Fréttir
Veðurstöð á Dyngjujökli vaktar jarðskjálftamæli.

Dyngjujökull

Ný veðurstöð í ákveðnum tilgangi

28.6.2016

Í júní síðastliðnum var sett upp veðurstöð ofarlega á Dyngjujökli, um 10 km norður af Grímsvötnum. Stöðin er í 1689 m hæð yfir sjó og þar með sú hæsta í kerfi Veðurstofunnar. Búast má við því að hún verði að jafnaði kaldasta veðurstöð landsins. Hún er þegar farin að birtast í því hlutverki á veðurathuganaforsíðu vefsins (sjá t.d. listann Mesti og minnsti hiti á landinu í dag).

Mælingar stöðvarinnar eru þó ekki alveg samanburðarhæfar við aðrar stöðvar. Hvorki hita- né vindmælar eru í staðalhæð - og er hæðin meira að segja mjög breytileg eftir snjóalögum.

Veðurstofan hefur rekið jarðskjálftamæli á sama stað síðan haustið 2014 og megintilgangur veðurstöðvarinnar er einkum að fylgjast með aðstæðum vegna mikilvægra jarðfarsmælinga en ekki að afla upplýsinga um veðurfar til lengri tíma. Búast má við erfiðum rekstri og að eyður komi í gagnaraðir.

Upplýsingar um stöðina

  • Veðurstöð sem mælir vindstyrk, vindátt og hita
  • SIL jarðskjálftamælir sem er hluti af jarðvár-vöktunarkerfi Veðurstofunnar
  • Stöðin fær rafmagn frá vindmyllu og sólarpanel (á sumrin)
  • Veður og jarðskjálftagögn eru send til Veðurstofunnar um farsímakerfi Símans




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica