Virkni í eldgosinu hefur farið hægt minnkandi síðustu daga. Minni virkni er sýnileg á vefmyndavélum og gosórói hefur farið hægt minnkandi þegar horft er til síðustu daga.
Hraunflæði hefur haldið sig innan eldri hraunbreiðunnar og er lítið sem ekkert framskrið greinilegt utan hennar.
Nýjustu aflögunargögn benda til þess að landris sé hafið á ný í Svartsengi. GPS mælingar sýna hæga breytingu upp á við á nokkrum stöðvum. Nýjustu gervitunglamyndir frá ICEYE staðfesta þau merki sem berast frá GPS mælum.
Lesa meiraRafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-syðri og í Skálm síðan 4. desember síðastliðinn. Í lok júlí varð jökulhlaup í Leirá-syðri og Skálm, þar sem hlaupvatn flæddi m.a. yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Skálm. Í kjölfar jökulhlaupsins í júlí virðist jarðhitavatn úr jarðhitakötlum undir jöklinum hafa fengið greiðari leið frá þeim og í árfarvegi. Síðan í ágúst hafa þrír minni atburðir átt sér stað með hækkun á rafleiðni og vatnshæð, og er þetta sá fjórði í röðinni.
Lesa meiraTíðarfar í nóvember var mjög tvískipt. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.
Lesa meiraOfanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með
Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort
vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra,
staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein
mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram
á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi
sveitarfélaga.