Fréttir

Eldgosinu norðan við Stóra-Skógfell er lokið - 6.9.2024

Uppfært 6. september kl. 16:00

Í ljósi þess að eldgosið sem hófst 22. ágúst er lokið, hefur hættumat verið uppfært. Helstu breytingar eru að svæði 3, þar sem upptök eldgossins voru, hefur verið fært niður í mikil hætta (rautt), sem er vegna þess að hætta á gosopnun, gasmengun og gjósku er talin minni. Einnig hefur hætta á svæði 6 farið niður í töluverð (appelsínugul) vegna þess að hætta á gasmengun er talin minni. Hætta er metin „lítil“ eða „mjög lítil“ á svæði 1 (Svartsengi).

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2024 - 3.9.2024

Ágúst var kaldur og úrkomusamur um allt land. Víða var meðalhitinn sá lægsti sem mælst hefur í ágústmánuði á þessari öld og ágústúrkoman mældist óvenjumikil á fjölda veðurstöðva. Loftþrýstingur var óvenjulágur um allt land. Meðalloftþrýstingur hefur aldrei mælst jafn lágur í ágústmánuði í Reykjavík frá upphafi mælinga árið 1820. Víða var óvenjuhvasst í mánuðinum. Mikil vatnsveður ollu vandræðum í flestum landshlutum í mánuðinum, en þau orsökuðu m.a. skriðuföll, flóð og mikla vatnavexti í ám.

Lesa meira

Árlegar mælingar voru gerðar í Öskju í ágúst - 2.9.2024

Árleg vettvangsferð var farin að Öskju í ágúst síðastliðinn, ferðin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Háskólans í Gautaborg. Vettvangsferðin fól í sér landmælingar (nívó- og GNSS-mælingar), pH- og hitamælingar í Víti, auk margþættra gasmælinga (CO2, H2S og SO2) á gufuhverasvæðinu í Vítisgíg.

Niðurstöðurnar styðja það sem sést á samfelldum GPS-mælum og á nýlegum InSAR-myndum, að landris heldur áfram í Öskju, en á hægari hraða síðan í september 2023. Hins vegar eru engin merki um að kvika sé að færast grynnra í jarðskorpuna.

Lesa meira

Skaftárhlaupi að ljúka - 30.8.2024

Uppfært 30. ágúst kl. 13:15

Síðustu tvo daga hefur rennsli í Skaftá farið lækkandi og mælist um 100 m3/s við Sveinstind. Vatnsmagn í ánni er því að verða svipað og það var áður en hlaup hófst þann 20. ágúst og atburðinum því að ljúka. 
Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica