Fréttir
Viðvaranir frá 24. september 2022

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út árið 2022

Met í fjölda appelsínugulra og rauðra viðvarana á einu ári

31.1.2023

Alls voru 456 viðvaranir gefnar út frá Veðurstofu Íslands á árinu 2022. Gular viðvaranir voru 372 talsins, appelsínugular 74 og rauðar viðvaranir voru 10. Frá því að nýtt viðvörunarkerfi var tekið í notkun á Veðurstofu Íslands í nóvember 2017 hafa aldrei verið gefnar út jafn margar appelsínugular og rauðar viðvaranir á einu ári.

Viðvaranirnar dreifðust misjafnlega á milli spásvæða. Flestar viðvaranir voru gefnar út á Suðurlandi og Suðausturlandi, en fæstar á Austurlandi að Glettingi. Rauðu viðvaranirnar dreifðust á sjö spásvæði. Þann 7. febrúar 2022 voru í gildi rauðar viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa og á Suðurland vegna hríðarveðurs. 21. febrúar 2022 voru í gildi rauðar viðvaranir á sömu spásvæðum vegna vinds. Rauð viðvörun vegna vinds var í gildi fyrir Austfirði 25. september 2022, en 9. október voru rauðar viðvaranir í gildi fyrir Norðurland eystra og Austurland að Glettingi vegna hríðar, en á Suðausturlandi vegna vinds.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica