Ráðstefnur og fundir

Ljósmyndir frá ársfundi 2016

Ársfundur Veðurstofu Íslands

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn 12. apríl 2016 (sjá frétt og upptöku). Að loknu ávarpi umhverfisráðherra kl 09:00 voru flutt fjögur erindi; um samvinnu innanlands og utan, um dönsku ofurtölvuna, um sögu veðurlíkana og um líkanið Harmonie. Hér ber að líta örfáar myndir af fyrirlesurum, starfsmönnum og gestum.

Ingveldur Björg Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar, og Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni.

Áheyrendur í mótttökusal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7.

Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri umhverfis- og auðlindaráðuneytis, fyrir miðri mynd.

Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis, Hafdís Þóra Karlsdóttir, settur forstjóri Veðurstofunnar, og Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra.

Theodór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs, á tali við Nicolai Jónasson frá Vegagerðinni (t.v.) og Úlfar Linnet frá Landsvirkjun (t.h.).

Einar Sveinbjörnsson og Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingar.

Oddur Sigurðsson jöklafræðingur og Páll Bergþórsson veðurfræðingur.

Kristjana G. Eyþórsdóttir, sérfræðingur í mælarekstri, og Þór Jakobsson veðurfræðingur.


Á þessari síðu er að finna ýmsa viðburði sem tengjast viðfangsefnum Veðurstofunnar.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica