Snjógryfja frá Siglufirði, 2. desember

Snjógryfja var tekin í Skarðsdal í Siglufirði mánudaginn 2. desember. Í brekku sem vísar í norðvestur. Rúmir 40 cm af vindfleka ofan á skara. Kantaðir kristallar eru við skarann en ekki mikill óstöðugleiki í stöðugleikaprófunum. Samt sem áður ætti að … Lesa meira

Hríðarveðrið á Austfjörðum gengið niður

Það snjóaði töluvert á Austfjörðum um helgina og skóf í hvössum vindi. Vindátt var lengst af ANA á meðan mesta úrkoman gekk yfir en snérist í NA og N um leið og dró úr úrkomu og kólnaði. Snjódýpt hækkaði töluvert … Lesa meira

Aukin vöktun Snjóflóðavaktar Veðurstofunnar

Snjóflóðavaktin hefur haft aukna vöktun vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu á Austfjörðum síðan í gær. Það dró úr úrkomu um miðjan daginn en hún jókst lítillega aftur undir kvöldið. Vindur hefur snúist til NA-áttar úr A-ANA og er 20-24 m/s í fjallahæð. … Lesa meira

Hríðarveður á Austfjörðum

Það tók að snjóa í gærkvöldi á Austfjörðum og hvessti líkt og veðurspár gerðu ráð fyrir. Vindur í fjallahæð hefur verið af A og ANA og talsvert búið að snjóa. Það mælist svolítil aukning á snjódýptarmælum í Neskaupstað og Seyðisfirði … Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica