Rigning miðvikudaginn 20. maí.

Spáð er talsverðri rigningu á morgun, miðvikudag, einkum á sunnanverðu landinu. Það byrjar að rigna í nótt, en ákefðin verður mest síðdegis á morgun, og þá S- og SA-lands. Það verður hlýtt í veðri og snjóbráðnun bætist því við afrennsli … Lesa meira

Nýsnævi á Öræfajökli.

Töluvert snjóaði á SA landi í nótt og var um sem dæmi 8 cm snjódýpt á Kvískerjum í morgun. Búast má við að víða sé snjóflóðahætta til fjalla til dæmis á Öræfajökli í dag. Ennig hefur verið éljagnagur á norður … Lesa meira

Allstórt vott flekahlaup nærri Veiðivötnum laugardaginn 25. apríl

Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn, líklega í dag, laugardag, brotstál sennilega 2 m á hæð og þykktin neðst í tungunni um 3-4 m. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. Þessi snjóflóð eru til … Lesa meira

Hengjuhrun á Heljardalsheiði á Tröllaskaga fimmtudaginn 23. apríl

Almennt virðast snjóalög á Tröllaskaga traust þessa dagana enda hefur verið hlýtt, ekkert snjóað og snjóþekjan að miklu leyti blotnað niður úr þó enn megi finna þurran snjó með einhverri lagskiptingu þar sem snjórinn er þykkastur. Í hlýindunum þarf þó … Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica