Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vestan og suðvestan 5-13 m/s, en 10-15 á norðvestanverðu landinu. Skýjað og súld eða dálítil rigning, en bjart með köflum og lengst af þurrt á austurhelmingi landsins.

Lítilsháttar væta á morgun, en skýjað með köflum og þurrt austantil.

Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 01.06.2023 10:16. Gildir til: 03.06.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Suðvestan og vestan 5-10 m/s, en 10-15 norðvestantil og með suðausturströndinni. Súld eða dálítil rigning með köflum vestan- og norðvestanlands, annars bjartara og yfirleitt þurrt, en líkur á þokulofti við ströndina. Hiti 8 til 19 stig, hlýjast fyrir austan.

Á sunnudag (sjómannadagurinn), mánudag og þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, yfirleitt 3-8 m/s. Skýjað með dálítilli þokusúld á vestanverðu landinu, en að mestu bjart austantil. Hiti 8 til 16 stig.

Á miðvikudag:
Suðvestanátt og rigning með köflum, en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 01.06.2023 07:50. Gildir til: 08.06.2023 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Um 600 km suður af landinu er öflug hæð sem stjórnar veðrinu hjá okkur þessa dagana. Það eru því áfram vestlæg átt með skýjuðu veðri og dálítilli vætu af og til vestantil, en á austanverðu landinu verður bjart með köflum en líkur á lítilsháttar vætu norðaustanlands síðdegis. Víðast hvar verður vindur á bilinu 5-13 m/s, en á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra verða 10-15 m/s.

Á morgun verður mjög svipað veður, en þó heldur þungbúnar austanlands en í dag.

Hiti 8 til 20 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð: 01.06.2023 06:41. Gildir til: 02.06.2023 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica