Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris, þó hægt hafi örlítið á því á undanförnum vikum. Uppfærðir líkanreikningar benda til að kvikusöfnun nálgist miðgildi þess rúmmáls sem talið er að þurfi til þess að koma af stað kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Út frá mælingum, líkanreikningum og lærdómi dregnum af síðustu atburðum á Sundhnúksgígaröðinni eru vaxandi líkur á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meiraJanúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma. Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.
Lesa meira