Fréttir
The-state-of-the-global-climate-2021_2022-05-17_151326
Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins - „State of the Global Climate“

Ný met slegin á árinu 2021 ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga

Síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.

19.5.2022

Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) gaf út í dag skýrslu um ástand loftslagsins  - „State of the Global Climate“. Skýrslan er samantekt sem unnin er af fjölmörgum stofnunum og vísindamönnum og lýsir ástandi loftslags jarðar og afleiðingum loftslagsbreytinga.

Í skýrslunni fyrir árið 2021 kemur fram að ný met voru slegin á árinu ef litið er til lykilþátta loftslagsbreytinga – magns gróðurhúsalofttegunda, hækkunar sjávarborðs, sjávarhita og sýrustigs sjávar.

Í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kemur fram að þetta sé enn eitt óhrekjanlegt merki þess að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru að leiða til hnattrænna breytinga á landi, í hafi og í andrúmslofti, sem hafi skaðleg og varanleg áhrif á sjálfbæra þróun og vistkerfi jarðar. Einnig kemur fram í skýrslunni að síðustu sjö ár hafa verið þau heitustu á jörðinni frá því að mælingar hófust.

Veðuröfgar- ein birtingarmynd loftslagsbreytinga – hafa valdið mörg þúsund milljarða fjárhagslegu tjóni, miklu manntjóni og dregið verulega úr lífsgæðum. Að auki hafa veðuröfgar dregið úr fæðu- og vatnsöryggi sem og valdið fólksflótta sem hefur aukist árið 2022.

Við kynningu á skýrslunni, sem er leiðandi rit Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar ár hvert, hvatti António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna eindregið til þess að nýta þær lausnir “sem blasa við” til þess að umbreyta orkukerfum jarðar þannig að þau rati út úr þeirri “blindgötu” sem notkun jarðefnaeldsneytis er.

1290_Statement_2021_-lykilskilabod-isl-1.UPPFAERTpng

Nánar um skýrsluna á heimasíðu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO


 





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica