Hafístilkynningar síðustu 30 daga

03. maí 2021 14:07 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er nú um 59 SM NV af Vestfjörðum.
Engir stakir jakar sjást á tunglmyndum en þó er ekki útilokað að þeir séu á svæðinu á milli jaðarsins og lands.
Næstu daga er spáð hægri NA-lægri átt á svæðinu og ekki útlit fyrir miklar breytingar.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Styddu til að skoða stærri mynd

02. maí 2021 11:04 - Skip

Stakur ísjaki, sést vel á radar

Hnit á stökum hafís

  • 67:02N, 23:09W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

01. maí 2021 15:32 - Skip

Stakur borgarís, sést vel á radar.

Hnit á stökum hafís

  • 67:24N, 23:15W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

27. apr. 2021 17:31 - Skip

Borgarís norður af Húnaflóa (rétt austur af Hornbanka).

Hnit á stökum hafís

  • 66:40.9N, 21:02.7W

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

26. apr. 2021 14:52 - Byggt á gervitunglamynd

Hafskort gert eftir gervitunglamynd þar sem vel sást til íssins í heiðskýru veðri á sundinu. Jaðarinn er næst 60 sjómílur NV af Barði. Breytilegar áttir í vikunni og gæti ísinn því eitthvað færst til en gegnur svo í norðaustanátt í lok vikunnar og á ætti jaðarinn eða jakar ekki að færast nær um helgina.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. apr. 2021 16:19 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er nú um 35 sjómílur norður af Horni en hafísinn er nokkuð gisinn þar. Norðaustanáttir eru einkum ráðandi á svæðinu næstu daga og því ekki líkur á að hafísinn færist nær Íslandi

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

12. apr. 2021 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var teiknað eftir gervitunglagögnum frá 11. og 12. apríl 2021 (myndir með innrauðu og sýnilegu ljósi ásamt SAR gögnum). Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 24 sjómílna fjarlægð frá Kögri þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið handan meginlínunnar.
Á morgun (þriðjudag 13. apríl) og á miðvikudag er útlit fyrir suðvestanátt á Grænlandssundi og gæti ísinn þá færst nær landi af völdum vinds. Á fimmtudag er spáð hvassri austan- og norðaustanátt á svæðinu sem ætti að færa ísinn fjær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

10. apr. 2021 00:47 - Byggt á gervitunglamynd

Gervitunglamynd Sentinel-1 frá Ingibjörgu Jónsdóttur, HÍ.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 16 SML norður af Vestfjörðum
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica