Persónuvernd

Persónuvernd á vedur.is

Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Veðurstofu Íslands er í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar sem byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga á vedur.is

Vefsvæði Veðurstofunnar safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. Umferð um svæðið er mæld með Google Analytics og Modernus teljaranum sem nýta vefkökur (cookies) en þær upplýsingar um notkun sem við höfum aðgang að eru ekki persónurekjanlegar.

Innsend gögn

Þegar notandi sendir okkur almenna fyrirspurn í gegnum vefform er þar beðið um þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að við getum svarað fyrirspurninni (á borð við nafn, netfang og símanúmer). Það sama á við ef fyrirspurn er send með tölvupósti.

Eftir að almenn fyrirspurn hefur borist okkur er unnið með upplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar.

Milliliður í móttöku fyrirspurna er vefkerfi þjónustuaðila okkar sem hýst er í skýjalausn innan Evrópu [á vefþjóni staðsettum á Íslandi]. Innsendum gögnum er eytt úr vefkerfinu innan 180 daga og þar fer ekki fram nein frekari söfnun eða úrvinnsla gagna en fyrirspurnir eru vistaðar í skjalavörslukerfi Veðurstofunnar á vefþjóni staðsettum á Ísland og skilað til þjóðskjalasafns til varðveislu í samræmi við lög um opinber skjalasöfn. 

Þegar notandi sendir okkur tilkynningu um jarðskjálfta, vatnsflóð, veðurfyrirbrigði eða snjóflóð er beðið um upplýsingar um tilkynnanda og eru þær upplýsingar geymdar í gagnagrunni Veðurstofunnar til frambúðar en unnið er með upplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Veðurstofunnar.

Þegar óskað er eftir veðurvottorði er auk ofangreindra upplýsinga óskað eftir kennitölu til þess að hægt sé að senda reikning á beiðanda.

Persónuverndarfulltrúi

Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að upplýsa viðkomandi stofnun eða fyrirtæki og starfsmenn þeirra um skyldur samkvæmt persónuverndarlögum, sinna þjálfun starfsfólks, framkvæma úttektir, veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar. Persónuverndarfulltrúi tekur jafnframt á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem verið er að vinna með upplýsingar um. Þá skal persónuverndarfulltrúinn vera tengiliður við Persónuvernd og vinna með henni, sem og fylgjast með því að farið sé að persónuverndarlögum.

Persónuverndarfulltrúi er Hrafnhildur Valdimarsdóttir. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 522-6000 eða senda tölvupóst á netfangið personuvernd@vedur.is.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica