Íslensk eldfjöll
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Um bókasafn Veðurstofu Íslands

GEGNIR - samskrá íslenskra bókasafna, þ. á m. bókasafns Veðurstofunnar.

GEGNIR - efni á safni Veðurstofu

Safn Veðurstofunnar er sérfræðisafn á sviði veðurfræði, vatnafræði, haffræði, jarðskjálftafræði, snjóflóða- og ofanflóðarannsókna og skyldra fræðigreina.

LEITIR Leitarvefur sem leitar samtímis í Gegni, sem er samskrá velflestra bókasafna í landinu, tengdu stafrænu íslensku efni, ásamt erlendum áskriftum að stafrænu vísindaefni í Landsaðgangi.

Safnkostur

Bókasafn Veðurstofu Íslands er sérhæft og því eru bækurnar á safninu fæstar til á öðrum söfnum hérlendis. Einnig eru mörg vísindatímarit, bæði prentuð og rafræn, í séráskrift safnsins. Bækur og ritraðir eru yfir sjö þúsund og er mikill meirihluti þeirra í Gegni, landskerfi bókasafna. Fjölmörg tímarit á fagsviði Veðurstofunnar eru í landsaðgangi að rafrænum gagnasöfnum og tímaritum. Stofnunin tekur þátt í að greiða fyrir þann aðgang.

Rit, útgefin af Veðurstofunni, eru mjög mörg aðgengileg í rafrænu formi á vef Veðurstofunnar, einnig í Gegni. Þá eru tímaritið Veðráttan og forverar hennar, allt aftur til 1873, aðgengileg á timarit.is.

Meðal efnis á safninu eru ritraðir frá WMO - World Meteorological Organization - og frá veðurstofum ýmissa landa.

Myndasafn Veðurstofunnar er þó nokkurt en því miður ekki leitarhæft utan stofnunarinnar. Myndir af ýmsum veðurtengdum fyrirbærum, sem og hafís, flóðum, jarðskjálftasprungum og fleiru eru vel þegnar. Veðurstofan áskilur sér rétt til að nota myndir sem hún fær sendar en ljósmyndara er að sjálfsögðu ávallt getið.

Þjónusta

Öllum er velkomið að leita til safnsins. Veitt er upplýsingaþjónusta, útveguð millisafnalán og leitað heimilda fyrir þá sem þess óska, bæði í ritakosti safnsins og í ýmsum gagnasöfnum - aðallega þó öðrum bókasöfnum - innlendum og erlendum. Rit safnsins eru til afnota á staðnum en síður til útláns. Hægt er að fá ljósrit / pdf. Lesaðstaða er á safninu.

Fyrirspurnir, beiðnir um ljósrit, athugasemdir, ábendingar, tillögur um efniskaup og annað sem notendur vilja koma á framfæri; bokasafn (hjá) vedur.is

Upplýsinga- og skjalastjóri Veðurstofunnar er Helga Kristín Guðlaugsdóttir upplýsingafræðingur.

Afgreiðslutími

Safnið er opið kl. 9:00-15:00 mánudag - fimmtudags, safnið er lokað á föstudögum. Ráðlegt er fyrir utanaðkomandi að hafa samband áður en komið er í heimsókn.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica