Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Ákveðin norðaustanátt um landið norðvestanvert í fyrstu, en annars hægari breytileg átt og kólnar. Úrkomulítið víðast hvar, en lægir og birtir víða til í kvöld og hiti um og undir frostmarki í nótt. Vaxandi austan og norðaustanátt á morgun og hlýnar, 10-18 eftir hádegi, en 18-25 allra syðst með rigningu. Norðaustan 10-23 annað kvöld, hvassast um landið norðvestanvert. Talsverð rigning fyrir austan, en annars úrkomuminna. Hiti 2 til 9 stig, hlýjast syðst.
Spá gerð: 25.10.2021 15:06. Gildir til: 27.10.2021 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 10-18 m/s og rigning eða slydda, hvassast um landið norðvestanvert, en hægari og lengst af úrkomulítið sunnanlands. Hiti 1 til 7 stig.

Á föstudag og laugardag:
Ákveðin norðaustanátt norðvestantil og rigning eða slydda, en annars hægari og rigning af og til. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag:
Útlit fyrir fremur hæga norðanátt. Skýjað og úrkomulítið og kólnar heldur.
Spá gerð: 25.10.2021 08:31. Gildir til: 01.11.2021 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Tvær minniháttar lægðir hringsóla út af Norður- og Austurlandi og úrkomukerfi þeim tengd hreyfast yfir landið. Norðaustlæg átt ríkjandi, allhvöss eða hvöss á Vestfjörðum, en annars hægari, en lægir smám saman síðar í dag og rofar til. Við Nýfundnaland er vaxandi lægð á hreyfingu norðaustur og hennar fer að gæta á morgun, með austanhvassviðri eða -stormi og rigningu syðst á landinu seinni partinn. Heldur hægara og úrkomuminna fyrir norðan, en rignir einnig talsvert austanlands um kvöldið og hlýnar. Á miðvikudag er spáð norðaustanátt með rigningu víða á landinu og slyddu til fjalla, en þurrviðri suðvestan til og heldur kólnandi veðri.
Spá gerð: 25.10.2021 06:08. Gildir til: 26.10.2021 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica