Spurt og svarað

Spurt og svarað

Svör við nokkrum helstu spurningum notenda um vefinn

Leiðbeiningar fyrir veðurviðvaranakerfi VÍ tekið í notkun 2017

Spurningalisti

Svör

Af hverju er munur á textaveðurspá og staðaspá?

Það er eðlilegt að munur geti verið á textaveðurspám og staðaspám. Þegar munur er á spánum skal farið eftir textaspánni.

Staðaspár byggjast á útreikningi úr veðurspálíkönum, einu eða fleirum. Veðurfræðingur skrifar textaspár sem byggðar eru á öllum gögnum sem Veðurstofan hefur undir höndum. Þegar misræmi er í gögnunum leggur veðurfræðingur mat á þau og skrifar veðurspá sem líklegust er til að ganga eftir.

Textaspár lýsa veðurhorfum í heilum landshlutum en staðaspár eru sjálfvirkar veðurspár sem framleiddar eru fyrir ákveðinn stað. Oft er talsverður munur á veðri innan sama landshlutans.

Hvernig finn ég veðrið erlendis?

Veðurkort sem sýna veðurspár og veðurathuganir fyrir nokkrar helstu borgir á Norðurlöndum, í Evrópu og N-Ameríku, hafa ekki verið útfærð. Til stendur að gera það en mörg önnur verkefni hafa hærri forgang. Þangað til það verður gert vísum við á erlent veður á vef dönsku veðurstofunnar eða norsku veðurstofunnar.

Við mælum með því að þeir sem eru á leið til Evrópu fylgist með vefnum meteoalarm.eu/

Af hverju eru útprentanir ekki eins og skjámyndirnar?

Margt af því sem sést á skjánum hefur ekkert hagnýtt gildi í útprentunum: Valmyndir, hnappar, leitarbox o.s.frv. Það hentar heldur ekki að nota sama letrið sökum þess að auðlesið letur á skjá getur orðið illlesanlegt í útprentun.

Litasamsetningin á vefnum er brengluð. Hvað á ég að gera?

Útlit vefsins hefur sennilega breyst yfir í les- og litblinduútlitið. Útlitið breytist við það að stutt er á "Nota mínar letur- og litastillingar" -hnappinn sem er blár hnappur efst á síðunni. Þetta er sérstakt útlit sem gert er fyrir fólk með lestrartruflanir og hægt er að stilla fyrir hvern og einn.

Þú kemst til baka í venjulegt útlit með því að styðja á vísunina "Nota mínar stillingar" efst á síðunni og síðan á "Venjulegt útlit" sem einnig er efst á síðunni.

Af hverju birtist skráningarform flugmanna ekki alltaf á sama tungumáli?

Skráningarformið á Pirep síðunum, sem ætlað er fyrir tilkynningar frá flugmönnum (pilot report), birtist á íslensku ef vafri notandans er stilltur á íslensku en annars birtist skráningarformið á ensku. Þetta gildir einnig um enska vefinn: Þeir notendur sem ræsa hann úr íslenskum vafra fá skráningarformið á íslensku en erlendir notendur enska vefsins fá skráningarformið á ensku.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica