Fréttir
Boggi við Vatnsnes
Borgarísjaki við Vatnsnes.

Fundur um samspil íss og andrúmslofts á norðurslóðum

CRAICC er eitt af öndvegisverkefnum norræns samstarfs

10.10.2011

Dagana 10. - 14. október 2011 stendur yfir fundur í CRAICC verkefninu (Cryosphere-atmosphere interections in a changing Arctic climate) að Hótel Rangá. Verkefnið lýtur að samspili íss og andrúmslofts á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.

Tómas Jóhannesson mun kynna verkefnið SVALI (Stability and Variations of Arctic Land Ice), sem fjallar um stöðugleika og breytileika landíss. Oddur Sigurðsson og Sibylle von Löwis of Menar verða með kynningar og leiðsögn í vettvangsferð.

CRAICC er eitt af öndvegisverkefnum norræns samstarfs. Í dagskrá fundarins koma fram heiti erinda og fyrirlesara sem eru af öllum norðurlöndunum.

norden_TRI_logo



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica