tveimur árum, aðfaranótt 18. ágúst 2020.

Lesa meira

Ráðstefnan "Cryosphere 2022" hefst í næstu viku - 16.8.2022

Jöklar hafa undanfarin ár rýrnað um alla jörðina og hinar stóru ísbreiður Grænlands og Suðurskautslandsins leggja sífellt meira til hækkunar heimshafanna. Snjóa leysir fyrr að vori á norðurslóðum, bráðnun sífrera í fjöllum leiðir til aukinnar skriðuhættu og útbreiðsla hafíss fer minnkandi í Norðurhöfum. Þessi ummerki hlýnandi loftslags eru vel þekkt og á ráðstefnunni Cryosphere 2022, sem haldin verður í Hörpu dagana 21. –26. ágúst, munu vísindamenn frá flestum heimsálfum kynna nýjustu niðurstöður rannsókna á þessu sviði.

Lesa meira

Tíðarfar í júlí - 2.8.2022

Júlí var fremur kaldur um land allt, miðað við það sem algengast hefur verið á síðari árum. Að tiltölu hlýjast á Suðausturlandi og á Ströndum, en kaldast á Norðausturlandi og við Faxaflóa. Úrkoma var yfir meðallagi víðast hvar. Vestanáttir voru óvenjutíðar í mánuðinum.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina NA við fagradalsfjall

Jarðskjálftahrina á Reykjanesi - 30.7.2022

Upppfært 02.08.2022 kl 17:49

Niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum 1 km undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Það virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni eins og staðan er núna en á seinasta ári var það einn af forboðunum fyrir eldgosið.

Lesa meira
Sentinel-1 bylgjuvíxlmynd frá Öskju - tímabilið frá 27. júlí 2021 til 22. júlí 2022

Fundur um þróun mála við Öskju - 26.7.2022

Veðurstofa Íslands fundaði mánudaginn 25. Júlí með vísindamönnum frá Jarðvísindastofnun HÍ ásamt fulltrúum almannavarna.  Fundarefnið var þróun mála í Öskju síðustu mánuði þar sem landbreytingar og jarðskjálftagögn voru rædd.
Lesa meira
13.júlí2022

Aukin rafleiðini í Jökulsá á Sólheimasandi - 19.7.2022

Undanfarna daga hefur rafleiðni aukist í Jökulsá á Sólheimasandi og mælist óvenju há miðað við árstíma. Mikið vatn er í ánni og borist hafa nokkrar tilkynningar um brennisteinslykt á svæðinu.

Lesa meira
Yfirlitskort_Joklar_Islands_v3

Yfirlit um íslenska jökla í árslok 2021 - 13.7.2022

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver skýr­asti vitnis­burð­ur  hérlendis um hlýn­andi loftslag. Á árinu 2021 hopuðu jökul­sporðar víða um tugi metra en nokkrir brattir skriðjöklar gengu fram, mest Morsárjökull sem gekk fram um meira en 100 m. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­lið­um Jöklarannsóknafélags Íslands hop­aði Skeiðarárjökull mest eða um 400 m þar sem mest var við austanverðan sporðinn en þar slitnaði sporðurinn frá dauðísfláka. Breiðamerkurjökull hopaði víða um eða yfir 150 m þar sem kelfir af hon­um í Jökulsárlón.

Lesa meira
breytingar á stofnanaskipulagi

Stofnanaskipulag umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytisins til skoðunar - 11.7.2022

Umhverfis- orku og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, hefur ákveðið að taka til skoðunar stofnanaskipulag ráðuneytisins með það að leiðarljósi að efla og stykrja starfsemi stofnana.

Lesa meira
jökulhlaup-dólómítafjöllum

Mannskaði í óvenjulegu jökulhlaupi í Dólómítafjöllum á Ítalíu - 6.7.2022

Sunnudaginn 3. júlí féll jökulhlaup úr Marmolada jökli í Dólómítafjöllum í ítölsku Ölpunum. Hlaupið, sem í fréttum er ýmist nefnt snjóflóð, skriðufall eða vatnsflóð, virðist hafa átt upptök þar sem leysingarvatn safnaðist fyrir undir jöklinum. Vatnið gerði það að verkum að jökullinn varð óstöðugur og leiddi til þess að fremsti hluti sporðsins brast og steyptist niður bratta hlíðina ásamt vatninu, sem og grjóti og aur sem hlaupið hreif með sér.

Lesa meira

Tíðarfar í júní - 4.7.2022

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní, vindur var nærri meðallagi og það var hlýtt fram eftir mánuðinum. En það var óvenju kalt á landinu dagana 23. til 27., þá sérstaklega á norðurhluta landsins. Þá daga var hiti vel undir meðallagi og frost mældist víða í byggð.

Lesa meira

Hlýnun á norðurslóðum heldur áfram að aukast hraðar en hnattræn hlýnun - 24.6.2022

Hlýnun á norðurslóðum heldur áfram að aukast hraðar en hnattræn hlýnun. Þetta kemur fram í samantekt samráðsfundar um veðurfarshorfur á Norðurslóðum, en fundurinn sem haldinn er tvisvar á ári, er hluti af Arctic Climate Forum, sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum. Á síðasta áratug hefur meðalhiti flestra ára verið með því sem mest var á tímabilinu 1900-2022. Þetta á jafnt við um sumar- og vetrarhita sem ársmeðalhita, þó vissulega sé verulegur breytileiki á milli ára, einkum á kuldatímabilum.

Lesa meira

Land heldur áfram að rísa við Öskju - 16.6.2022

Frá því að landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst 2021 hefur það haldist nokkuð stöðugt. Miðja þenslunnar er við vesturjaðar Öskjuvatns við Ólafsgíga, en nærri rismiðjuni er GPS stöð sem hefur sýnt landris upp á um það bil 2.5 sm á mánuði. Í heildina hefur land risið á þessum stað um 30 sm frá því í byrjun ágúst í fyrra.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2022 - 2.6.2022

Maímánuður var hægviðrasamur og að tiltölu hlýr á sunnanverðu landinu en kaldur á því norðanverðu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi. Á Akureyri var úrkomusamt þennan mánuðinn en í Reykjavík var hlýtt og sólríkt. Lesa meira

Ekkert landris mælist lengur vestur af Þorbirni - 2.6.2022

Frá því 26. maí dró verulega úr landrisi á svæðinu vestur af Þorbirni og síðustu 3-4 daga hefur ekkert landris mælst á GPS mælum. Eins hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu. Frá því 28. apríl til 28. maí reis land um alls 5,0-5,5 sm og fylgdi því umtalsverð skjálftavirkni. Síðusta daga hafa mælst um 150 upp til 300 skjálftar á svæðinu en tæplega 800 skjálftar mældust á sólarhring þegar mest var. Í ljósi þessa hefur fluglitakóða fyrir svæðið færður niður á grænan af gulum. Óvissustig almannavarna er þó ennþá í gildi.

Lesa meira

Skjálftavirkni á Reykjanesskaganum - 23.5.2022

Nýjar gervihnattamyndir hafa borist úr Sentintel-1interferogram en eru þær frá 27. apríl - 21. maí 2022. Þar sést að landris hefur verið í kringum 40-45 mm síðan að nýjasta jarðskjálftahrinan hefur staðið yfir.

Lesa meira
The-state-of-the-global-climate-2021_2022-05-17_151326

Ný met slegin á árinu 2021 ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga - 19.5.2022

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins  - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.

Lesa meira

Fundur Vísindaráðs Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi - 18.5.2022

Vísindaráð almannavarna hélt fund þriðjudaginn 17. maí 2022.  Tilefni fundarins var aukin skjálftavirkni á Reykjanesskaga og hreyfingar sem mælst hafa á svæðinu.  Sunnudaginn 15. maí lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, yfir óvissustigi almannavarna og á mánudag færði Veðurstofa Íslands fluglitakóðann fyrir eldstöðvakerfi Reykjaness/Svartsengis á gult.

Lesa meira

Norrænir jarðfræðingar funda á Íslandi - 10.5.2022

Vetrarmót norrænna jarðfræðinga er nú haldið hér á Íslandi dagana 11.-13. maí í Háskóla Íslands. Þetta er í þrítugasta og fimmta sinn sem mótið er haldið, en ríkin á Norðurlöndunum halda það til skiptis á tveggja ára fresti og var síðasta vetrarmót haldið hérlendis árið 2012. Starfsfólk Veðurstofunnar er með fjölbreytt erindi á ráðstefnunni, allt frá erindum um fjarkönnun við vöktun náttúrunnar til áhrifa loftslagsbreytinga og hopun jökla á eldvirkni.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2022 - 3.5.2022

Tíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Ekki hefur verið jafn hægviðrasamt í apríl síðan árið 1989.


Lesa meira

Mikilvægt að vakta áfram virkni á Reykjanesskaganum - 27.4.2022

Frá því að gosinu við Fagradalsfjall lauk hefur skjálftavirkni á Reykjanesskaganum verið talsverð og það sem af er þessu ári hafa um 5400 skjálftar mælst. Skjálftavirknin hefur verið bundin við nokkur svæði þar á meðal Reykjanestá, svæði norður af Grindavík, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Alls hafa mælst 11 af stærð 3 eða stærri. Sá stærsti, 3.9 að stærð, mældist 12. apríl um 2.5km NA af Sýrfellshrauni. Sá skjálfti var hluti af skjálftahrinu NA af Reykjanestá, en alls mældust um 450 skjálftar í þeirri hrinu.

Lesa meira

Samstarf Veðurstofunnar, Háskóla Íslands og RHnets um hýsingu og samnýtingu tölvubúnaðar - 19.4.2022

Fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnet) undirrituðu á dögunum samninga um fjölbreytt samstarf á sviði hýsingar og samnýtingar vélbúnaðar í upplýsingatækni. Samningarnir eru tveir og snúa annars vegar um samstarf og stuðning við uppfærslu búnaðar RHnets og hins vegar samvinnu um rekstur og aðstöðu fyrir tölvubúnað Háskóla Íslands.

Hraðvirkt netsamband milli háskóla og stofnana er sérlega mikilvægt hvað varðar bæði rauntímasamskipti og mikinn gagnaflutning, t.d. í verkefnum sem tengjast m.a. ýmiss konar vöktun og dreifingu mikilvægra gagna. Með tilkomu aukinnar notkunar gagna, t.d. við líkanreikninga og vegna verkefna sem krefjast öflugs tölvubúnaðar, mun þörfin fyrir afkastameiri nettengingar milli háskóla og stofnanna aukast í framtíðinni.

Lesa meira

Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu hefur aukist seinasta áratug - 5.4.2022

Losun gróðurhúsalofttegunda  á heimsvísu hefur aukist seinasta áratug en hægt hefur á aukningunni síðustu ár að hluta til vegna aðgerða stjórnvalda. Stefnur ríkja sem eiga aðild að Parísarsáttmálanum benda til samdráttar í losun á heimsvísu, en framlög ríkjanna (e. NDC) til ársins 2030 duga ekki til. Framlögin ná ekki að takmarka hlýnun við 1,5 °C og eigi að takast að halda hlýnun jarðar innan við 2 °C þarf árangur mótvægisaðgerða að aukast verulega. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu vinnuhóps 3 í sjöttu matskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í gær.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2022 - 4.4.2022

Mars var hlýr um mestallt land. Það var óvenju úrkomusamt á Suður-, Suðaustur- og Vesturlandi og mældist úrkoman þar víða með því mesta sem vitað er um í mars. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Það var umhleypinga- og illviðrasamt fram eftir mánuðinum. Víða myndaðist mikill vatnselgur í kjölfar leysinga eftir kaldar og snjóþungar vikur.


Lesa meira
Alþjóðlegur dagur veðurfræðinnar

Alþjóðlegur dagur veðurfræði 23. mars - 23.3.2022

Í dag, á alþjóðlegum degi veðurfræði, kynntu Sameinuðu þjóðirnar metnaðarfullt markmið til að bregðast við aukinni tíðni náttúruváratburða vegna loftslagsbreytinga. Markmiðið er að innan fimm ára eigi allir jarðarbúar að búa við það öryggi sem fylgir viðvaranakerfum vegna veðurógna og loftslagsbreytinga. Lesa meira
Alþjóðlegur dagur vatnsins

Alþjóðlegur dagur vatnsins - 22.3.2022

Í dag 22. mars halda Sameinuðu þjóðirnar upp á alþjóðlegan dag vatnsins þrítugasta árið í röð. Meginmarkmið dagsins er að hvetja alþjóðasamfélagið til að beina sjónum sínum að heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6, þ.e. að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Í ár beinist athyglin að grunnvatni, sem er aðalundirstaða drykkjarvatns á jörðinni auk þess sem það er notað í matvælaframleiðslu, iðnaði og uppbyggingu hreinlætisaðstöðu um heim allan.
Lesa meira
Gosmynd---Copy

Ár liðið frá upphafi eldgossins við Fagradalsfjall - 19.3.2022

Í dag, 19. mars, er ár liðið frá því að eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Fyrirboða eldgossins í Fagradalsfjalli varð vart í desember 2019 með mikilli  skjálftavirkni  í og við Þorbjörn sem hafði áhrif á allan Reykjanesskagann. Ástæða skjálftanna var kvika sem var að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið við Þorbjörn. Það var síðan þann 24. febrúar 2021 sem virknin byrjaði á ný, þegar krafmiklir skjálftar riðu um Reykjanesskagann og sem fundust víða um landið.  Hrinan hófst með skjálfta við Keili sem var 5,7 að stærð og komu tugir þúsunda skjálfta í kjölfarið á næstu vikum.

Síðustu dagana fyrir eldgosið var skjálftavirknin með minna móti og höfðu engir skjálftar mælst yfir 4 að stærð, en það hafði ekki gerst frá því að skjálftahrinan hófst. Það má segja að það hafi verið lognið á undan storminum. Þann 19. mars kl 20:45 opnaðist sprunga við Fagradalsfjall sem bauð upp á stórfenglega sjón í kvöldbirtunni. Eldgos var hafið.

Lesa meira
Adda Bára Sigfúsdóttir

Adda Bára Sigfúsdóttir jarðsungin í dag - 18.3.2022

Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur og deildarstjóri veðurfarsdeildar Veðurstofu Íslands lést þann 5. mars sl., 95 ára að aldri. Í starfi sínu mótaði Adda Bára ný vinnubrögð og starfsaðferðir við úrvinnslu veðurgagna og ber þá ekki síst að nefna tölvuúrvinnslu þeirra sem hófst snemma á sjöunda áratugnum. Gerð var sérstök úttekt á úrvinnslunni í samstarfi við þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna. Reikniaðferðir voru þá samræmdar og nútímavæddar. Adda Bára átti mjög langan starfsferil á Veðurstofunni, lengt af sem leiðtogi og stjórnandi á mikilvægu fagsviði.

Lesa meira

Jöklavefsjá opnuð - 17.3.2022

Sunnudaginn 20. mars kl. 14 verður íslensk jöklavefsjá islenskirjoklar.is formlega opnuð í stjörnuveri Perlunnar í samstarfi við Náttúruminjasafn Íslands. Jöklavefsjáin kemur upplýsingum um jökla og jöklabreytingar á framfæri við almenning og áhugafólk um náttúruvísindi og áhrif loftslagsbreytinga á náttúru landsins. Hún gefur jafnt vísindamönnum, nemendum í skólum landsins og áhugasömum almenningi kost á að kynna sér jöklamælingar og nálgast mæligögn og aðrar upplýsingar. Samanburðarljósmyndir sem teknar eru á sama stað með sama sjónarhorni sýna skýrt breytingarnar sem eru að verða á íslensku jöklunum með sívaxandi hraða.

Lesa meira

Metfjöldi viðvarana í febrúar - 4.3.2022

jafn margar viðvaranir í febrúar frá því að viðvaranakerfið var tekið upp fyrir fimm árum. Ísland er jafnan í lægðabraut hluta úr hverjum vetri, en á nokkra ára fresti skapast aðstæður í veðrakerfinu sem gera það að verkum að mjög djúpar lægðir myndast hver á eftir annari.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2022 - 2.3.2022

Febrúar var kaldur, snjóþungur og óvenju illviðrasamur um land allt. Nokkur slæm óveður gengu yfir landið, þau verstu þ. 7. og aftur dagana 21. til 22. og ollu töluverðu tjóni. Samgöngur riðluðust margoft í mánuðinum bæði vegna hvassviðris og snjóþyngsla. Mánuðurinn var með snjóþyngri mánuðum í Reykavík um árabil.


Lesa meira

Loftslagsbreytingar eru ógn við velferð fólks og heilsu jarðar - 28.2.2022

Í dag, 28. febrúar, kom út matskýrsla sérfræðingahóps milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC).  Skýrslan er mjög viðamikil og gerir grein fyrir tengslum loftslags, lífræðilegs fjölbreytileika, umhverfis og samfélaga manna og samþættar enn frekar þekkingu náttúru-, umhverfis- félags-, og hagfræða. Loftlagsbreytingar af mannavöldum, þar með taldir tíðari og alvarlegri náttúrváratburðir, hafa valdið viðtækum og neikvæðum áhrifum í náttúrunni og tjóni í samfélögum þrátt fyrir aðlögunaraðgerðir vegna áhrifa loftslagsbreytinga
Lesa meira

Næsti skammtur af viðvörunum - 23.2.2022

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Vestfirði og Breiðafjörð. Í kortunum er norðaustan stormur með vindhraða á bilinu 18 - 28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s. Einnig er spáð talsverðri snjókomu og skafrenning með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra.

Lesa meira

Hættustigi og óvissustigi vegna snjóflóða hefur verið aflýst á Vestfjörðum - 9.2.2022

Uppfært 9.2. kl. 10.00

Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Rýmingarreitur 9 á Ísafirði var rýmdur um tíma, sem og sorpvinnslusvæðið við Funa. Tveir sveitabæir, annar í Skutulsfirði og hinn við Bolungarvík voru einnig rýmdir. Í gærmorgun féll flóð á rýmingarreit 9 sem var rýmdur.

Veðrið er gengið niður á Vestfjörðum, lítil ofankoma en minniháttar skafrenningur í fjöllum. Gert er ráð fyrir að það dragi áfram úr vindi og ofankomu í dag og spáð er hæglætis veðri næstu daga.

Lesa meira

Gular viðvaranir gefnar út fyrir fimm spásvæði - 7.2.2022

Uppfært kl. 14.30

Við bendum á næsta skammt af viðvörunum sem hefur verið gefinn út. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir fimm spásvæði. Við bendum á að mikilli ölduhæð er spáð á miðunum suðvestur og vestur af landinu, allt að 18 m. Þetta hefur áhrif á tvö spásvæði, Faxaflóa og Suðurland, en reikna má með að ölduhæð við ströndina nái 10-12 m og hún nái hámarki á mánudagskvöld og það ástand vari fram á þriðjudag.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2022 - 3.2.2022

Janúar var umhleypingasamur. Hvassviðri voru tíð og töluvert var um samgöngutruflanir og foktjón. Sjór gekk á land og olli tjóni bæði á Austur- og Suðvesturlandi í mánuðinum. Suðvestanáttir voru algengar og úrkomusamt var á Suður- og Vesturlandi. Einkar hlýtt var á Norður- og Austurlandi 20. og 21. dag mánaðarins.


Lesa meira

Jarðskjálftahrina í Borgarfirði - 1.2.2022

Jarðskjálftahrina sem hófst seinnipart desember 2021 vestan við Ok í Borgarfirði stendur enn og hafa um 550 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst.  Skömmu eftir miðnætti síðustu nótt varð skjálfti af stærð 3,7 á svæðinu sem er stærsti skjálftinn hingað til í þessari hrinu og jafnframt sá fimmti yfir þremur að stærð. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að fólk hefði fundið fyrir skjálftanum víðsvegar á Vesturlandi og Höfuðborgarsvæðinu. Upptök skjálftanna í hrinunni eru á lághitasvæði og eru engar vísbendingar um kvikusöfnun.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2021 - 20.1.2022

Veðurfar ársins 2021 var hagstætt, tíð var góð og illviðri fátíð. Hiti var rétt yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og það var tiltölulega þurrt um land allt. Árið var óvenju snjólétt suðvestanlands. Alhvítir dagar voru aðeins 17 í Reykjavík og hafa aðeins einu sinni verið færri. Sumarið var óvenju hlýtt, sólríkt og þurrt á Norður- og Austurlandi. Víða var sumarið það hlýjasta frá upphafi mælinga í þessum landshlutum og allmörg hitamet voru slegin. Mánaðarmeðalhiti fór m.a. yfir 14 stig á nokkrum veðurstöðvum í sumar en meðalhiti eins mánaðar á Íslandi hafði aldrei áður farið yfir 14 stig á nokkurri stöð. Árið var það næstsólríkasta frá upphafi mælinga á Akureyri.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga - 5.1.2022

Uppfært 7.1. kl15:06

Þeirri jarðskjálftahrinu sem hófst þann 21. Desember við Fagradalsfjall hefur nú slotað. Aflögun hefur ekki átt sér stað síðan þann 28. Desember samkvæmt mælingum úr GPS stöðvum og frá InSAR myndum. Það er því metið sem svo að þessari kviðu sé að líkindum lokið og litlar líkur á því að eldgos muni hefjast að svo stöddu. Vegna þessa hefur Veðurstofan breytt fluglitakóðanum í gulann . Veðurstofan mun halda áfram að fylgjast náið með svæðinu og öllum mögulegum breytingum sem geta orðið.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2021 - 4.1.2022

Desember var hægviðrasamur og tíð almennt góð. Að tiltölu var snjólétt á landinu, einkum um miðbik mánaðar. Undir lok mánaðar snjóaði töluvert á Norðausturlandi og var jafnfallinn snjór á Akureyri 47 cm á gamlársdag. Fyrri hluti mánaðar var þurr á Norðurlandi á meðan úrkomusamara var suðvestanlands. Síðari hluti mánaðarins var hins vegar þurr á Suðvesturlandi og kviknuðu víða gróðureldar um áramótin í tengslum við flugelda. Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica