Fréttir

IPCC kallar eftir höfundum fyrir Sérskýrslu um loftslagsbreytingar og borgir

Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, kallar eftir því að aðildarríki og áheyrnaraðilar tilnefni aðalhöfunda, samræmingarhöfunda og ritstjóra fyrir sérskýrslu um loftslagsbreytingar og borgir

19.8.2024

Skýrslur IPCC eru mikilvægur vísindalegur grundvöllur fyrir stefnumótun í loftslagsmálum á alþjóðlegum vettvangi, en nefndin sjálf framkvæmir ekki eigin rannsóknir heldur metur og dregur saman núverandi vísindalega þekkingu.  

Hundruð sérfræðinga um allan heim leggja fram tíma sinn og sérfræðiþekkingu til að búa til skýrslur IPCC. Mikilvægt er að höfundateymin endurspegli fjölbreytt sjónarmið og þekkingu á sviði vísinda, tækni og félags- og hagfræði. IPCC leggur einnig áherslu á jafnvægi kynja, sem og milli þeirra sem hafa reynslu af vinnu við IPCC skýrslur og þeirra sem eru nýir í ferlinu, þar á meðal yngri vísindamanna. 

Þessi nýja skýrsla um borgir mun fjalla um þróun í borgum, áskoranir og lausnir til að draga úr losun og áhættu.  Hér má nálgast útlínurnar sem voru samþykktar voru að skýrslunni á fulltrúafundi IPCC í byrjun Ágúst síðastliðinn. 

Skýrslan er hluti af víðtæku ferli við að meta og miðla nýjustu vísindalegum niðurstöðum fyrir stefnumótunar um loftslagsmál á alþjóðavísu. 

Þeir sérfræðingar sem eru tilnefndir þurfa að uppfylla kröfur um sérhæfingu og þekkingu sem má lesa betur um á síðu IPCC.

Nánari upplýsingar um undirbúning IPCC skýrslna, þar með talið stefnumótunarferlið, eru aðgengilegar á síðu IPCC.

Þeir sem hafa áhuga á að vera tilnefndir til þátttöku eru beðnir um að hafa samband við Önnu Huldu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofu Íslands, (tölvupóstur: annaol@vedur.is) fyrir 16. september. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja: 

  • Ferilskrá á pdf formi (að hámarki fjórar blaðsíður) á ensku 

Fyrir enn frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við: IPCC fjölmiðlasvið, tölvupóstur: ipcc-media@wmo.int 

Þeir sem óska eftir því að vera á póstlista og fá upplýsingar um það þegar kallað er eftir tilnefningum í hlutverk IPCC eru beðnir um að senda póst á annaol@vedur.is


Hlutverk Veðurstofu Íslands sem tengiliðs Íslands við IPCC 

Veðurstofa Íslands er landsskrifstofa IPCC á Íslandi í umboði umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Skrifstofustjóri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar (SLA) er tengiliður við IPCC. Sem slíkur sér hann um samskipti við IPCC ásamt því að tilnefna sérfræðinga í verkefni sem tengjast starfi IPCC.  

 



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica