Ráðstefnur og fundir

Ráðstefna um hugbúnað í veðurþjónustu

Notendaráðstefna IBL Software Engineering  fór fram 10. til 13. október 2016. IBL hefur verið leiðandi í þróun hugbúnaðar fyrir veðurspár í meira en þrjátíu ár bæði hvað varðar úrvinnslu og framsetningu gagna og þau fjarskipti sem þessu tengjast. Mikilvægi þessara kerfa hefur aukist mjög á síðustu árum vegna umræðunnar um loftslagsbreytingar og ákvarðana þar að lútandi.

Lesa meira

Mælingaflug yfir Norður-Atlantshafi

Þessa dagana eru flogin mælingaflug yfir Norður Atlantshafi vegna verkefnisins NAWDEX. Tvær rannsóknarflugvélar eru með bækistöðvar á Keflavíkurflugvelli. Kynningin verður á verkefninu mánudaginn 10. október 2016 í móttökusal Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, kl. 15. Allir sem hafa áhuga á veðri og veðurfari eru velkomnir. Lesa meira

Dagur læsis - bókasafnsdagurinn

Á Degi læsis, bókasafnsdeginum, var Morgunkorn bókasafnsfræðinga haldið í móttökusal Veðurstofu Íslands á Bústaðavegi 7. Alls voru um 60 - 70 manns mættir, víðs vegar að af landinu, og nutu veitinga áður en hlýtt var á kynningar og skoðað í Undirheima. Lesa meira

Ljósmyndir frá móttöku í danska sendiráðinu

Við vígslu dönsku ofurtölvunnar 28. apríl 2016 bauð danski sendiherrann til móttöku áður en haldið var á Veðurstofu Íslands til að hlýða á erindi og skoða tölvusali.

Lesa meira

Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica