Suðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast norðvestantil og víða rigning eða súld, en bjartviðri norðaustanlands.
Dregur úr vindi og úrkomu í fyrramálið, fyrst vestantil, en þurrt að mestu norðan- og austanlands. Gengur í suðaustan 8-13 með rigningu sunnan- og vestanlands annað kvöld.
Hiti yfirleitt 5 til 13 stig, svalast norðvestantil.
Spá gerð: 03.11.2024 22:10. Gildir til: 05.11.2024 00:00.
Á þriðjudag:
Suðaustlæg átt 10-18 m/s, hvassast vestantil. Rigning eða súld, en lengst af þurrt á norðanverðu landinu. Talsverð úrkoma sunnanlands um kvöldið. Hiti 6 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Suðlæg átt 8-13 og bjart með köflum, en stöku skúrir á norðanverðu landinu framan af degi. Gengur í austan 10-18 um kvöldið, með rigningu sunnanlands og slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Kólnandi veður, hiti 0 til 6 stig seinnipartinn.
Á fimmtudag:
Vestan og suðvestan 13-20 og skúrir, en norðaustanátt með éljum á Vestfjörðum. Úrkomulítið norðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Austlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Hiti um frostmarki en allt að 5 stigum við suðurströndina. Hvessir með rigningu og hlýnar sunnanlands um kvöldið.
Á laugardag:
Suðlæg átt og skýjað. Víða dálítil væta, en bjart að mestu norðaustantil. Vaxandi austanátt með rigningu um kvöldið, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast syðst á landinu.
Á sunnudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með rigningu víða um land, en snjókomu norðvestantil.
Spá gerð: 03.11.2024 20:46. Gildir til: 10.11.2024 12:00.
Lægðasvæði á Grænlandhafi hreyfisf norður og úrkomusvæði hennnar á leið norður yfir landið. Því áfram stíf suðlæg átt og rigning víða um land, en bjart með köflum norðaustantil. Lægasvæðið fjarlægðist í nótt og lægir því og rofar til í fyrramálið, fyrst vestantil og léttir til á Norður- og Austurlandi. Ný lægð nálgast að sunnan og gengur því í vaxandi suðaustanátt um kvöldið og fer að rigna sunnan- og vestanlands. Hiti víða 8 til 13 stig, en kólnar heldur á Vestfjörðum síðdegis á morgun.
Á þriðjudag gengur á með stífri suðaustanátt með rigningu eða súld öðru hvoru, en yfirleitt bjartviðri á Norðurlandi og áfram fremur hlýtt í veðri. Hægari vindur og úrkomulítið um tíma á miðvikudag, en ný lægð sækir að um kvöldið.
Spá gerð: 03.11.2024 16:17. Gildir til: 04.11.2024 00:00.