Fréttir

Breytt fyrirkomulag á veðurfregnum í hádegisútvarpi Rásar 1 á RÚV - 30.11.2020

Á morgun, 1. desember, hefst nýr fréttaskýringaþáttur, Hádegið, á Rás 1 hjá RÚV. Lestur veðurfregna frá Veðurstofunni kl. 12.40 heyrir þá sögunni til. Sá veðurfregnatími hefur að mestu verið endurtekning á spám sem lesnar eru kl. 10.03 og verður sá tími óbreyttur. Veðurspá og viðvaranir verða engu að síður áfram hluti af hefðbundnum hádegisfréttatíma kl. 12.20.

Lesa meira

Ný grein komin út sem lýsir jöklabreytingum á Íslandi síðustu 130 ár - 27.11.2020

Í gær kom út grein í tímaritinu Frontiers in Earth Science um jöklabreytingar á Íslandi. Greinin lýsir breytingum á stærð jökla landsins frá því að þeir voru í hámarki undir lok svokallaðrar litlu ísaldar skömmu fyrir aldamótin 1900 og er samvinnuverkefni margra jöklafræðinga á nokkrum stofnunum sem stunda mælingar og rannsóknir á jöklum hérlendis. Greinin er tímabær samantekt á niðurstöðum rannsókna á íslensku jöklunum og hugsuð sem framlag íslenskra vísindamanna til næstu úttektarskýrslu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem ráðgert er að komi út árið 2022. Niðurstöðurnar sýna glögglega að meðalrýrnun íslensku jöklanna á flatarmálseiningu er með því mesta sem mælist á helstu svæðum jarðarinnar þar sem jökla er að finna utan stóru heimskautajöklanna.

Lesa meira

Ársskýrsla Veðurstofunnar kemur út á prenti í síðasta sinn - 19.11.2020

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands er óvenju innihaldsrík þetta árið. Tilefnið er 100 ára afmæli Veðurstofunnar sem var stofnuð árið 1920. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá stofnun Veðurstofunnar og er stiklað á stóru í sögu hennar í ársskýrslunni. Að auki er í skýrslunni hefðbundið yfirlit á náttúrufari ársins 2019.

Þetta er í síðasta sinn sem ársskýrslan er gefin út á pappír.

Lesa meira

Stutt og óvenjuleg skjálftahrina í Eyjafirði - 7.11.2020

Lítil jarðskjálftahrina hófst þann 31. október um 1 km norðan við Hrísey. Veðurstofan mældi um 30 jarðskjálfta í hrinunni sem lauk 4. nóvember. Skjálftarnir voru allir litlir eða innan við M1.5 og flestir innan við M1 að stærð. Fólk verður að öllu jafna ekki vart við skjálfta að þessari stærð, en þeir hafa vakið athygli þar sem óvanalegt er að svo margir skjálftar mælist á þessum slóðum.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica