Hallakort

Hallakort - útskýringar

Hallakortinu er ætlað að veita upplýsingar um landhalla fyrir ferðafólk á Íslandi. Hallinn er sýndur í gráðum í nokkrum flokkum en hann er fyrst og fremst miðaður við upptakahalla snjóflóða. Hægt er að opna hallakortið með því að smella á myndina að neðan eða smella hér


Um snjóflóðahættu í fjallaferðum

Þegar fólk lendir í snjóflóðum í óbyggðum er algengast að viðkomandi sjálfur eða einhver í hópnum hafi sett snjóflóðið af stað með því að ferðast um upptakasvæðið eða nærri því. Sjaldgæft er að snjóflóð eigi upptök þar sem landhalli er minni en 30 gráður. Það er því hægt að draga verulega úr líkunum á því að lenda í snjóflóði í fjallaferðum með því að halda sig við brekkur sem eru með minna en 30° halla


Þekjur

Í efra horni hægra megin má sjá þær þekjur sem í boði eru. Þegar hallakort er opnað er sjálfgefið hakað við: Hallakort, Örnefni og Hæðarlínur en hægt er að kveikja og slökkva á þessum þekjum að vild. Hægt er að velja á milli þriggja mismunandi bakgrunnkorta.


Hallaþekja

Hallakortsþekjan sýnir landhalla sem er meiri en 27°, í sex mismunandi flokkum:



Flest snjóflóð eiga upptök í 30-45° landhalla. Ef hallinn er minni er ólíklegt að snjóflóð nái að fara af stað, og við meiri halla fer snjórinn gjarnan niður í smáskömmtum í stað þess að safnast upp. Taflan að neðan sýnir grófa flokkun á hvaða áhrif mismunandi halli hefur á snjóflóðahættu.


<30°
30-45°
>45°

Almennt eru litlar líkur á að snjóflóð fari af stað í brekkum sem eru með minni halla en 30°. Þau geta þó fallið í ákveðnum aðstæðum, t.d. ef útbreitt viðvarandi veikt lag er í snjónum.

Fólk getur einnig sett af stað snjóflóð í nálægri brekku með fjarbroti.

Algengasti upptakahalli snjóflóða af mannavöldum og náttúrulegra flekaflóða.

Stærstu og hættulegustu náttúrulegu snjóflóðin eiga yfirleitt upptök á þessu hallabili.

Í miklum halla dregur úr líkum á stórum flekaflóðum. Það eru einkum lausasnjóflóð sem falla.

Lítil snjóflóð geta verið hættuleg ef þau ýta fólki niður bratta / fram af klettum / í landslagsgildrur.  



Snjóflóðahætta á svæðum án skilgreinds upptakahalla á korti

Þegar ferðast er um fjalllendi þarf að hafa í huga að þó svo að viðkomandi sé ekki í skilgreindum upptakahalla snjóflóða á kortinu að þá getur þó verið snjóflóðahætta til staðar.
  • Snjóflóð úr nærliggjandi brekku. Aðstæður sem þessar geta t.d. skapast í vondum veðrum þar sem snjóflóð falla af náttúrulegum orökum eða ef önnur umferð eins og vélsleði eða skíðamaður setur af stað snjóflóð. Snjóflóð geta borist langar leiðir og niður á svæði með litlum halla.
  • Mikrólandslag og landslagsgildrur. Hallakortið er frekar gróft og því geta stuttar brekkur og lítil gil verið ógreinanleg á kortinu. Snjóflóð sem falla í því landslagi verða ekki stór en geta þó verið hættuleg. 
  • Villur í korti. Upplýsingar um halla landslags eru unnar upp úr IslandsDEM landlíkani Landmælinga Íslands (útgáfa 1.0). Í því geta leynst villur en slík svæði er best greind með því að bera saman halla og þéttleika hæðarlína.

Snjóflóðaútlínur


Hægt er að kveikja á þekju sem sýnir útlínur skráðra snjóflóða í gagnagrunni Veðurstofunnar þar sem lögð hefur verið vinna í að mæla eða teikna útlínu. Þéttleiki útlína er mestur í nágrenni við þekkta ofanflóðastaði nálægt byggð og þar sem skráningar og reglulegt eftirlit með snjóflóðahættu hefur verið í gegnum tíðina.

Hafa þarf í huga að fjölmörg snjóflóð falla á hverjum vetri án þess að eftir þeim er tekið og þau skráð. Fjölmörg snjóflóð eru einnig skráð í gagnagrunn Veðurstofunnar án þess að útlína sé teiknuð. Af þessum sökum er ekki hægt að draga þá ályktun að engin flóð hafa fallið eða geti fallið á svæðum þar sem engar útlínur eru til.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica