Mikil bráðnun 28.-31. mars og aftur komið vetrarveður

Snjóa hefur leyst mikið síðustu daga og eru dæmi um að skaflar hafi lækkað um 3 m á Vestfjörðum. Þegar hláka kemur í snjóinn er ávallt hætta á óstöðugleika og hafa blaut flóð víða fallið. Kólnað hefur í veðri og … Lesa meira

Hlýnandi veður

Nú hefur hlýnað í veðri og hiti heldur áfram að hækka smám saman fram á morgundaginn. Á vestanverðu landinu má búast við einhverri úrkomu sem verður rigning á láglendi. Þar sem nýsnævi er í fjöllum má búast við kögglarúlli, votum … Lesa meira

Snjógryfja frá Ísafirði 27. mars

Tekin var snjógryfja föstudaginn 27. mars við Kistufell inn af Seljalandsdal við Skutulsfjörð. Mikill lausasnjór var á svæðinu um 60 cm. Í þessari gryfju var ekki flekamyndun í lausasnjónum og hann þjappaðist bara niður í samþjöppunarprófi en gaf sig ekki. … Lesa meira

Bláfjöll athugun fyrir SV hornið 25. mars

Farið var í Bláfjöllin til að skoða hvernig snjórinn hafði sest síðan um helgina þegar það féllu nokkur flóð hjá okkur eftir hlákuna og svo nokkra ofankomu í kjölfarið. Almennt er þetta orðið ansi þétt og samloðandi en eins og … Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica