Snjógyfja í Vaðlaheiði 17.apríl

Snjógryfja var tekin í Vaðlaheiði, í Þingmannahnjúki, þann 17.apríl í 670 m hæð og í suðurviðhorfi. Þrálátar norðanáttir hafa myndað lagskiptan vindfleka og dægursveifla hefur einnig haft áhrif á efstulög snjósins, þar sem tvær þunnar hjarnlinsur eru ofarlega í snjógryfjunni. … Lesa meira

Snjógryfja úr Hólkotshyrnu í Ólafsfirði 16. apríl

Gryfjan var tekin í NA-vísandi hlíð í 400 m hæð þar sem vindflekar eru mun þynnri en í S-lægum viðhorfum. Samþjöppunarpróf gaf óslétt brot á nokkrum stöðum og slétt brot á kantkristöllum undir hjarnskel, efst í gamla hjarninu.

Snjógryfja við Húsavík

Í gær var tekin snjógryfja á Reykjaheiði, norðvestan við skíðasvæðið við Húsavík. Þar var harðpakkaður vindfleki sem reyndist mjög stöðugur og þokkalega bundinn við hjarnið, þar sem samþjöppunarpróf gaf enga svörun. Vindflekinn losnaði frá við mikið átak með skóflu og … Lesa meira

Snjógryfja í Skálarfjalli 13. apríl

Snjógryfja var tekin í suðvestur vísandi hlíð Skálarfjalls á norðanverðum Vestfjörðum í um 600 m hæð. Gryfjan sýndi lög af rúnnuðum og vindpökkuðum snjó með lagi af skara inn á milli. Neðst í gryfjunni var þykkur grunnur af harðfenni. Á … Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica