Gæðavottun

Gæðavottun

Veðurstofa Íslands rekur gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001.

Flugveðurþjónusta Veðurstofunnar var gæðavottuð 2006 af British Standard Institute (BSI). Ísland hefur veigamiklu hlutverki að gegna varðandi öryggismál fyrir alþjóðlega flugumferð á Norður-Atlantshafssvæðinu.

Almenn veðurþjónusta Veðurstofunnar var gæðavottuð 2007.

Þá voru vatnamælikerfi, jarðskjálftavá og ofanflóðavá gæðavottuð í júní 2012. Uppfært vottunarskjal var gefið út í kjölfarið. Í júní 2013 bættust vatnavá, ofanflóðahættumat og umhverfisvöktun í vottað kerfi. Upplýsingatækni og fjarkönnun voru gæðavottuð í júní 2014.

Síðasta viðbótin við vottað kerfi er frá júní 2015. Þá bættist við reikningshald, rekstur, upplýsingaveita, verkefnastofa og eldfjallavá. Nýtt vottunarskjal var gefið út í kjölfarið.

Nú er öll þjónusta Eftirlits- og spásviðs og Fjármála- og rekstrarsviðs undir vottuðu kerfi, auk vatnamælikerfa og fjarkönnunar á Athugana- og tæknisviði og ofanflóðahættumat og efnavöktun á Úrvinnslu- og rannsóknasviði.

Markmið Veðurstofunnar er að gæðavottun taki til allar starfsemi stofnunarinnar. Það felur í sér:

  • Að öll þjónusta lúti skilgreindum og skilvirkum verkferlum
  • Að þjónustan uppfylli þær gæðakröfur sem til hennar eru gerðar

Gæðavottun starfsemi veðurstofa víða um heim er mikilvæg til að bæta rekstur þeirra og til að koma til móts við kröfur notenda.

Vottunarskjal
""
Skjal frá BSI um gæðavottun Veðurstofunnar. Einnig má skoða skjalið í betri gæðum (pdf 0,7 Mb).


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica