Laus störf

Vöktun og mat á snjóalögum og veðri í Eyjafirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í starf við eftirlit og snjóathuganir á Seyðisfirði. Um er að ræða starf í tímavinnu, sem alla jafna er unnin á tímabilinu 15. október til 15. maí. Sá sem sinnir snjóathugunum fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðarlag og aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinnir viðkomandi reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.

Lesa meira

Aðstöð við vöktun, mat á ofanflóðahættu, snjóalögum og veðri á Seyðisfirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í starf við eftirlit og snjóathuganir á Seyðisfirði. Sá sem sinnir snjóathugunum fylgist með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðarlag og aðstoðar við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinnir viðkomandi reglulegum mælingum á snjó, mælir snjóflóð sem falla og skrifar um þau skýrslur.

Lesa meira

Sérfræðingur í kerfisþróun/DevOps

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í DevOps til að sinna kerfisþróun, rekstri og viðhaldi á sérhæfðum miðlægum kerfum Veðurstofunnar.  Viðkomandi mun starfa á upplýsingatæknisviði. „Framsækni og áreiðanleiki“ eru tvö af gildum Veðurstofu Íslands og endurspeglast þau í víðtæku starfsumhverfi upplýsingatæknisviðs. Sviðið sér um rekstur upplýsingatæknikerfa, notendaþjónustu, kerfisþróun, DevOps og hugbúnaðarþróun. Eins leggur upplýsingatæknisvið til sérfræðiþekkingu og ráðgjöf á vettvangi upplýsingatækni sem styður við hlutverk Veðurstofu Íslands sem sinnir eftirliti og rannsóknum á náttúru Íslands. Á sviðinu starfa að jafnaði um 18 starfsmenn.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica