Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Austlæg átt, víða 8-15 m/s og rigning með köflum í dag, einkum suðaustanlands, en yfirleitt þurrt á Norður- og Norðvesturlandi fram undir kvöld. Hiti 2 til 9 stig.

Austan og suðaustan 5-13 á morgun. Væta öðru hverju, en úrkomulítið norðaustanlands. Snýst í norðanátt síðdegis með rigningu eða slyddu, en styttir upp vestantil á landinu. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 20.02.2025 03:37. Gildir til: 21.02.2025 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s og væta með köflum, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig. Snýst í norðanátt seinnipartinn með rigningu eða slyddu, en styttir upp vestantil.

Á laugardag:
Vestan 10-15 norðaustanlands og slydda eða snjókoma, annars hægari og úrkomulítið. Vestlæg eða breytileg átt 5-13 eftir hádegi og stöku skúrir eða él. Hiti um eða yfir frostmarki.

Á sunnudag:
Norðaustan 10-18 og rigning eða slydda, hiti 1 til 7 stig. Lægir sunnan- og austantil síðdegis.

Á mánudag:
Norðvestanátt og snjókoma eða él, einkum norðanlands, en þurrt á suðaustanverðu landinu. Kólnar í veðri.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Suðvestanátt og él, en bjartviðri á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 6 stig.
Spá gerð: 19.02.2025 20:00. Gildir til: 26.02.2025 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Víðáttumikið lægðasvæði suðvestur í hafi beinir til okkar mildri austan- og suðaustanátt, víða kalda eða strekkings vindi. Rigning eða súld öðru hverju, einkum á Suðausturlandi. Á Norður- og Norðvesturlandi verður þó yfirleitt þurrt fram undir kvöld.

Heldur hægari vindur þegar kemur fram á morgundaginn og væta með köflum um sunnan- og vestanvert landið. Síðdegis er búist við að lægð fari til norðurs skammt fyrir austan land og það snúist í norðanátt á Austurlandi með rigningu eða slyddu.
Spá gerð: 20.02.2025 06:27. Gildir til: 21.02.2025 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica