Laus störf

Sumarstörf á Veðurstofunni

Átak félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar

Veðurstofa Íslands tekur þátt í átaki félagsmálaráðuneytisins og Vinnumálastofnunar um að bjóða sumarstörf fyrir námsmenn. Alls eru 31 störf í boði á Veðurstofunni í sumar fyrir námsmenn sem eru á milli anna í háskólanámi sínu og eru 18 ára á árinu eða eldri. Miðað er við að ráðningartímabilið sé um það bil tveir mánuðir.

Störfin eru fjölbreytt og tilheyra öllum sviðum Veðurstofunnar. Hér fyrir neðan er stutt lýsing á störfunum og hvaða svið þau tilheyra.

Sækja þarf um störfin á vef Vinnumálastofnunar.

Umsóknarfrestur er til og með 8. júní 2020.

Störf á Úrvinnslu- og rannsóknasviði

Störfin eru fjölbreytt og henta þeim sem stunda nám á sviði raunvísinda, tölvunar- eða verkfræði. Sum starfanna gera kröfu um tölvufærni, góða þekkingu á R og tölulegri úrvinnslu gagna. Eins geta störfin hentað þeim sem eru stunda grunn- eða meistaranám á sviði náttúruvísinda.

Í boði eru 9 störf:

 • Þróun gaseftirlitskerfis
 • Aðstoð við þróun gasmælitækja
 • Úrvinnsla á vindsjárgögnum
 • Aðstoð við þróun á rauntímaeftirlitskerfi til að sannreyna veðurspár
 • Útfærsla á aðferðum við mat á breytingum á sjávarflóðahættu
 • GIS úrvinnsla á gögnum yfir manngerðar breytingar á vatnsfarvegum
 • Gagnasöfnum vegna hættumatsverkefna
 • Innsetning gagna um íslensk gjöskulög í ASKA-Gagnagrunninn
 • Þróun og uppsetning á sjálfvirkri úrvinnslu og myndvinnsluferli fyrir samfelld GPS gögn

Nánar um þessi störf á vef Vinnumálastofnunar

Störf á Athugana- og tæknisviði

Störfin eru fjölbreytt og henta þeim sem stunda nám í tölvunarfræði eða verkfræði. Umsækjendur þurfa í einhverjum tilfellum að hafa töluverða tölvuþekkingu s.s. í SQL python- og vefforritun. Önnur störf eru tækifæri fyrir þá sem stunda nám í náttúruvísindum og hafa áhuga á veðurfræði, mælitækni og jafnvel sagnfræði.

Í boði eru 5 störf:

 • Þróun eftirlitskerfa, kortlagning samskiptaleiða
 • Vefforritun vegna eftirlitskerfa fyrir mælikerfi
 • Skönnun og stafræn skráning vatnshæðarmæligagna
 • Skráning og úrvinnsla veðurathuganna.
 • Skráningar í tækja- og stöðvagagnagrunn

Nánar um þessi störf á vef Vinnumálastofnunar

Störf á Eftirlits- og spásviði

Störfin eru fjölbreytt og henta þeim sem stunda nám í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði. Önnur störf henta nemum í jarðeðlisfræði sem kunna forritun t.d. í Python og C forritun og þekkja tímaraðir. Eins er að finna starf sem henta þeim stunda stunda nám í félagsfræði og/eða tungumálum.

Í boði eru 5 störf:

 • Breyta, bæta og hanna nýja forritunareiningu fyrir jarðskjálftaóróa
 • Gufusprengingar rýndar í jarðskjálftagögnum
 • Útfærsla á leiðbeiningum um náttúruvá á Íslandi fyrir nýbúa í samvinnu við Rauða Krossinn og Almannavarnir
 • Greining á áhrifum litakóðaðra veðurviðvarana og viðhorfskönnun meðal íbúa ofanflóðasvæða
 • Þróun smáforrits (App) fyrir flugmenn

Nánar um þessi störf á vef Vinnumálastofnunar

Störf á Upplýsingatæknisviði

Störfin henta þeim sem stunda nám í kerfis-, tölvunar- eða verkfræði.

Í boði eru 2 störf:

 • Ýmis verkefni er tengjast upplýsingatækni, þróun hugbúnaðar og kerfisreksturs
 • Sérfræðingur í notendaþjónustu

Nánar um þessi störf á vef Vinnumálastofnunar

Starf á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar á Ísafirði

Starfið hentar þeim sem stunda nám í náttúruvísindum, t.d. jarð- eða landafræði. Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslensku og góð kunnátta í LUK (GIS) er æskileg.

 • Úrvinnsla og skráning ofanflóðagagna

Nánarum þetta starf á vef Vinnumálastofnunar

Störf á Skrifstofu forstjóra

Annað starfið hentar þeim sem stunda nám í hugvísindum eða á sviði mannauðstjórnunar. Hitt starfið hentar þeim sem stunda nám í upplýsinga-, skjala-, eða safnfræði.

Í boði eru 2 störf:

 • Greining mannauðstengdra upplýsinga
 • Vinna við skjala- og bókasafn Veðurstofunnar

Nánar um þessi störf á vef Vinnumálastofnunar

 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica