Austan og norðaustan 13-23 m/s og snjókoma í nótt.
Austan og norðaustan 10-18 eftir hádegi á morgun, en 18-23 norðvestantil. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti um og undir frostmarki, en rigning syðst og frostlaust þar.
Spá gerð: 17.01.2025 21:29. Gildir til: 19.01.2025 00:00.
Á sunnudag:
Norðaustan og austan 10-18 m/s, en 18-23 syðst á landinu. Úrkomulítið á Vesturlandi, annars snjókoma eða slydda með köflum og talsverð ofankoma á Austfjörðum. Hiti um og undir frostmarki.
Á mánudag:
Norðaustan 10-15, en 15-20 við austurströndina. Snjókoma norðaustan- og austanlands, él norðvestantil en að mestu þurrt annars staðar. Frost 0 til 4 stig.
Á þriðjudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum.
Á miðvikudag:
Suðaustlæg átt, víða bjartviðri og kalt, en lítilsháttar skúrir eða él og hiti 0 til 4 stig við suður- og vesturströndina.
Á fimmtudag:
Austanátt og yfirleitt þurrt, en smáél syðst. Kalt í veðri.
Á föstudag:
Austanátt, skýjað og slydda eða snjókoma með köflum sunnan- og austanlands.
Spá gerð: 17.01.2025 20:15. Gildir til: 24.01.2025 12:00.
Það hefur verið kalt og rólegt veður á landinu í dag. Nú eru breytingar í vændum, því seinnipartinn eru að nálgast skil úr suðri með hvassri norðaustlægri átt og snjókomu. Skilin koma fyrst inn á syðsta hluta landsins í kvöld og fljótlega færist hríðarveðrið einnig á Austfirði og síðan í nótt og fyrramálið yfir á norðanvert landið einnig. Á morgun má nokkuð víða búast við vindi og ofankomu á landinu. Í fyrramálið verður hvassast og mest úrkoma austanlands. Eftir hádegi skánar veður austantil, en þá verður versta veðrið á norðvestanverðu landinu eða hvassviðri/stormur og snjókoma með köflum.
Samkvæmt spám eiga áðurnefnd skil að liggja yfir landinu einnig á sunnudag og gæti veður þá versnað aftur á austanverðu landinu.
Í grófum dráttum verður að gera ráð fyrir að færð gæti spillst nokkuð víða um land um helgina, sérílagi á fjallvegum. Ferðalöngum er ráðlagt að kanna aðstæður á vegum hjá Vegagerðinni áður en lagt er af stað og kynna sér veður og veðurspá.
Að lokum er vert að taka fram að ekki er útlit fyrir óveður á höfuðborgarsvæðinu.
Spá gerð: 17.01.2025 16:23. Gildir til: 18.01.2025 00:00.