Laus störf

Sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði ofanflóðahættumats í fullt starf á Úrvinnslu-og rannsóknasviði. Á sviðinu starfa rúmlega 50 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknaverkefni er tengjast veður- og loftslagsrannsóknum, ofanflóðum, jökla-, vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum. Veðurstofa Íslands er sömuleiðis leiðandi stofnun í vinnu við áhættumat í tengslum við náttúruvá og er vinna við áhættumat tengdum flóðum, ofanflóðum og eldgosum sífellt stærri hluti af verkefnum sviðsins.

Lesa meira

Snjóflóðasérfræðingur á Ísafirði

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða snjóflóðasérfræðing í fullt starf á Eftirlits- og spásvið. Á sviðinu starfa rúmlega 50 starfsmenn við ýmis störf er leika lykilhlutverk í íslensku samfélagi þegar kemur að eftirliti, vöktun og þjónustu vegna náttúruvár og veðurs. Starfið heyrir undir ofanflóðavöktun Veðurstofu Íslands en miðstöð hennar er á Ísafirði. Starfsaðstaða er á Snjóflóðasetri Veðurstofunnar sem er í Vestrahúsinu á Ísafirði þar sem ýmsar aðrar rannsóknastofnanir eru til húsa. Viðkomandi er hluti af öflugu og samstilltu teymi sérfræðinga ofanflóðavöktunar Veðurstofunnar, sem er í nánu samstarfi meðal annars við snjóathugunarfólk víðsvegar um landið og veðurfræðinga á vakt.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica