Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 5-10 og dálítil él N-til á landinu í dag. Bjart veður sunnan heiða, en skúrir á stöku stað síðdegis. Hiti 0 til 10 stig, hlýjast S-lands. Norðaustan 10-18 og víða rigning á morgun. Norðaustan 8-13 á NA-verðu landinu og slydda eða snjókoma fram eftir morgni, en úrkomulítið síðdegis.
Spá gerð: 22.04.2019 10:27. Gildir til: 24.04.2019 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austlæg átt, víða 8-13 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 6 til 14 stig.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austan 8-15 m/s og bjartviðri, en skýjað með köflum S-til á landinu og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig.

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt og milt veður. Rigning með köflum, en úrkomulítið N-lands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir austan- og norðaustanátt með lítilsháttar vætu í flestum landshlutum.
Spá gerð: 22.04.2019 08:15. Gildir til: 29.04.2019 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Vetrarlegt veður á norðurlandi í dag, svalt og dálítil él, en slydda norðaustantil fram eftir morgni. Mun vorlegra veður sunnanlands, sólríkt og fremur milt, en þar má búast við vaxandi skúramyndunum þegar líður á daginn. Skil ganga vestur yfir landið á morgun með vaxandi vindi og úrkomu og hlýnar heldur í veðri fyrir norðan. Úrkoman verður yfirleitt í formi rigningar sunnan- og vestanlands, en slydda eða jafnvel snjókoma norðan og austanlands fyrripart dags, en fer yfir í rigningu þegar líður á daginn. Snýst í suðaustanátt og dregur úr úrkomu annað kvöld, fyrst austantil á landinu. Hitaskil fara síðan vestur yfir landið á miðvikudag með rigningu og hlýnar enn frekar í veðri. Besti dagur vikunnar verður að öllum líkindum sumardagurinn fyrsti, en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri.
Spá gerð: 22.04.2019 06:40. Gildir til: 23.04.2019 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica