Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Talsvert hefur bætt í snjó á norðurhelmingi landsins, frá Vestfjörðum að Austfjörðum, en lítill nýr snjór er sunnan heiða. Snjór hefur safnast í suðlægar hlíðar í norðanhríð og skafrenningi og var lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Norðurland þann 19. janúar, og á Vestfjörðum þann 22. janúar. Mörg flóð hafa fallið á Norðurlandi og á Vestfjörðum í vikunni, sem gefur vísbendingu um viðvarandi veikt lag. Þó það dragi úr veðri á sunnudag og mánudag er líklegt að veik lög verði ennþá til staðar í snjóþekjunni, og hætta verði á því að fólk á ferð í brattlendi geti sett af stað snjóflóð. 
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. jan. 17:41

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hvöss norðanátt með snjókomu eða éljum um norðanvert landið, en þurrt og bjart syðra. Frost um land allt. Dregur hægt úr vindi og úrkomu á sunnudag og mándag.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. jan. 16:53


Snjóflóðahættutafla

Mjög mikil hætta
Mikil hætta
Töluverð hætta
Nokkur hætta
Lítil hætta

Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica