Gæðavottun

Gæðavottun og jafnlaunavottun

Markmið Veðurstofunnar er að gæðavottun taki til allar starfsemi stofnunarinnar. Það felur í sér:

  • Að öll þjónusta lúti skilgreindum og skilvirkum verkferlum
  • Að þjónustan uppfylli þær gæðakröfur sem til hennar eru gerðar

Gæðavottun starfsemi veðurstofa víða um heim er mikilvæg til að bæta rekstur þeirra og til að koma til móts við kröfur notenda.

Vottanir

Veðurstofa Íslands hefur rekið gæðastjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001 allt frá árinu 2006 og hlaut vottun þess efnis frá British Standard Institute (BSI) á því ári . Í upphafi náði vottunin eingöngu til flugveðurþjónustu, en 2007 var almennri veðurþjónustu bætt við umfang vottunarinnar. Umfangið hefur aukist hægt og bítandi frá þeim tíma og er starfsemi Veðurstofunnar nú nær öll gæðavottuð samkvæmt ISO 9001. Undirbúningur hófst árið 2015 á innleiðingu ISO 27001 vottunar vegna upplýsingaöryggis og fékk stofnunin vottun frá BSI 2017. Veðurstofa Íslands lauk svo innleiðingu jafnlaunakerfis í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85 2020.

Vottunarskjöl

Gadevottun16082024            ISO_27001            Jafnlaunavottun
ISO-9001                                         ISO-27001                                      Jafnlaunavottun


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica