Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt 5-10 m/s, en 10-18 austantil, en lægir með morgninum. Skýjað að mestu norðan- og austanlands og rigning með köflum, annars víðast bjartviðri. Fremur hæg breytileg átt eftir hádegi, skýjað og dálítil væta um austanvert landið, en léttskýjað vestantil. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands, en heldur svalara að norðaustanverðu.
Spá gerð: 06.07.2020 05:02. Gildir til: 07.07.2020 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag og miðvikudag:
Hæg vestlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og líkur dálitlum síðdegisskúrum, einkum sunnantil. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag:
Norðvestan 5-13 m/s, hvassast við norðausturströndina. Skýjað að mestu og rigning norðaustanlands, en bjart með köflum um sunnanvert landið. Kólnar norðaustantil.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir vestanátt. Skýjað með dálítilli vætu um landið vestanvert og kólnar heldur þar, annars bjart með köflum og milt í veðri.

Á sunnudag:
Líkur á fremur hægri suðvestanátt. Skýjað að mestu og dálítil væta um vestanvert landið. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 05.07.2020 21:14. Gildir til: 12.07.2020 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í nótt hefur verið allhvass vindur við norðausturströndina sem og syðst á austfjörðum og austan Öræfa. Dregur úr vindi er líður að hádegi og verður fremur hæg breytileg átt á landinu það sem eftir lifir dags. Skýjað, lítilsháttar væta og fremur svalt verður austantil á landinu, en bjartviðri og hiti að 18 stigum um landið vestanvert.

Á morgun snýst í hæga vestlæga átt sem verður ráðandi á landinu næstu daga. Bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum víða um landið, einkum sunnanlands.

Á fimmtudag er útlit fyrir norðvestanátt með skýjuðu og svölu veðri norðaustanlands en annars verður bjart og milt veður. Um helgina verða vestanáttir ríkjandi, skýjað að mestu og dálítil væta vestantil en bjartara yfir og hlýrra austanlands.
Spá gerð: 06.07.2020 06:51. Gildir til: 07.07.2020 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica