Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Veðurstofu Íslands sem VIRKt fyrirtæki 2023. Alls voru 16 fyrirtæki og starfsstöðvar á landinu öllu sem hlutu tilnefningu. Veðurstofan hefur átt í samstarfi við VIRK í nokkur ár með góðum árangri.
Í tilkynningunni frá VIRK segir að framlag fyrirtækja og stofnanna eins og Veðurstofu Íslans skipti sköpum og að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum með skerta starfsgetu tækifæri til þess að leggja sitt af mörkum á vinnumarkaði. Rannsóknir hafa sýnt að það að vera með vinnu er mikilvægt fyrir bæði heilsu og velferð einstaklingsins og því er mikilvægt að auka þátttöku þessa hóps á vinnumarkaði.
Lesa meiraÍ dag er alþjóðlegi veðurfræðidagurinn sem haldinn er 23. mars ár hvert á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Þema dagsins í ár er „Framtíð veðurs, vatns og loftslags fyrir komandi kynslóðir“. „Við erum öll nátengd og deilum einni jörð með einum lofthjúpi og einu hafi“ segir í tilkynningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni í tilefni dagsins. Þar er lögð áhersla á að veðrið, loftslag og hringrás vatnsins þekkir engin landamæri og hagar sér ekki eftir pólitískum vindum.
Lesa meiraÍ dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.
Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.
Lesa meiraÍ dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.
Lesa meiraMánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.
Lesa meiraStjórn
samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til
samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.
Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði
að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar
en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur
og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að
samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.
Febrúar var hlýr um allt land. Mánuðurinn var umhleypingasamur, sérstaklega fyrri hluti mánaðar. Hann var einnig úrkomusamur á vestanverðu landinu en þurrari á Norðaustur- og Austurlandi. Það endurspeglast í sólskinsstundafjölda, en febrúar var t.a.m. sólríkur á Akureyri en fremur sólarsnauður í Reykjavík. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan mánuðinn. Ástandið var verst á vestanverðu landinu. Þar flæddu ár víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig. Víða urðu talsverðar skemmdir á túnum og vegum.
Lesa meiraJarðskjálftavirkni í Öskju hefur frá áramótum verið mjög keimlík þeirri virkni sem mældist árið 2022. Jarðskjálftavirkni jókst í ágúst 2021 samhliða landrisi sem líklega má rekja til kvikusöfnunar undir Öskju. Landris hefur haldist stöðugt síðan þá, en það dróg úr jarðskjálftavirkni á svæðinu í nóvember og desember sama ár og hefur hún haldist stöðug frá upphafi árs 2022.
Lesa meiraÁ nýlegum gervitunglamyndum sést að ísinn á Öskjuvatni hefur hörfað að miklu leyti. Það er óvenjulegt að slíkt gerist svo snemma árs, en venjulega hefur það gerst í júní eða júlí. Síðast gerðist það árið 2012 að ísinn hörfaði svo snemma árs en þá gerðist það í mars. Orsök þess að Öskjuvatn er nú íslaust að stórum hluta er ekki þekkt og engar mælingar sem útskýra bráðnunina. Ýmsar mögulegar orsakir hafa verið viðraðar.
Lesa meiraÞrátt fyrir að Íslendingar hafi upplifað einstaka kuldatíð í janúar gildir slíkt hið sama ekki fyrir flesta aðra Evrópubúa. Meðalhiti í Evrópu í janúar mældist sá þriðji hæsti frá upphafi skráninga. Meðalhiti var sérstaklega hár í austur Evrópu og á Balkanskaganum á meðan Spánverjar upplifðu örlítið kaldari janúar en þeir eiga að venjast.
Lesa meiraÞað er þekkt að hopandi jöklar hafa mikil áhrif á jarðskorpuna og valda landrisi, samfara því að breyta kröftum
og spennu í jarðlögum. Óvissa ríkir þó um hvort, hvernig og hvenær þessi nýja bergkvika
berst til yfirborðs, hvort stöðugleiki kvikuhólfa breytist, hvort
jöklarýrnun hafi nú þegar valdið samsöfnun aukinnar kviku í jarðskorpunni,
og hvernig breytingar á spennusviði hafa áhrif á bæði eldvirkni og
jarðskjálfta. Dr. Michelle Maree Parks, sérfræðingur í jarðskorpurannsóknum á
Veðurstofu Íslands ásamt Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi á Norræna
eldfjallasetrinu við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, leiða verkefni sem
hlaut öndvegisstyrk úr Rannsóknarsjóði til að svara þessum
spurningum.
Janúar var kaldur um allt land, kaldasti janúarmánuður aldarinnar hingað til á landsvísu. Fyrri hluti mánaðarins mjög kaldur, sérstaklega á vestari helmingi landsins þar sem var bjart, þurrt og hægviðrasamt. Þ. 20. janúar lauk svo óvenjulega langri og samfelldri kuldatíð sem hófst í byrjun desember. Umhleypingasamt var það sem eftir var mánaðar.
Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári. Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi.
Lesa meiraViðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.
Lesa meiraDesember var óvenjulega kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973. Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúm 100 ár, en desember 1916 var álíka kaldur og nú. Það var þurrt um mest allt land, og víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Snjór og hvassviðri ollu talsverðum samgöngutruflunum seinni hluta mánaðarins. Loftþrýstingur var óvenju hár í mánuðinum.