Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðan 5-13 m/s og skúrir eða él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða.

Snýst í austlæga átt 3-10 á morgun. Þykknar upp með rigningu á köflum sunnanlands, en minnkandi skúrir eða él á norðanverðu landinu. Hiti 2 til 10 stig á morgun, mildast syðst.
Spá gerð: 21.09.2023 22:00. Gildir til: 23.09.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag (haustjafndægur):
Austan og suðaustan 5-10 m/s, en 10-18 með suðurströndinni. Rigning um tíma sunnan- og vestanlands, en lengst af þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:
Norðaustan 10-18 en heldur hvassara á Vestfjörðum. Víða rigning en úrkomulítið um landið suðvestanvert fram að kvöld. Hiti 2 til 8 stig, svalast í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðan- og norðaustanátt 8-15 og súld eða rigning með köflum norðan- og austanlands, hiti 2 til 6 stig. Þurrt að kalla sunnan heiða og hiti 6 til 10 stig yfir daginn.

Á miðvikudag:
Ákveðin norðlæg átt og víða rigning en bjart að mestu suðvestantil. Hiti 2 til 8 stig, svalast á Vestfjörðum.

Á fimmtudag:
Norðlæg eða breytileg átt og rigning en lengst af þurrt sunnan- og austantil. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 21.09.2023 20:57. Gildir til: 28.09.2023 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag var norðan kaldi eða strekkingur á landinu. Það voru skúrir norðan- og austanlands, en él til fjalla því kalt loft hefur dregist yfir með norðanáttinni. Sunnan heiða var léttskýjað og sólin yljar og þegar þetta er skrifað hefur hlýjast mælst 12.4 stig á Önundarhorni sem er syðst á landinu og 11.9 stig á Kirkjubæjarklaustri.

Á morgun snýst í austlæga átt og vindhraði yfirleitt minni en í dag. Dálítil regnsvæði fikrar sig inn á sunnanvert landið og því rignir svolítið öðru hvor á þeim slóðum. Norðantil á landinu verða áfram skúrir eða él sem fara minnkandi þegar líður á daginn.
Spá gerð: 21.09.2023 15:35. Gildir til: 22.09.2023 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica