Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðan og norðaustan 8-15 m/s, en hvassari á stöku stað. Él N- og A-til, en bjart með köflum á S- og V-landi. Frost 0 til 8 stig og herðir frekar á frosti í kvöld.
Heldur hægari á morgun og dregur úr éljum. Frost 4 til 15 stig, midast við S-ströndina.
Spá gerð: 12.12.2019 04:10. Gildir til: 13.12.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, skýjað og dálítil él á N- og A-landi. Bjart með köflum annars staðar, en stöku él syðst á landinu. Frost 5 til 15 stig.

Á laugardag:
Norðlæg átt og stöku él með N-ströndinni, annars víða bjart. Áfram kalt í veðri.

Á sunnudag og mánudag:
Stíf norðaustanátt með ofankomu, einna helst norðvestantil, en þurrt S-til á landinu. Minnkandi frost.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Líkur á áframhaldandi norðlægri átt með éljum við N- og A-ströndina, en annars þurrt. Frost 0 til 8 stig, mildast við ströndina.
Spá gerð: 11.12.2019 20:27. Gildir til: 18.12.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Áframhaldandi norðlæg átt fram yfir helgi, sums staðar allhvass eða hvass. Éljagangur, einkum bundinn við norðanvert landið og á köflum austantil líka, en bjart með köflum sunnan- og vestanlands. Kólnar smám saman og fremur kalt um helgina. Dregur svo úr frosti í næstu viku.
Spá gerð: 12.12.2019 06:39. Gildir til: 13.12.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica