Laus störf

Viltu byggja brú milli vísinda og samfélags?

Starf yfirmanns á nýrri skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar laust til umsóknar.

Veðurstofa Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf yfirmanns nýrrar skrifstofu loftslagþjónustu og aðlögunar. Verkefni skrifstofunnar henta þeim sem búa yfir getu til að leiða fólk til samvinnu og árangurs í að takast á við áskoranir tengdar aðlögun að loftslagsbreytingum.

Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar er nýr og mikilvægur vettvangur sem mun þjónusta brýn verkefni á sviði aðlögunar vegna áhrifa loftslagsbreytinga á Íslandi.

Ný skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar var kynnt á ársfundi Veðurstofunnar.

Lykilhlutverk - Miklar áskoranir

Veðurstofa Íslands veitir skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar forstöðu og verður skrifstofan staðsett á Veðurstofunni og heyrir nýr yfirmaður beint undir forstjóra. Yfirmaður skrifstofunnar mun gegna lykilhlutverki í spennandi uppbyggingarstarfi með miklum áskorunum sem kalla á nýjar úrlausnir og mikla samvinnu ólíkra hagsmunaaðila.

Helstu verkefni skrifstofu loftlagsþjónustu og aðlögunar eru:

 • Þjónusta og leiða samvinnu á sameiginlegum vettvangi fyrir vísindasamfélagið, fagstofnanir og hagaðila hvað varðar aðlögun
 •  Að leggja til sviðsmyndir af loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, auk þess að miðla niðurstöðum vöktunar á afleiðingum þeirra.
 •  Þjónusta við þverfaglega vísindanefnd sem skipuð er af ráðherra og við útgáfu reglubundinna skýrslna um afleiðingar loftslagsbreytinga, aðlögunarþörf og áhættugreiningar. 
 •  Þjónusta og utanumhald um verkefni á grundvelli áætlunar um aðlögun; uppbygging tengslanets; úttekt á aðlögunarþörf og vinna samkvæmt forgangsröðun verkefna eftir markaðri stefnu hvað varðar aðlögun.
 •  Samantekt gagna og upplýsinga frá fagstofnunum og öðrum samstarfsaðilum og miðlun þeirra til almennings og hagaðila m.a. með vefþjónustu, skýrslum og fræðslu.
 •  Sinna verkefnum á vettvangi IPCC (National Focal Point), Þar á meðal kynning á innihaldi IPCC skýrslna og umsjón með gerð íslenskra útdrátta úr skýrslunum. 
 •  Sinna loftslagsþjónustu í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, m.a. Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), og Kópernikusaráætlunina.

 

Hlutverk og helstu verkefni yfirmanns skrifstofunnar  má nefna:

 • Leiða samvinnu og samskipti við samstarfsaðila og fagstofnanir um einstök verkefni tengd aðlögunaráætlun stjórnvalda.
 • Umsjón daglegra verkefna  skrifstofunnar, ásamt verkefnastjórnun og eftirfylgni þeirra verkefna sem skrifstofunni er ætlað að leiða.
 • Annast samskipti og þjónustu við vísindanefnd um loftlagsbreytingar og við útgáfu skýrslna Vísindanefndar , heldur utan um gögn nefndarinnar, sem og kynningu og miðlun efnis úr skýrslunum.
 • Annast samantekt og miðlun á árangri verkefna og aðgerða innan áætlunar stjórnvalda hvað varðar aðlögun.
 • Ber ábyrgð á samskiptum, og sinnir verkefnum er falla undir hlutverk Veðurstofu Íslands sem tengiliður fyrir IntergovernmentalPanel on Climate Change (IPCC).
 • Ábyrgð á verkefnum tengdum loftslagsþjónustu í samvinnu við samstarfsnet Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar(WMO), samstarfsaðila og starfsmanna stofnunarinnar.
 • Heldur utan um þá miðla sem skrifstofan heldur úti s.s. gagnagáttir, vefsíður, samfélagsmiðla eða aðrar miðla.


Menntunar og hæfniskröfur:

 • Framhaldsháskólapróf sem nýtist í starfi, doktorspróf er kostur

 • Framúrskarandi hæfni til að leiða fólk til samvinnu og árangurs.
 • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Þekking og farsæl reynsla af málefnum sem tengjast loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra.
 • Þekking og farsæl reynsla á greiningu og stjórnun flókinna verkefna.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu.  
 • Framúrskarandi hæfni til að miðla upplýsingum. Þekking og farsæl reynsla af textaskrifum og gerð kynningarefnis á íslensku og ensku.
 • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg og farsæl reynsla af notkun stafrænna miðla s.s. vefumsjónarkerfa er kostur

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Nánari upplýsingar um starfið veita Inga Steinunn Arnardóttir, (inga@hagvangur.is) og Stefanía H. Ásmundsdóttir (stefania@hagvangur.is).

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 24. maí nk.

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á www.hagvangur.isAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica