Fréttir

Norðurljós

Árið 2016 eitt hið hlýjasta - 29.12.2016

Árið 2016 er eitt hið hlýjasta sem vitað er um hér á landi. Úrkoma var í ríflegu meðllagi. Ítarlegra yfirlit verður gefið út snemma í janúar.

Lesa meira

Aðalgeir Egilsson á Mánárbakka heiðraður - 16.12.2016

Starf veðurathugunarmanns hefur í áratugi einkennst af bindingu frá morgni til kvölds alla daga ársins. Ber honum að hafa auga með veðrinu og skrá í veðurskeyti og/eða í veðurskeytabók allt sem að gagni gæti komið. Ef „ekkert“ var veðrið á athugunartíma, þá hvort eitthvað hefði verið athyglisvert á síðustu klukkustund eða milli athugana. Aðalgeir Egilsson á Máná á Tjörnesi hefur gegnt starfi veðurathugunarmanns í 60 ár og var hann heiðraður á jólafundi Veðurstofu Íslands.

Lesa meira
Nordress

Nordress vinnustofa um áhættumat og áhættuviðmið - 14.12.2016

Þverfræðilegur hópur 50 vísindamanna sótti um síðustu mánaðarmót í vinnustofu hjá Veðurstofu Íslands um áhættumat og áhættuviðmið. Vinnustofan var styrkt af norræna verkefninu NORDRESS til þess að skiptast á reynslu, þekkingu og hugmyndum um áhættumat og áhættuviðmið með sérstöku tilliti til flóða og sjávarflóða.

Lesa meira
Dalatangi

Tíðarfar í nóvember 2016 - 1.12.2016

Hlýtt var á landinu í nóvember. Mjög úrkomusamt var sunnanlands og nyrðra var úrkoma einnig ofan meðallags víða. Tíð var talin mjög hagstæð og veðragóð um mikinn hluta landsins, en veður var samt harla þungbúið og drungalegt lengst af.

Lesa meira
Óveður í Mývatnssveit 2012

Viðvörun vegna vetrarveðurs - 16.11.2016

Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með talsverðri ofankomu norðantil á landinu seint í kvöld og á morgun, fimmtudag. Einnig er búist við mjög sterkum vindhviðum undir Eyjafjöllum og Vatnajökli á morgun.

Lesa meira
hitaskekkjur

Hitaskekkjur í veðurspá - 15.11.2016

Undanfarna daga hefur orðið vart við meinlega skekkju í sjávarhitagögnum sem veðurspálíkön nota til þess að reikna veðurspár fyrir Ísland. Þessi villa hefur áhrif á lofthita við sjávarsíðuna á vestan- og norðvestanverðu landinu þannig að veðurspár sýna oft of lágan hita. Þetta getur leitt til þess að líkanið spái úrkomu frekar sem snjókomu en rigningu eða slyddu á þessum svæðum. Unnið er að lagfæringu.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2016 - 1.11.2016

Októbermánuður var sérlega hlýr og víða á landinu sá hlýjasti síðan mælingar hófust. Tíð var mjög hagstæð um mestallt land, en rigningar þóttu ganga úr hófi sums staðar á Suður- og Vesturlandi. Á nokkrum stöðvum var þetta úrkomusamasti októbermánuður sem vitað er um. Mánuðurinn var alveg frostlaus víða við strendur landsins og telst það óvenjulegt.

Lesa meira

Viltu tilkynna vatnsflóð? - 20.10.2016

Veðurstofan þiggur með þökkum hvers konar tilkynningar um vatnsflóð. Nýtt og öflugt skráningarform er komið á vefinn fyrir þá sem það kjósa. Vissulega er enn hægt að hringja og koma upplýsingum þannig á framfæri en vonir standa til þess skráningarformið henti langflestum betur.

Með samstilltu átaki getur skrásetning flóðaviðburða orðið mjög góð. Þegar upplýsingarnar safnast saman verður hægt að skoða vistaðar skráningar öllum til fróðleiks, jafnt almenningi sem vísindamönnum.

Lesa meira

Hvessir aftur í kvöld - 19.10.2016

Veðurspá dagsins hefur gengið eftir. Hvassast hefur verið á norðanverðu Snæfellsnesi. Nú síðdegis hefur dregið örlítið úr veðurofsanum en hvessir síðan aftur í kvöld og búist við snörpum vindhviðum við fjöll. Austanlands gæti orðið byljótt í kvöld og nótt. Útlit er fyrir aukna úrkomu suðaustanlands. Varað er við vatnavöxtum í ám á Snæfellsnesi, vestur og suður af Langjökli, í kringum Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul.

Veðurstofan þiggur tilkynningar um vatnsflóð, sjá skráningarform.

Lesa meira

Enn um veðurspá og flóðaástand - 13.10.2016

Skil hafa verið kyrrstæð yfir landinu síðustu tvo sólarhringa og fært landsmönnum stöðuga rigningu langt sunnan úr hafi. Skilin eru nú á leið vestur út af landinu og því dregur smám saman úr úrkomu sunnan- og vestanlands og styttir að mestu upp í kvöld og nótt.

Ár á vesturlandi náðu hámarki snemma í morgun. Mjög mikið vatn er í ám við Mýrdalsjökul og sunnanverðan Vatnajökul. Rennsli er enn að vaxa í Hvítá og Ölfusá; mjög mikið vatn er í Soginu.

Lesa meira

Um veðurspá og flóðaástand - 12.10.2016

Mikið hefur rignt á Suður- og Vesturlandi síðan í gær og búast má við mikilli rigningu áfram. Mestu flóðin hafa verið á Barðaströnd, Snæfellsnesi og við Mýrdalsjökul. Enn vex í ám í nágrenni Reykjavíkur. Rennsli Hvítár og Ölfusár vex allan morgundaginn. Mjög mikið hefur verið í Soginu og þar verður hámarki náð á morgun. Rennsli Múlakvíslar og Jökulsár á Sólheimasandi hefur sjaldan orðið meira nema í jökulhlaupum. Krossá í Þórsmörk er farin að dreifa mikið úr sér. Enn á eftir að vaxa mjög í ám á svæðinu frá Mýrdalsjökli til Hornafjarðar. Gera má ráð fyrir að rennsli Djúpár og annarra vatnsfalla í Skaftafellssýslu haldi áfram að vaxa þangað til síðdegis á morgun. Lesa meira

Viðvörun vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta - 11.10.2016

Í nótt, á morgun og á fimmtudag er spáð er mikilli rigningu, yfir 100 mm á sólahring, á svæðunum frá austanverðum Vatnajökli að Ísafjarðardjúpi. Búist er við miklu afrennsli af jöklum. Flóðahætta getur skapast víða á svæðinu strax í nótt og er fólki eindregið ráðlagt frá því að reyna að fara yfir óbrúaðar ár og læki. Aukin hætta er á skriðuföllum.

Áríðandi er að hreinsa vel frá niðurföllum. Langvarandi úrkomuatburðir sem þessir eru mjög sjaldgæfir og aðstæður og afleiðingar því ókunnuglegar og jafnvel hættulegar.

Lesa meira

Samið um rannsóknir á sjálfbærri orku á norðurslóðum - 10.10.2016

Landsvirkjun, Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samning við fyrirtæki, háskóla og stofnanir í Québec-fylki í Kanada um samstarf á sviði rannsókna og þjálfunar á sviði sjálfbærrar orku á norðurslóðum.

Stofnað verður til sameiginlegra rannsókna á sviði loftslagsmála og sjálfbærrar nýtingar. Umsjón með námi háskólastúdenta og starfi fræðimanna verður sameiginleg; skipst verður á kennslugögnum, fræðigreinum, líkönum og hugbúnaði.

Lesa meira

Arctic Circle 2016 - 7.10.2016

Árlegt þing Arctic Circle stendur yfir í Hörpu, dagana 7. - 9. október 2016. Yfir 400 fyrirlesarar, hvaðanæva að úr vísindaheiminum, fjalla þar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra í víðu samhengi ásamt aðlögunarhæfni samfélaganna á norðurslóðum.

Um tvö þúsund manns sækja þingið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2016 - 3.10.2016

Úrkomusamt var víða norðaustan- og austanlands og sömuleiðis norðantil á Vestfjörðum en að öðru leyti var tíð talin hagstæð.

Óvenjuhægviðrasamt var lengst af.

Nokkrar frostnætur komu inn til landsins en víðast hvar var alveg frostlaust allan mánuðinn og ber óskemmd til mánaðamóta. Uppskera úr görðum var víðast góð. Lesa meira
Mýrdalsjökull

Hrinunni í Kötlu virðist að mestu lokið - 3.10.2016

Vísindaráð almannavarna fundaði í dag, 3.10.2016, vegna jarðskjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Þetta er stærsta einstaka hrina í Kötluöskjunni í áratugi en mjög hefur dregið úr henni. Ástæður skjálftanna eru líklega kvikuhreyfingar í efstu kílómetrum jarðskorpunnar en engin ummerki um þessar hreyfingar sjást á yfirborði jökulsins.

Ef litið er til virkninnar síðustu tvo mánuði er ljóst að hún er mun meiri en verið hefur undanfarin ár. Á þessari stundu er óljóst hvort virknin verður áfram mikil eða hvort nú fer að draga úr henni.

Lesa meira
Mýrdalsjökull

Skjálftahrina í Kötlu - 30.9.2016

Jarðskjálftahrina sem staðið hefur í Kötlu í nokkrar vikur heldur áfram. Öflug skjálftahviða mældist milli kl. 12:00 og 12:15 í dag, 30 september og ákveðið var kl. 12:20 að breyta litakóða fyrir flugumferð í gult.

Lesa meira

Háskóli Íslands og Veðurstofan skerpa samstarfið - 28.9.2016

Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands hafa endurnýjað samstarfssamning sinn um kennslu og rannsóknir og um leið skerpt og víkkað út samstarfið fyrir öll fagsvið Veðurstofunnar.

Fagnefndum á sviðum eins og veðurfræði, jarðeðlisfræði og verkfræði er ætlað að útfæra samstarfið og fylgjast með árangri.

Lesa meira
gróin hlíð speglast í kyrru vatni

Dagur íslenskrar náttúru - 16.9.2016

Þema Dags íslenskrar náttúru 2016 var vættir. Þetta ævaforna viðhorf á að vera okkur hvatning vöktunar og verndunar landsins.

Dagskrána mátti sjá á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en hún fól í sér fjölbreytt verkefni víða um landið, sem dreifðust yfir á helgina til að gefa fleirum færi á þátttöku.

Um þær viðurkenningar sem veittar voru í ár má lesa á vef ráðuneytisins.

Lesa meira

Enn er mikilli úrkomu spáð - 9.9.2016

Búast má við talsverðri rigningu austantil á landinu og mikilli úrkomu á Norðurlandi og á Ströndum.

Því getur skapast flóða- og skriðuhætta á þessum slóðum. Ekki er hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð sem gætu valdið tjóni, t.d. á Tröllaskaga.

Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Fólk er beðið um að fylgjast með textaspám, sem eru áreiðanlegar og uppfærðar ört.

Lesa meira

Mikilli úrkomu spáð - 8.9.2016

Mikil úrkoma hefur verið á Austfjörðum. Í Neskaupstað féllu yfir 70 mm á sólarhring, sem olli vexti í lækjum og ám og skriðuhættu. Útlit er fyrir talsverða úrkomu og mikið afrennsli á Ströndum. Spáð er norðanátt og rigningu á Norðurlandi.

Í aðstæðum sem þessum er ekki hægt að útiloka staðbundin skyndiflóð. Veðurstofan beinir þeim tilmælum til almennings, að huga að holræsum og niðurföllum og gera viðeigandi ráðstafanir.

Lesa meira

Minniháttar Skaftárhlaup - 8.9.2016

Skaftárhlaup úr Vestari Skaftárkatli er líklega hafið. Það hefur náð í byggð og fylgir því mikil brennisteinslykt. Sjónarvottar hafa tilkynnt um að áin sé vatnsmikil og dökk á lit. Ekki talið að hætta sé á ferðum og ólíklegt að hlaupið valdi tjóni í Skaftárdal.

Brennisteinsvetni berst með hlaupvatninu undan jökli. Styrkur þess er þá svo mikill að það getur skaðað slímhúð í augum og öndunarvegi.

Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri jöðrum Skaftárjökuls og Tungnárjökuls. Þegar styrkur brennisteinsvetnisins fer yfir hættumörk er fólk hætt að finna lyktina.

Sprungur munu myndast mjög hratt í kringum ketilinn, því ætti ferðafólk á Vatnajökli að halda sig fjarri kötlunum.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2016 - 1.9.2016

Tíð var talin hlý og hagstæð um mikinn hluta landsins og úrkoma var víðast hvar undir meðallagi að magni til. Sólskinsstundir voru í ríflegu meðallagi suðvestanlands. Fyrsta vika mánaðarins var fremur svöl en síðan gerði mjög góðan hlýindakafla sem stóð nærri því til mánaðamóta.

Lesa meira

Katla og Mýrdalsjökull - 31.8.2016

Frá miðjum júní hefur jarðskjálftavirkni í Kötluöskjunni aukist umfram bakgrunnsvirkni en aukin virkni í Kötlu yfir sumarmánuðina er algeng. Samfara þessu eykst tíðni jökulhlaupa og þeim fylgir möguleg gasmengun við ár.

Styrkur H2S mælist það hár við Múlakvísl að ekki er talið æskilegt að ferðamenn staldri lengi við bakkann, sérstaklega nærri upptökum hennar.

Engar vísbendingar eru um, að sú virkni sem mælst hefur í sumar í Kötluöskjunni sé merki um yfirvofandi gos í Kötlu. Á undanförnum áratugum hafa nokkuð oft komið tímabil mikillar virkni í Kötlu. Hins vegar verður að hafa í huga Katla er ein af virkustu eldstöðvum landsins og að langt er frá síðasta staðfesta gosi, sögulega séð.

Lesa meira

Jarðskjálftahrina í Kötluöskjunni - 29.8.2016

Aðfaranótt 29. ágúst byrjaði skjálftahrina norðarlega í Kötluöskjunni.

Tveir skjálftar mældust yfir fjórum stigum.  Fáeinir skjálftar voru um þrjú stig og á annan tug skjálfta hefur mælst í kjölfarið.

Enginn órói er sjáanlegur samfara þessu en stærstu skjálftarnir fundust í skálanum í Langadal. Nokkrir skjálftar urðu sunnar í öskjunni um klukkustund fyrr.

Lesa meira

Um jarðskjálftann á Ítalíu - 26.8.2016

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar, hefur kynnt sér aðstæður á Mið-Ítalíu, þar sem skjálfti reið yfir í fyrrinótt og olli miklum hörmungum.

Á um 50 - 100 km breiðu belti sem gengur gegnum mið-Ítalíu rísa Appenínafjöllin, sem marka mót jarðskorpufleka, og þar er jarðskjálftahættan sérstaklega mikil.

Þarna er fallegt fjallendi eins og oft á slíkum flekamótum; í þorpunum er þéttbyggt og aðeins mjóir stígar milli húsa. Í aldaraðir hefur verið byggt úr því sem til fellur; grjóti úr árfarvegum, leir og mold. Önnur hús, t.d. kirkjur, eru mjög vel byggðar, fyrir þær eru sóttir fínni og betri steinar. Svo eftirsótt er svæðið, að byggt er ofan á eldri hús, jafnvel úr þungu efni og frágangur ónógur.

Lesa meira

Íslenskur veðurfræðingur lést af slysförum í Noregi - 23.8.2016

Þau sorgartíðindi bárust frá Noregi í síðustu viku að Jón Egill Kristjánsson prófessor hefði látist af slysförum í Jötunheimum. Þetta er harmafrétt fyrir starfsmenn Veðurstofu Íslands, því Jón Egill átti hér samstarfsmenn og vini um áratugaskeið. Við fráfall hans er skarð fyrir skildi sem erfitt verður að fylla. Veðurstofan stendur í þakkarskuld, bæði fyrir framlag hans til veðurfræði og fyrir vandað og árangursríkt samstarf. Veðurstofa Íslands vottar eiginkonu Jóns Egils, syni þeirra, bræðrum Jóns Egils og öðrum ættingjum dýpstu samúð. 

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Gígjukvísl - 23.8.2016

Lítið jökulhlaup er nú í Gígjukvísl á Skeiðarársandi. Hlaupið á upptök í Grímsvötnum en vegna þess að lítið hafði safnast þar af bræðsluvatni frá síðasta hlaupi í mars 2014 er aðeins um minni háttar atburð að ræða og engin hætta er á ferðum.

Íshellan lækkaði um 5 metra 18.-22. ágúst. Ef sigið heldur áfram með svipuðum hraða, munu Grímsvötn tæmast í þessari viku. Sérfræðingar Jarðvísindastofnunar áætla að um 0,10 - 0,15 rúmkílómetrar vatns hafi verið í Grímsvötnum við upphaf hlaupsins og er því ljóst að hlaup þetta verður á við minni Skaftárhlaup að stærð.

Lesa meira

Þingað um jarðhræringar - NORSEM í október - 11.8.2016

Þing norrænna jarðskjálftarannsókna verður haldið í dagana 11. - 13. október á Grand Hótel Reykjavík.

Þingið hefst á þriðjudegi og varir út fimmtudag. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér efnið.

Skráning er hafin og stendur út ágúst.
Lesa meira

Tíðarfar í júlí 2016 - 2.8.2016

Tíð var talin sérlega hagstæð um landið sunnan- og vestanvert en nyrðra var hún daufari og jafnvel talin óhagstæð á stöku stað. Mánuðurinn telst þó veðragóður um land allt og lítið var um illviðri. Úrkoma var með allra mesta móti sums staðar austast á landinu en víðast hvar nokkuð eða talsvert undir meðallagi vestanlands. Sólskinsstundir voru vel yfir meðallagi suðvestanlands.

Lesa meira

Upplýsingar um vöktun vegna Kötlu - 29.7.2016

Jarðskjálftavirkni innan Kötluöskjunnar hefur aukist en slíkt er algengt í Kötlu á sumrin vegna losunar bræðsluvatns úr þekktum ískötlum. Fjögur lítil flóð hafa orðið og tilkynningar borist um brennisteinslykt; þetta ásamt hærri rafleiðni eru vísbendingar um áhrif jarðhitavatns.

Mælingar umhverfis Kötlu sýna engin merki um aukna aflögun jarðskorpunnar eða óróahviður en hvort tveggja væri annars vísbending um kvikuhreyfingar.

Mat sérfræðinga Veðurstofunnar er að eldgos sé ekki yfirvofandi, þó ekki sé hægt að útiloka stærri flóð.

Lesa meira

Varúð við Bláfjallakvísl - 28.7.2016

Tilkynningar hafa borist frá ferðafólki við Bláfjallakvísl, norðan Mýrdalsjökuls, að vatnshæð og rennsli þar hafi aukist mikið. Vegna hlýs veðurs um helgina er líklegt að halda muni áfram að hækka í ánni og er fólk beðið um að gæta varúðar við vöð yfir ánna, sem er hluti af gönguleiðinni um Laugaveg.

Ástæða aukins rennslis í Bláfjallakvísl er talin vera hlýtt veður og breyting á árfarvegum norðan Mýrdalsjökuls.

Lesa meira

Rannsókn á öskjusigi í Bárðarbungu varpar nýju ljósi á stærstu hraungos Íslandssögunnar - 14.7.2016

Alþjóðlegur rannsóknarhópur undir forystu vísindamanna við Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofu Íslands hefur sett fram skýra mynd af því hvernig öskjusig á sér stað.

Margvíslegar mælingar og gögn sem aflað var í umbrotunum í Bárðarbungu 2014 - 2015 gerðu þetta kleift. Rannsóknin varpar jafnframt nýju ljósi á orsakir stærstu hraungosa Íslandssögunnar.

Lesa meira
Hekla strain station

Vöktun Heklu - 7.7.2016

Af þeim þrjátíu eldstöðvum sem teljast virkar á Íslandi er Hekla ein sú virkasta og mögulega sú hættulegasta. Í þessari frétt er gerð grein fyrir þeirri ógn sem kann að stafa af næsta Heklugosi og hvernig Veðurstofan vaktar Heklu og nágrenni hennar.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2016 - 1.7.2016

Mjög hlýtt var í mánuðinum um nær allt land, á hálendinu er þetta hlýjasti júní síðan mælingar hófust þar fyrir rúmri hálfri öld og um meginhluta landsins er mánuðurinn í hópi þriggja til sjö hlýjustu júnímánaða frá upphafi mælinga. Tíð var hagstæð, þurrkur háði sums staðar gróðri fram eftir mánuði – en þegar upp var staðið varð úrkoma nærri meðallagi. Sólskinsstundir voru venju fremur fáar, suðvestanlands.

Lesa meira

Dyngjujökull - 28.6.2016

Í júní síðastliðnum var sett upp veðurstöð ofarlega á Dyngjujökli, um 10 km norður af Grímsvötnum. Stöðin er í 1689 m hæð yfir sjó og þar með sú hæsta í kerfi Veðurstofunnar. Búast má við því að hún verði að jafnaði kaldasta veðurstöð landsins.

Jarðskjálftamælir er á sama stað. Megintilgangur veðurstöðvarinnar er að fylgjast með aðstæðum en ekki að afla upplýsinga um veðurfar.

Lesa meira

Jarðskjálfti af stærð 4 í Bárðarbungu - 27.6.2016

Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar laugardaginn 25. júní. Um tuttugu eftirskjálftar fylgdu strax í kjölfarið, þeir stærstu mældust 3,2 og 3,9. Fyrsti skjálftinn í þessari hrinu er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015.

Lesa meira

Virkni í Bárðarbungu frá goslokum - 24.6.2016

Á fundi vísindaráðs almannavarna í dag var farið yfir niðurstöður mælinga og athugana á Bárðarbungu.

Líkur eru á innflæði kviku á 10-15 km dýpi. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun ofar í jarðskorpunni. Þetta er algeng hegðun í kjölfar eldgosa.

Í kjölfar öskjusigs og aukins jarðhita er hætta á að vatn safnist fyrir undir sigkötlum eða inni í öskjunni. Mikilvægt er að fylgjast áfram með sigkötlunum auk þróun jarðskjálftavirkni, aflögunar, jarðhitavirkni og gasútstreymis.

Lesa meira

Minni háttar Skaftárhlaup er líklega hafið - 23.6.2016

Rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast síðustu daga og minni háttar aukning hefur einnig orðið í rafleiðni. Sumarleysing á jökli eða rigningar orsaka ekki hið aukna rennsli. Þessar athuganir þýða að Skaftárhlaup er líklega hafið.

Um minniháttar jökulhlaup er að ræða og mjög ólíklegt er að það valdi tjóni í Skaftárdal.

Lesa meira

Minniháttar jökulhlaup í Múlakvísl - 22.6.2016

Minniháttar jökulhlaup er nú í Múlakvísl, tengt jarðhitavirkni undir Mýrdalsjökli.

Veðurstofunni hafa ekki borist neinar tilkynningar um brennisteinslykt við þjóðveginn í nágrenni ánna.

Eins og staðan er núna, hefur þetta ekki áhrif á ferðir fólks. Hlaupið getur staðið næstu daga en nýjustu mælingar sýna minnkandi rafleiðni.

Fylgst er náið með þróuninni.

Lesa meira

Ósk um upplýsingar varðandi söguleg flóð af völdum veðurs í helstu vatnsföllum landsins - 15.6.2016

Veðurstofan vinnur nú að hættumati á helstu vatnsföllum landsins. Safnað er upplýsingum um söguleg flóð við eftirfarandi vatnsföll og þverár þeirra: Hvítá í Borgarfirði, Héraðsvötn í Skagafirði, Eyjafjarðará, Skjálfandafljót og Lagarfljót, þ.e.a.s. flóð sem orsakast af veðurfarslegum þáttum.

Mikilvægt er að gagnasöfnunin byggist á upplýsingum sem aflað var á vettvangi og af fólki sem kunnugt er staðháttum.

Allar upplýsingar eru vel þegnar: ljósmyndir, myndskeið, kort, samtímafrásagnir, gagnagrunnsfærslur, og dagbókarfærslur.

Lesa meira
tveir regnbogar rísa upp frá sama stað

Sumarþing Veðurfræðifélagsins - 14.6.2016

Sumarþing Veðurfræðifélagsins var haldið í gær, þriðjudaginn 14. júní 2016, í móttökusal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 kl. 14:15. Fimm erindi voru flutt.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2016 - 1.6.2016

Tíðarfar telst hagstætt; þurrkur háði þó víða gróðri langt fram eftir mánuði. Í síðustu vikunni rigndi óvenjumikið á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum. Hiti var ofan meðallags 1961 til 1990 en þó var að tiltölu kaldara um landið suðvestanvert heldur en í öðrum landshlutum. Þrátt fyrir þurrviðri var veður heldur þungbúið lengst af um landið sunnan- og vestanvert.

Lesa meira

Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík - 24.5.2016

Jarðskjálftar á Norðurlandi er nafnið á ráðstefnu sem haldin verður á Húsavík.

Við opnunina 31. maí mun Freysteinn Sigmundsson eldfjallafræðingur flytja erindi um atburðina í Bárðarbungu. Fjöldi annarra erinda verður fluttur 1. júní en 3. júní verða umræður, vinnufundur og vettvangsferðir.

Fimmtudaginn 2. júní verður opinn fundur þar sem sérfræðingar í rannsóknum og jarðváreftirliti koma til samræðu við fólk í stjórnsýslu og við almenning. Sagt verður frá efni og markmiðum ráðstefnunnar.

Lesa meira

Um jarðskjálftana í Bárðarbungu - 20.5.2016

Jarðskjálftamælingar sýna að uppsafnað skjálftavægi í Bárðarbunguöskjunni hefur farið stigvaxandi frá miðjum september 2015. Þetta þýðir að stærri jarðskjálftar hafa verið að mælast undanfarna mánuði. Þrátt fyrir þessa auknu virkni sjást engin merki um gosóróa.

Lesa meira

Jarðskjálfti í Bárðarbungu - 20.5.2016

Nú í morgun kl 07:11 mældist jarðskjálfti af stærð 4,4 í norðaustanverðri brún Bárðarbunguöskjunnar. Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur frá goslokum í febrúar 2015. Um 20 eftirskjálftar komu í kjölfar skjálftans, einn þeirra var af stærð 3,3. Það dró verulega úr skjálftavirkni eftir kl. 07:45. Veðurstofan fylgist grannt með áframhaldandi þróun mála allan sólarhringinn og mun upplýsa um frekari virkni.

Lesa meira
bygging

Hárrétt viðbrögð við truflun í kælibúnaði - 16.5.2016

Eins og komið hefur fram hjá fjölmiðlum fyrr í dag, þá var kælikerfið á Bústaðavegi 7 ekki starfhæft um tíma. Vegna aðvarana frá eftirlitskerfum og fyrir samstillt viðbrögð, tókst að hafa stjórn á aðstæðum. Slökkt var á ofurtölvunni og völdum kerfum og var vefurinn niðri um hríð.

Kallað var á slökkviliðið, sem var fengið til að blása köldu lofti inn í kjallarann svo ekki þyrfti að keyra öll kerfi niður. Ástandið varði í skamman tíma og um sexleytið í kvöld voru flest kerfi komin upp aftur.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2016 - 2.5.2016

Tíðarfar var hagstætt að mestu, hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990, en þó var að tiltölu kaldara um landið austanvert heldur en í öðrum landshlutum. Úrkoma var mikil austast á landinu en þurrviðrasamt og sólríkt um landið vestanvert. Snjór var víðast hvar minni en í meðalári nema inn til landsins á Norðausturlandi.

Lesa meira

Ofurtölvan vígð - 28.4.2016

Veðurstofa Íslands og danska veðurstofan stóðu í sameiningu að dagskrá og móttöku til að fagna samstarfi stofnananna og vígslu dönsku ofurtölvunnar. Samningurinn um sameiginlega nýtingu veitir aukin tækifæri á sviði loftslagsrannsókna og við þróun spálíkana. Möguleikar í veðurþjónustu munu aukast, s.s. í þjónustu við alþjóðaflug. Aukið aðgengi að gögnum mun efla rannsóknir, jafnt á fortíðarloftslagi sem framtíðarsviðsmyndum loftslags.

Lesa meira

Parísarsamningurinn undirritaður - 25.4.2016

Á alþjóðlegum degi jarðarinnar 2016, hinn 22. apríl, undirritaði Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra Parísarsamninginn um aðgerðir í loftslagsmálum. Með undirskrift sinni lýsa fulltrúar ríkisstjórna yfir vilja sínum til að uppfylla ákvæði samningsins. Aldrei hafa fleiri ríki undirritað alþjóðasamning á fyrsta degi. Í kjölfar undirskriftar þarf hvert ríki, sem vill teljast aðili að samningnum, að fullgilda hann. Vinna við fullgildingu samningsins á Íslandi er hafin.

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofu 2016 - 7.4.2016

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 12. apríl.

Að loknu ávarpi umhverfisráðherra kl 09:00 voru flutt fjögur erindi; um samvinnu innanlands og utan, um dönsku ofurtölvuna, um sögu veðurlíkana og um líkanið Harmonie.

Vakin er athygli á stuttu og vel þegnu innskoti Páls Bergþórssonar um upphaf reikninga í veðurfræði.

Lesa meira

Vel heppnaður fundur um Nýtingu og verndun vatns - 6.4.2016

Húsfyllir var á morgunverðarfundi Íslensku vatnafræðinefndarinnar og Íslensku UNESCO-nefndarinnar 31. mars 2016, sem haldinn var í tilefni af Degi vatnsins, sem er 22. mars. Mikil ánægja var með fundinn þar sem fjallað var um nýtingu og verndun vatns út frá mismunandi sjónarhornum.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2016 - 1.4.2016

Tíðarfar var hagstætt að mestu; lengst af var hlýtt í veðri – að slepptum fáeinum dögum í upphafi mánaðarins og enda. Nokkuð illviðrasamt var í fáeina daga um miðjan mánuð en tjón varð ekki víða.

Lesa meira

Nýting og verndun vatns - 22.3.2016

Í tengslum við alþjóðlegan dag vatnsins, sem haldinn er hátíðlegur þann 22. mars ár hvert, bjóða Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands kl. 08:00-10:00 fimmtudaginn 31. mars.

Lesa meira

Viðvörun vegna illviðris og leysinga - 13.3.2016

Mjög slæmu veðri er spáð í dag um allt land og veðrinu fylgir talsverð rigning á sunnan-, vestan- og norðvestanverðu landinu samhliða auknum hlýindum. Því er reiknað með fyrstu asahláku ársins um nánast allt landið, sem ágerist er líður á kvöldið/nóttina.

Lesa meira

Spáð er mjög slæmu veðri á morgun - 11.3.2016

Veðurstofa Íslands vekur athygli á að spáð er mjög slæmu veðri um allt land á morgun, laugardaginn 12. mars.

Lesa meira

Mannauður Veðurstofunnar - 10.3.2016

Alþjóðaveðurfræðistofnunin, WMO, hefur óskað eftir því við stofnanir er henni tengjast, að í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna sé fjallað um hlut kvenna í málefnum er varða veður, vatn og loftslag.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2016 - 1.3.2016

Kalt var í veðri, sérstaklega inn til landsins. Víða var snjóþungt, en vindar voru oftast hægir þannig að samgöngur gengu lengst af greiðlega. Úrkoma var yfir meðallagi um landið norðaustan- og austanvert en nærri meðallagi eða lítillega undir því um landið suðvestan- og vestanvert.

Lesa meira

Snjóflóð í Hörgárdal - 25.2.2016

Lýsing barst á snjóflóði, sem féll aðfaranótt mánudagsins 22. febrúar úr Syðra-Kálfalækjargili í Auðbrekkufjalli í Hörgárdal, ofan bæjarins Brakanda. Flóðið féll á merkjum Fornhaga II og Brakanda og skemmdi girðingar.

Veðurstofan þiggur með þökkum aðsendar myndir og lýsingar af atburðum í náttúrunni, jafnt smærri sem stærri.

Lesa meira

Góuþing Veðurfræðifélagsins 2016 - 19.2.2016

Góuþing Veðurfræðifélagsins er haldið í dag, þriðjudaginn 23. febrúar, í móttökusal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:45. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Lesa meira

Stormur eða rok í dag og á morgun - 4.2.2016

Skil nálgast landið úr suðri með vaxandi austanátt og snjókomu en þeim fylgir stormur eða rok og talsverð eða mikil úrkoma. Skilin fara norður yfir landið seinni partinn og gengur veðrið niður SV-lands í kvöld, SA-til í nótt, í fyrramálið norðan- og austanlands, en ekki fyrr en síðdegis á morgun norðvestantil.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2016 - 1.2.2016

Tíð telst fremur hagstæð; hiti var víðast hvar rétt ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en neðan meðallags síðustu tíu ára. Kalt var í veðri inn til landsins á landinu norðanverðu. Úrkoma var undir meðallagi um meginhluta landsins, og á fáeinum stöðvum um landið norðvestanvert var þetta þurrasti janúar um langt skeið.

Lesa meira

Tíðarfar ársins 2015 - 28.1.2016

Tíðarfar ársins 2015 var óhagstætt lengi framan af. Veturinn var óvenju umhleypingasamur, illviðri tíð og úrkomur miklar.

Í kringum sumarmál skipti um veðurlag; norðlægar áttir urðu nær einráðar með kulda og mjög óhagstæðri tíð um landið norðan- og austanvert.

Mánuðirnir september til nóvember urðu þeir hagstæðustu á árinu.

Í lok nóvember snjóaði óvenjumikið um landið suðvestanvert og varð desember heldur skakviðrasamur.

Árið var það kaldasta á öldinni, hingað til, en þó var hiti víðast hvar í rúmu meðallagi áranna 1961 til 1990. Árið í heild var úrkomusamt um meginhluta landsins.

Lesa meira

Tíðarfar í desember 2015 - 4.1.2016

Tíð var fremur rysjótt á landinu, snjór var með meira móti framan af mánuði, úrkoma var almennt vel yfir meðallagi og tvö eftirminnileg illviðri gerði í mánuðinum.

Lesa meira
RSS


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar