Viðvarandi kuldatíð á landinu síðustu 6 vikur, frá 7. desember 2022 til 19. janúar 2023 er óvenjuleg. Tímabilið er kaldasta 6 vikna tímabil í Reykjavík frá 1918. Miklar breytingar urðu á veðrinu nú í nótt þegar lægð með hlýju lofti kom úr suðri yfir landið og hrakti þar með heimskautaloftið sem hefur verið ríkjandi yfir landinu undanfarið langt til norðurs.
Lesa meiraDesember var óvenjulega kaldur. Þetta var kaldasti desembermánuður á landinu síðan 1973. Í Reykjavík hefur desembermánuður ekki verið eins kaldur í rúm 100 ár, en desember 1916 var álíka kaldur og nú. Það var þurrt um mest allt land, og víða mældist desemberúrkoman sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Snjór og hvassviðri ollu talsverðum samgöngutruflunum seinni hluta mánaðarins. Loftþrýstingur var óvenju hár í mánuðinum.
24. nóvember síðastliðinn var stór stund á hinum merka stað Teigarhorni í Berufirði, en þá var afhjúpaður viðurkenningarskjöldur frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni fyrir yfir 100 ára samfelldar veðurathuganir á staðnum. Í raun hafa veðurathuganir átt sér stað í Berufirðimun lengur, eða samfleytt í 150 ár. Í nóvember 1872 hófust veðurathuganir á Djúpavogi, þær mælingar voru fluttar að Teigarhorni árið 1881 og hafa verið þar allt fram á þennan dag. Einungis er ein önnur veðurstöð á landinu sem hefur fengið slíka veðurkenningu frá Alþjóðaverðurfræðistofnuninni, en sú fyrri er veðurstöðin í Stykkishólmi.
Lesa meira