Fréttir

Athuganir berast nú frá nýrri veðurstöð í Víðidal

Ný veðurstöð í Víðidal - 18.12.2018

Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting.

Lesa meira
Á Akureyri snjóaði mikið síðustu tvo dagana og mældist snjódýpt 75 cm þ. 30. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í nóvembermánuði.

Tíðarfar í nóvember 2018 - 3.12.2018

Nóvember var hlýr og hiti var yfir meðaltali á landinu öllu. Austanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Mikil hlýindi voru á landinu helgina 16. til 18. nóvember með sunnanátt og óvenju mikilli úrkomu á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældist úrkoman 83,2 mm á tveimur sólarhringum og er það mesta úrkoma sem mælst hefur á tveimur sólarhringum í Reykjavík. Norðaustan hvassviðri gekk yfir landið í lok mánaðar með þó nokkru fannfergi norðanlands. Snjódýpt mældist 75 cm á Akureyri þ. 30. sem er mesta snjódýpt sem mælst hefur þar í nóvembermánuði. 

Lesa meira
Kerlingarfjöll séð frá Blágnípujökli, sem skríður úr Hofsjökli til suðvesturs. Mynd: Valdimar Leifsson

Afkoma Hofsjökuls lítillega jákvæð - 23.11.2018

Niðurstöður mælinga sýna að afkoma Hofsjökuls var lítillega jákvæð 2018. Jákvæð afkoma hefur nú mælst tvö af síðustu fjórum árum. Vetrarákoma reyndist um 16% umfram 30-ára meðaltal á Hofsjökli og var hún meiri á jöklinum sunnanverðum en norðan til. Ljóst er að nokkurt lát hefur orðið á hinni miklu rýrnun sem hófst eftir 1994.

Lesa meira
Skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kom út í dag

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hefur aldrei mælst meira - 22.11.2018

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hef­ur aldrei mælst meira en á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem kom út í dag. Það virðist ekkert lát á þessari aukningu sem veldur loftslagsbreytingum, hækkun yfirborðs sjávar, súrnun sjávar og afbrigðilegu veðurfari.

Lesa meira

Vinna hafin við hættumat fyrir Svínafellsjökul - 16.11.2018

Fjöldi innlendra og erlendra sérfræðinga hélt erindi á ráðstefnu um framhlaup sem haldin var í Norræna húsinu í vikunni. Sérstök áhersla var lögð á Svínafellsheiði þar sem sprunga í berggrunni hefur uppgötvast og hætta er talin á framhlaupi. Á ráðstefnunni var meðal annars sagt frá reynslu norsku vatnafræðistofnunarinnar af vöktun óstöðugra fjallshlíða, en í Noregi eru sjö slík svæði talin sérlega varasöm og vöktuð nákvæmlega í rauntíma. Hafin er vinna við hættumat fyrir Svínafellsjökul, en í því felast nokkuð flóknir líkanreikningar og á vinnufundi í tengslum við ráðstefnuna ræddu íslenskir og erlendis líkansérfræðingar saman um þetta tilfelli.

Lesa meira
Jónas Hallgrímsson

Frumkvöðull á sviði veðurathugana - 16.11.2018

Dagur íslenskrar tungu er haldinn í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar til að heiðra framlag hans til íslenskunnar. En ljóðskáldið var líka náttúruvísindamaður og færði okkur mörg góð orð á því sviði. Það er hins vegar ekki á allra vörum að Jónas Hallgrímsson var aðalhvatamaður þess að komið var upp þéttu hitamælaneti á Íslandi.

Lesa meira

Haustþing Veðurfræðifélagsins - 15.11.2018

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í húsakynnum Veðurstofu Íslands í dag. Þema þingins er "Veður og orka". Erindin munu meðal annars fjalla um snjóhulu og orkubúskap, veður og bilanir í raflínum og veðurspár og endurnýjanlega orkugjafa.

Lesa meira
Umfang skriðunnar úr Fagraskógarfjalli er gríðarlegt

Nauðsynlegt að auka rannsóknir og vöktun á hættu af framhlaupum hérlendis - 8.11.2018

Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands og Norræna öndvegissetrið NORDRESS halda ráðstefnu um rannsóknir, vöktun og hættumat vegna berghlaupa.

Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu á framhlaupum og viðbúnaði við hættu af þeirra völdum hér á landi og stuðla að umræðu og stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á framhlaupahættu. Ráðstefnan verður haldin í Norrænahúsinu 13. nóvember.

Lesa meira

Tíðarfar í október 2018 - 2.11.2018

Október var fremur svalur, hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára um land allt. Tíð var þó nokkuð hagstæð. Úrkoma var víðast hvar yfir meðallagi.  

Lesa meira
ORF5

Yfirlit vegna Öræfajökuls - 26.10.2018

Samtúlkun mælinga á stöðunni í dag bendir til að kvikusöfnun sé á um 3 til 8 km dýpi. Hún byggir upp þrýsting inni í fjallinu og veldur þenslu og jarðskjálftavirkni á hringlaga öskjusprungum. Jarðhitaafl undir sigkatlinum hefur minnkað verulega. Hugsanlega varð hin snögga aukning í jarðhita í nóvember og desember 2017 vegna áhrifa kvikunnar á rætur jarðhitakerfisins en síðan hafi kerfið náð nýju jafnvægi við svipað hitaútstreymi og var áður. Jafnframt má vera að samfara auknu aðgengi kalds grunnvatns að efstu lögum fjallsins hafi efsti hluti jarðhitakerfisins kólnað. Virkni Öræfajökuls nú er dæmigerð fyrir eldfjöll sem búa sig undir eldgos. Virknin getur hætt áður en til goss kemur en um það er ekkert hægt að segja á þessu stigi.

Lesa meira
SnjorHopur2

Snjóflóðavarnir sanna sig enn einu sinni - 19.10.2018

Í gær lauk árlegum samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar sem haldinn var í Reykjavík.

Þær varnir sem byggðar eru upp hér á landi sönnuðu sig enn einu sinni í vetur. Í fyrsta lagi auka þær öryggi fólks til muna og í öðru lagi gera þær það að verkum að rýma þarf mun sjaldnar á þeim svæðum sem eru varin, með tilheyrandi raski og óþægindum. Ef varnanna hefði ekki notið við, hefði líklega þurft að rýma mörg hús á t.d. Siglufirði, Flateyri og í Bolungarvík í snjóflóðahrinu sem varð í nóvember.

Lesa meira
Austmannsbunga stendur uppúr Mýrdalsjökli norðaustast í öskjurima Kötlu

100 ár frá gosi í Kötlu - 12.10.2018

Í dag, 12. október, eru 100 ár frá því að gos hófst í Kötlu. Af þeim 32 eldstöðvum sem teljast virkar á Íslandi er Katla mögulega ein sú hættulegasta. Katla er fjórða virkasta eldstöðvakerfi landsins og hefur gosið a.m.k. 21 sinnum á síðustu 1100 árum. Frá landnámi og til ársins 1918 var meðallengd goshléa um 50 ár og því hefur Katla aldeilis látið bíða eftir sér.

Lesa meira
Fulltrúar Árborgar og Veðurstofunnar í vettvangsferð á Selfossi í morgun þar sem skoðaðar voru mögulegar staðsetningar veðurstöðvarinnar. Frá vinstri: Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjó

Sjálfvirk veðurstöð verður sett upp á Selfossi - 4.10.2018

Í morgun var undirritaður samningur á milli Veðurstofu Íslands og sveitarfélagsins Árborgar um rekstur veðurstöðvar á Selfossi. Veðurstöðin, sem verður staðsett í jaðri íbúabyggðarinnar, mun mæla lofthita, vindátt og vindhraða. Einnig verða gerðar mælingar á loftraka og úrkomu. „Við erum mjög ánægð með þessi skref sem við erum að stíga í samvinnu við Veðurstofuna. Aðgengi að staðbundnum veðurgögnum er liður í því að bæta þjónustu við íbúa sem og rekstur sveitarfélagsins. Gögn frá þessari stöð hafa áhrif á gæði þeirra ákvarðana sem við tökum sem snúa að þáttum í rekstri sveitarfélagsins sem eru háðir veðri, þá kannski sérstaklega fráveitumálum“, segir Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda- og veitustjórnar sveitarfélagsins Árborgar.

Lesa meira
Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands, var einn þeirra sem flutti erindi á málstofunni.

Áhrifa loftslagsbreytinga farið að gæta í rekstri sveitarfélaga - 3.10.2018

Það var góð mæting á málstofu með sveitarfélögum á suðvesturhorninu sem Veðurstofan hélt í morgun. Umræðuefnið var áhrif veðurs og loftslagsbreytinga á rekstur sveitarfélaga. Af umræðunum að dæma sem sköpuðust í lok málstofunnar er greinilegt að það er umtalsverð þörf fyrir frekari umræðu um málefni tengd loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á t.d. skipulagsvinnu sveitarfélaga.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2018 - 2.10.2018

September var fremur kaldur á landinu öllu. Hiti var vel undir meðallagi síðustu tíu ára en nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Norðanáttir voru tíðar um miðjan mánuðinn með bjartviðri suðvestanlands en úrkomu á Norðausturlandi. 

Lesa meira

Samstarf þjóða er nauðsynlegt ef hemja á loftslagsbreytingar og aðlagast þeim - 26.9.2018

Í sumar skiptust á hitabylgjur, þurrkar og skógareldar sem ollu slysum og tjóni og reyndu á getu þjóða til að takast á við hamfarir. Á Norðurlöndum og umhverfis Eystrasaltið var sumarið víða það hlýjasta síðan samfelldar mælingar hófust, en á Íslandi var óvenju úrkomusamt á hluta landsins. Sú spurning vaknar hvort veðurlag sumarsins sé dæmi um einstaklega ólíklega tilviljun, eða hvort þetta séu áhrif loftslagsbreytinga. Sé loftslagsbreytingum um að kenna – hvað er þá til ráða?

Lesa meira
Kortið sýnir á hvaða landsvæðum viðvaranir eru í gildi kl 15 föstudaginn 21. september

Norðan áhlaupið að ganga niður - 21.9.2018

Fyrsta norðan áhlaup haustsins er að ganga niður. Þó má búast við snjóþekju og hálku á vegum norðan- og austanlands á næstunni, sérílagi á fjallvegum. Vegfarendur sýni áfram aðgát. Nánar má fylgjast með ávefnum okkar.

Svo bendum við á vefVegagerðarinnar vegna færðar á fjallvegum.

Lesa meira
Kortið sýnir á hvaða landsvæðum viðvaranir eru í gildi á hádegi á fimmtudag

Útlit fyrir snjókomu á láglendi norðaustanlands - 20.9.2018

Allhvöss norðanátt áfram með snjókomu á heiðum fyrir norðan og austan.

Seinni partinn í dag og til fyrramáls má búast við snjókomu á láglendi norðaustanlands, þar er einnig spáð talsverðri úrkomu í nótt. Annað kvöld fer að draga úr vindi og úrkomu.

 

Sunnan Vatnajökuls er varað við norðvestan stormi með snörpum vindhviðum frá því snemma í fyrramálið og fram á eftirmiðdaginn á morgun.


Sjá nánar á vefnum okkar

Lesa meira
Viðvaranir 18. september 2018

Norðan áhlaupið vægara samkvæmt nýjustu spám - 18.9.2018

Samkvæmt nýjustu spám í dag, þriðjudag er útlitið skárra fyrir norðanáttina á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Spáð er eilítið hlýrra veðri á fimmtudag sem hækkar snjólínuna og ekki er lengur útlit fyrir aftaka úrkomumagn á föstudag. Engu að síður eru horfur á að snjór geti sest á vegi norðan- og austanlands, þá einkum fjallvegi, sem hefur áhrfif þessum árstíma þegar bílar eru að jafnaði vanbúinir til vetraraksturs. Því eru gular viðvaranir í gildi á norðanverðu landinu.

Lesa meira
Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi.

Norðan áhlaup snemma á ferðinni - 17.9.2018

Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á laugardag.

Lesa meira
Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Jörð skelfur við Bláfjöll - 14.9.2018

Þann 13. sept. kl. 20:17, urðu tveir jarðskjálftar um M4 að stærð með aðeins 5 sekúndna millibili, 6 km suður af Bláfjöllum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Ölfusi og á Akranesi.

Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Lesa meira
Atvinnuveganefnd við hús Veðurstofunnar

Sólin skein á atvinnuveganefnd Alþingis - 13.9.2018

Atvinnuveganefnd heimsótti Veðurstofuna í morgun og var margt rætt þegar farið var yfir verkefni og áherslur. Árni Snorrason, forstjóri, veitti nefndinni innsýn í fjölbreytt verkefni Veðurstofunnar meðal annars þau sem snúa að vöktun náttúrunnar og rannsóknum. Sérstaklega var rætt um uppbyggingu veðursjárkerfis og var mikill stuðningur meðal nefndarmanna við áform Veðurstofunnar um bætta veðurþjónustu.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2018 - 3.9.2018

Ágúst var fremur svalur mánuður. Hiti var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990 en nær allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára, einna síst austanlands. Úrkoma var meiri en í meðallagi norðan- og austanlands en fremur sólríkt var á vesturhluta landsins. 

Lesa meira
Þakplata vafin utan um póstkassastaurinn við bæinn

Veðurstofan greinir vegsummerki eftir skýstróka - 30.8.2018

Þriðjudaginn 28. ágúst fóru þær Elín Björk Jónasdóttir og Guðrún Nína Petersen, veðurfræðingar á Veðurstofunni, í vettvangsferð að bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri. Skýstrókar ollu miklu tjóni þar á bæ þann 24. ágúst. Af öllum vegsummerkjum að dæma er augljóst að þarna gekk mikið á. Stórt brak barst langt frá upphaflegum stað, þök rifnuðu og  stafninn og þakið á reykkofanum fauk og hefur ekki fundist.

Lesa meira

Norrænu veðurstofurnar hyggja á samstarf um sameiginlegan rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna - 18.8.2018

Fundi forstjóra norrænu og baltnesku veðurstofanna á Veðurstofu Íslands lauk í dag. Á fundinum undirrituðu forstjórarnir viljayfirlýsingu um samstarf um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna. Hollenska og írska veðurstofan eru einnig aðilar að samstarfinu. Þetta samstarf kemur til með að byggja á þeim árangri sem náðst hefur í samstarfi norrænu og baltnesku veðurstofanna á vettvangi NordNWP (Numerical Weather Predictions).

Lesa meira

Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal - 13.8.2018

Stór sprunga hefur opnast inná fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn.  Sprungan er á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi framhlaupsins, þann 13. júlí. Nánar tiltekið í innanverðu skriðusárinu. Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50-150 þúsund m3 en hrun af þessari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á láglendi og mun efnið líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.

Lesa meira
Deildarmyrkvi

Sólmyrkvi 11. ágúst 2018 - 9.8.2018

Laugardagsmorguninn 11. ágúst 2018 milli kl. 08 og 09 sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.  Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  

Lesa meira

Viðvörun: Skaftárhlaup stendur yfir - 2.8.2018

Fréttin er uppfærð reglulega

9.8. kl 14:00

Rennsli í Skaftá er komið aftur í eðlilegt horf miðað við árstíma og Skaftárhlaupinu því að mestu lokið. Enn mælist mikið rennsli í Grenlæk og Tungulæk þar sem vatnshæð stendur hátt, en áætlað er að það muni taka 7-8 daga að ná jafnvægi



Lesa meira
mynd

Tíðarfar í júlí 2018 - 2.8.2018

Mánuðurinn var hlýr og bjartur austanlands en fremur svalur og sérlega sólarlítill sunnan- og vestanlands. Úrkoma var yfir meðallagi um mest allt land og mánuðurinn var víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið. Snögg hitabylgja gekk yfir landið þ. 29. þegar hitinn fór allvíða yfir 20 stig. 

Lesa meira
Hítardalur gagnvirkt þrívíddar landlíkan

Hreyfingar í Fagraskógarfjalli í einhvern tíma áður en skriðan féll - 20.7.2018

Útbúið hefur verið landlíkan af skriðunni byggt á ljósmyndum sem teknar voru úr þyrlu, GPS mælingum og mælingum með TLS leysitæki.

Svokallaðar bylgjuvíxlmælingar (InSAR) úr gervitunglum sýna að svæðið þar sem skriðan féll hefur verið á hreyfingu í einhvern tíma fyrir framhlaupið.  Urðin sem framhlaupið kom úr sker sig úr umhverfinu á radarmyndum sem unnar hafa verið með InSAR greiningu. Hreyfingin síðustu daga fyrir framhlaup hefur numið a.m.k. einhverjum sentimetrum, en einnig sést að svæðið var á hreyfingu árin 2016 og 2017. 

Lesa meira

Ríkisstjórnarfundur á framhlaupsbrún - 17.7.2018

Ríkisstjórn Íslands kom við í Hítardal að morgni mánudags 16. júlí og skoðaði framhlaupið úr Fagraskógarfjalli á leið út á Snæfellsnes þar sem hún hélt fund síðar um daginn.

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, og Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur, lýstu framhlaupinu sem féll 7. júlí sl. og þeirri jarðarumrótan sem fyrir augu bar.

Rædd voru ofanflóðamál og nauðsyn aukinnar vöktunar og viðbúnaðar hér á landi í sambandi við skriðuföll.

Lesa meira
ljósmynd

Yfirlit vegna Öræfajökuls - 13.7.2018

Að loknum samráðsfundum í gær og í dag, meðal annars með Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Íslenskum orkurannsóknum, hafa Almannavarnir gefið út samantekt um núverandi stöðu, mögulega þróun og viðbragðsáætlanir. Lesa meira
urk_mai_juni_2018

Úrkoma í maí og júní 2018 - 10.7.2018

Úrkoma hefur verið óvenjumikil um suðvestanvert landið í maí og júní. Myndin sýnir uppsafnaða úrkomu í Harmonie veðurspálíkani Veðurstofu Íslands fyrir maí og júní mánuð. Úrkoman er sýnd sem hlutfall (%) af meðalástandi þessara mánaða, en meðaltalið er reiknað með því að nota ICRA endurgreiningu Veðurstofunnar maí og júní 1980 til 2017. Gulleitir litir sýna svæði þar sem úrkoma hefur verið undir meðallagi í maí og júní, en grænir og uppí bláa liti þau svæði þar sem úrkoma hefur verið yfir meðallagi. Í stórum dráttum ber úrkomu saman við athuganir.

Lesa meira
Umfang skriðunnar úr Fagraskógarfjalli er gríðarlegt

Stórt framhlaup úr Fagraskógarfjalli í Hítardal - 9.7.2018

Skriðan, sem féll að morgni 7. júlí, fór yfir Hítará og stíflaði hana með þeim afleiðingum að lón myndaðist ofan skriðutungunnar. Daginn eftir fann áin sér nýjan farveg yfir hraunið og í Tálma, hliðará sem sameinast Hítará nokkrum kílómetrum neðar. 

Bráðabirgðamat á rúmmáli framhlaupsins er á bilinu 10–20 milljón m3. Flatarmálið er nálægt 1,5 milljón m2 og þar sem skriðan er þykkust er hún líklega 20–30 m að þykkt, en jaðarinn er víða 5–10 m þykkur. 

Skriðan er því talin vera ein af stærstu skriðum sem fallið hafa á sögulegum tíma á Íslandi, en til samanburðar var berghlaupið í Öskju í júlí 2014 um 20 milljón m3

Lesa meira

Mælibúnaði komið upp við Svínafellsjökul - 6.7.2018

Í dag var settur upp hluti þess mælibúnaðar sem áætlað er að koma upp við sprungu í Svínafellsheiði ofan Svínafellsjökuls. Þar er óttast að framhlaup geti orðið og talið er mikilvægt að vakta svæðið, m.a. með síritandi mælibúnaði. 

Minnt er á að Almannavarnir hafa varað við ferðum á Svínafellsjökul við þessar aðstæður og ferðalangar eru hvattir til þess að staldra stutt við á útsýnisstöðum við sporð jökulsins.

Lesa meira

Tíðarfar í júní 2018 - 3.7.2018

Mánuðurinn var óvenju þungbúinn um landið sunnan- og vestanvert. Sólskinsstundir í Reykjavík hafa ekki mælst eins fáar síðan árið 1914. Úrkoma var mikil í þessum landshlutum og veður fremur svalt. Á austanverðu landinu var aftur á móti hlýtt og sólríkt. Hiti fór þar margoft yfir 20 stig. Sunnan- og suðvestanáttir voru ríkjandi.

Lesa meira

Sprungur í Svínafellsheiði - 22.6.2018

Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Breidd sprungunnar var mæld árið 2016 og mælingin var endurtekin árið 2017. Þá kom í ljós að sprungan hafði gliðnað um 0,4 til 1,3 cm á einu ári. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum.

Almannavarnir vara við ferðum á jökulinn við þessar aðstæður og beina þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila að þeir fari ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á skriðuföllum á jökulinn. Einnig er þeim tilmælum beint til ferðafólks að menn staldri stutt við á útsýnisstöðum við sporð Svínafellsjökuls til þess draga úr hættu sem felst í ferðalögum í nágrenni við jökulinn.

Lesa meira
Framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, kjörinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar - 21.6.2018

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, var kjörinn í framkvæmdastjórn Alþjóðaveðurfræðistofnunnarinnar ( WMO ) á þingi stjórnarinnar sem nú stendur yfir í Genf í Sviss. Framkvæmdastjórnin ( Executive Council ), sem hittist árlega, mun á þessu þingi leggja áherslu á að tryggja framgang þeirra verkefna Alþjóðaveðufræðistofnunarinnar sem auka getu aðildarþjóðanna til að takast á við aukna náttúruvá tengda loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Viðvörun vegna hafíss - 6.6.2018

Nýjustu ratsjármyndir (kl:08:21 6.júní) gefa til kynna að hafís sé um 14 sjómílur norður af Kögri. Eins virðist vera ísdreif sé um 8 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi. Stöku borgarís er á svæðinu og mikið um gisinn ís og töluverða bráðnun. Eftir viðvarandi suðvestanátt á Grænlandssundi að undanförnu færist ís nær landi og búast má við að svo verði áfram fram á laugardag. 

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2018 - 1.6.2018

Fremur svalt var í veðri í maí um landið suðvestanvert á meðan hlýtt var á Norðaustur- og Austurlandi. Mjög hlýir dagar voru í lok mánaðar á Norðuausturlandi. Mánuðurinn hefur verið óvenju úrkomusamur, þá sérstaklega vestanlands. Ný mánaðarúrkomumet voru sett á nokkrum stöðvum í maí. Í Reykjavík mældist úrkoma alla daga mánaðarins og hefur ekki mælst eins mikil úrkoma þar frá upphafi mælinga. 

Lesa meira
Oddur Pétursson á námskeiði í Kanada 1991

Frumkvöðull í snjóathugunum fallinn frá - 1.6.2018

Oddur Pétursson var snjóathugunarmaður á Ísafirði frá 1984 til 2013 er hann lét af störfum sökum aldurs. Oddur átti stóran þátt í að móta verklag við snjóathuganir hér á landi í samstarfi við nýtilkomna snjóflóðadeild á Veðurstofunni og var leiðandi í vinnubrögðum og túlkun á niðurstöðum. Hann er frumkvöðull í snjóathugunum og eftir hann liggur mikið starf sem nú er byggt á til þess að bæta öryggi fólks gagnvart snjóflóðavá.

Lesa meira
Frá undirritun yfirlýsingarinnar

Forstöðumenn undirrita yfirlýsingu um loftslagsmarkmið stofnana - 29.5.2018

Forstöðumenn stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins undirrituðu 25. maí yfirlýsingu um að setja loftslagsmarkmið fyrir stofnanirnar. Munu markmiðin miða að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og að starfsemi stofnananna verði kolefnishlutlaus.

Lesa meira
Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Ennþá snjóflóðahætta til fjalla - 23.5.2018

Eftir lægðagang undanfarið er töluverður snjór til fjalla á jöklum og hálendinu. Sleðamenn komu af stað snjóflóði í Skriðutindum á mánudag og segja mikið vera af flóðum á því svæði. Á fimmtudag í síðustu viku lentu menn í snjóflóði á Grímsfjalli.

Það er því ástæða til að minna á að enn er vetur til fjalla inn til landsins og sumstaðar talsverð snjóflóðahætta á jöklum og hálendinu. Einnig er minnt á að þótt lítill snjór sé til fjalla meðfram ströndinni, þá þarf ávallt að fara með gát þar sem nýsnævi er í bröttum brekkum. Það getur verið hættulegt að setja af stað lítið flóð, ef afleiðingar falls eru alvarlegar.

Lesa meira

Einstök veðurstöð rís í Urriðaholti - 15.5.2018

Veðurstofa Íslands, Háskóli Íslands, Garðabær og Urriðaholt ehf. undirrituðu samstarfssamning um uppbyggingu rannsóknarmiðstöðvar á sviði blágrænna regnvatnslausna þann 11. maí. Miðstöðin verður vettvangur langtímavöktunar á veðurfari sem innifelur þætti sem skipta sköpum í fráveituhönnun t.d. regn, hita, sólarorku og snjóalög. Jafnframt var undirritaður þjónustusamningur milli Garðabæjar og Veðurstofu Íslands um rekstur á hátækniveðurstöð sem sett verður upp í Urriðaholti. Stöðin og búnaður henni tengdur mun verða einstök veðurstöð til tilrauna á landsvísu. Þar eru m.a. sérhæfð tæki til mælinga vegna sjálfbærra regnvatnslausna, svo og á úrkomu á einnar mínútu fresti, í fyrsta sinn á Íslandi.  

Lesa meira

Sprunga ofan Svínafellsjökuls og mögulegt berghlaup - 9.5.2018

Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Í vor uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í berggrunni. Ef sprungurnar eru tengdar, þá er sá hluti hlíðarinnar sem hreyfist um 1 km2 að flatarmáli og gróft fyrsta mat gefur til kynna að rúmmál efnisins gæti verið yfir 60 milljón m3. Ekki er hægt að útiloka að allt stykkið hlaupi fram í heilu lagi í stóru berghlaupi niður á jökulinn, en einnig gæti það hrunið í smærri hlutum. 

Á Svínafellsjökli hefur verið talsverð umferð ferðamanna allt árið um kring. Almannavarnir vilja benda á að við aðstæður eins og hér um ræðir þurfi að gæta sérstakrar varúðar í ferðum á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum.

Lesa meira
ljósmynd

Almannavarnir viðhalda óvissustigi í nágrenni Öræfajökuls - 4.5.2018

Hátt í níu mánuðir er liðnir frá því að óróa var vart í Öræfajökli. Þann 17. nóvember 2017 var litakóði fyrir flug settur á gult og óvssustigi Almannavarna lýst yfir vegna aukinnar virkni í eldstöðinni, en Öræfajökull er virk eldstöð sem  tvisvar hefur gosið á sögulegum tíma, 1362 og 1727. Aukin virkni lýsti sér með skjálftavirkni, merki um gas í Kvíá og myndunar hringlaga ketils á yfirborði jökullsins í öskju Öræfajökuls.  Þetta benti til aukinnar jarðhitavirkni í öskjunni í samanburði við síðustu áratugi.

Lesa meira

Veruleg þörf á aðlögun vegna áhrifa loftslagsbreytinga - 3.5.2018

Fjölmenni sótti kynningarfund á nýrri skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem haldinn var á Veðurstofunni í dag. Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands, afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra fyrsta eintakið. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands og formaður Vísindanefndar, kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2018 - 3.5.2018

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í apríl. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Austanáttir voru ríkjandi og fremur úrkomusamt austanlands.

Lesa meira

Jöklar á Íslandi rýrna enn - 20.4.2018

Afkoma íslensku jöklanna hefur verið neikvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Árið 2016 mældist afkoman aftur neikvæð eins og flest undanfarin ár og einnig fyrir Langjökul og Hofsjökul árið 2017 en Vatnajökull var þá nærri því að vera í jafnvægi. Jöklarnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.

Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar: Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum“. 

Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur Veðurstofunnar - 5.4.2018

Fjölmenni sótti ársfund Veðurstofunnar í dag enda mörg áhugaverð erindi á dagskrá undir yfirskriftinni „Tekist á við náttúruöflin“. Jórunn Harðardóttir fjallaði um mikilvægi hættu- og áhættumats, Sara Barsotti og Matthew J. Roberts sögðu frá umbrotunum í Öræfajökli og þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp út frá mælingum og rannsóknum á þeirri virkni sem nú á sér stað í jöklinum. Davíð Egilson og Esther H. Jensen fjölluðu síðan um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2018 - 4.4.2018

Mars var mjög tvískiptur. Fyrri helmingur mánaðarins var fremur kaldur. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi, nánast úrkomulaust var um landið sunnan- og vestanvert og sérlega sólríkt. Á meðan var töluverður snjór um landið norðan og austanvert. Seinni hluti mánaðarins var hlýrri og suðlægari áttir algengari. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um illviðri. 

Lesa meira

Ársfundur Veðurstofunnar 2018 - 4.4.2018

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, á morgun, fimmtudaginn 5. apríl, kl. 9.00 - 11.00. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8. Lesa meira

Nauðsynlegt að auka samvinnu um veðurathuganir og rannsóknir á Norðurheimskautinu - 27.3.2018

Á Norðurheimskautssvæðinu og nærliggjandi svæðum eiga sér stað breytingar sem ekki hafa sést áður og eru loftslagsbreytingar þar hraðari og hlýnun meiri en annarsstaðar á jörðinni. Mælingar benda til þess að þessi vetur verði sá hlýjasti frá upphafi mælinga á norðurheimskautssvæðinu. Meðal umhverfisbreytinga má nefna að bráðnun sífrera veldur óafturkræfum breytingum á náttúrufari og skemmdum á innviðum.

Lesa meira
ljósmynd

Mælingar á gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli - 26.3.2018

Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældi í dag gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar. Mælingarnar sýndu ekki mælanlegan styrk H2S, SO2 og CO  í hellinum í dag og súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður, ennfremur var enga lykt að finna á svæðinu eða í hellinum. 

Lesa meira

Alþjóða veðurdagurinn 2018 - 23.3.2018

Umfjöllunarefni dagsins er íslendingum vel kunnugt, veður og veðurfar. Í ár er athyglinni þó sérstaklega beint að því hvernig samfélög bregðast við aftaka veðri eða veðurvá til skemmri eða lengri tíma. Loftslagsbreytingar hafa í för með sér breytta veðurvá og hvað þetta varðar hefur árið 2018 hingað til verið áframhald af árinu 2017, með miklum öfgum í veðri með tilheyrandi eignatjóni og mannskaða. 

Lesa meira
merki

Alþjóðlegur dagur vatnsins er í dag - 22.3.2018

Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir þessum degi síðastliðinn 25 ár. Markmiðið með þessum degi er að benda á mikilvægi vatns fyrir samfélög og allt líf jarðar. Þema ársins í ár er „Nature for Water“. Hér er sjónum beint að regnvatnslausnum þar sem lögð er áhersla á að viðhalda eins og kostur er náttúrulegri hringrás vatns á hverjum stað.

Lesa meira
mynd

Veðurmælingar frá Akureyri - 16.3.2018

Rannsóknaflugvél í eigu Bresku heimskautarannsóknastofnuninnar hefur verið hér á landi við veðurrannsóknir á vegum verkefnisins Iceland Greenland seas Project (IGP), einkum á hafsvæðinu fyrir norðan Ísland til að mæla flæði á hita, raka og skriðþunga á milli sjávar og lofthjúps á svæðinu að vetrarlagi og hvernig veðurkerfi stjórna slíku flæði. Lesa meira
mynd

Tíðarfar í febrúar 2018 - 2.3.2018

Febrúar var illviðra- og úrkomusamur. Vindhraði var vel yfir meðallagi og úrkoma mikil, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en aðeins undir meðallagi síðustu tíu ára á Suður- og Suðvesturlandi. Töluverðar truflanir voru á samgöngum. 

Lesa meira
mynd

Ráðherra í heimsókn á Veðurstofunni - 2.3.2018

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Veðurstofuna á dögunum. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar tók á móti  ráðherranum og kynnti fyrir honum helstu viðfangsefni og framtíðaráform stofnunarinnar. Guðmundir Ingi sat einnig stuttan fyrirlestur Halldórs Björnssonar, hópstjóra veðurs og loftlags, um loftslagsmál, ásamt því að heimsækja eftirlitssal Veðurstofunnar.  Lesa meira
mynd

EUROVOLC – Evrópusamstarfsverkefni í eldfjallafræði hafið - 23.2.2018

Yfir 70 sérfræðingar í jarðvísindum og veðurfræði frá níu Evrópulöndum hittust í Keflavík fyrri hluta mánaðarins til að hefja samstarf um verkefnið "EURopean Network of Observatories and Research Infrastructures for VOLCanology".

Lesa meira
kort

Dregið hefur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey - 23.2.2018

Verulega hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey síðustu daga. Enn mælist þó mikill fjöldi skjálfta á svæðinu og af og til verða litlar
skjálftahviður með skjálfta allt að 3 að stærð. Í nótt 23. febrúar mældust tveir skjálftar 2,8 að stærð sem áttu upptök um 13 km norður af Grímsey. Lesa meira
mynd

Loftmengun í íshellinum í Blágnípujökli - 20.2.2018

Þann 14. febrúar s.l. birti Veðurstofan viðvörun á vef sínum vegna loftmengunar í íshelli í Blágnípujökli. Laugardaginn 17.2. fór hópur ferðafólks í hellinn og var styrkur lofttegunda þá mældur. Eftir nokkurra mínútna göngu inn eftir hellisgólfinu var styrkurinn kominn yfir 20 ppm (milljónustu hluta). Styrkurinn fór hækkandi og á 2 mínútna tímabili mældust mjög há gildi, á bilinu 120-183 ppm. Var þá snúið við enda er fólki bráð hætta búin í svo menguðu lofti.

Lesa meira
mynd

Jarðskjálftavirknin við Grímsey í nótt, 19. febrúar - 19.2.2018

Snemma í morgun, kl. 05:38, varð skjálfti af stærð 5,2 með upptök um 14 km ANA af Grímsey og fannst hann vel víða um norðanvert landið. Fjórir aðrir skjálftar af stærð M4-4,5 mældust einnig í nótt og í morgun. Upptök skjálftanna voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, á um 10 km dýpi.

Lesa meira
mynd

Skjálftahrina við Grímsey - 16.2.2018

Jarðskjálftahrinur hafa verið mjög tíðar í nágrenni Grímseyjar undanfarin misseri. Jarðskjálftahrina um 10-12 km norðaustan við Grímsey hefur staðið nær óslitið frá 14. febrúar og um hádegi þann 16. febrúar höfðu hátt á annað þúsund skjálftar mælst á svæðinu.

Lesa meira
ljósmynd

Íshellir í Hofsjökli – viðvörun - 14.2.2018

Í sjónvarpsfréttum að kvöldi 11. febrúar var fjallað um nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, sem gengur suðvestur úr Hofsjökli. Framan við jökulinn eru nýleg merki umbrota sem þarna urðu haustið 2017. Gæta verður ítrustu varúðar við hellinn og óráðlegt er að fara inn í hann án gasmælitækis.

Lesa meira
kort

Skjálfti af stærð 3,6 í öskju Öræfajökuls - 9.2.2018

Jarðskjálfti af stærð 3,6 varð í öskju Öræfajökuls klukkan 5:07 í morgun, 9. febrúar. Um 10 eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Nokkrir íbúar í nágrenni Öræfajökuls fundu skjálftann.

Lesa meira
ljósmynd

Mæliátak á Norðurheimskautssvæðinu - 7.2.2018

Í febrúarbyrjun hófst nokkurra vikna mæliátak á Norðurheimskautssvæðinu sem felst í auknum  hefðbundnum mælingum til þess að fá sem heildstæðastar mælingar á svæðinu. Í framhaldi verða gerða tilraunir með veðurspálíkön með það að markmiði að besta mælikerfið á heimsskautssvæðinu og öðlast betri skilning á áhrifum veðurathugana á heimskautssvæðum á gæði veðurspáa fyrir lægri breiddargráður.

Lesa meira
mynd

Tíðarfar í janúar 2018 - 2.2.2018

Veður var umhleypingasamt en tíð var þó nokkuð hagstæð miðað við árstíma. Hiti var víðast hvar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára. Hálka þótti mikil og þrálát.

Lesa meira

Niðurstöður gasmælinga í Holuhraunsgosinu birtar í tímaritinu Geosciences - 22.1.2018

Í tímaritinu Geosciences er greint frá því að meira brennisteinstvíildi (SO2) hafi komið upp í Holuhraunsgosinu 2014-2015 en í nokkru öðru hraungosi í heiminum síðan 1978, eða síðan gervitunglamælingar á gosmökkum hófust. Eldfjallafræðingur á Veðurstofu Íslands leiddi rannsóknina en þátttakendur voru frá 16 rannsóknarstofnunum í ýmsum löndum. Lesa meira

Tíðarfar ársins 2017 - 19.1.2018

Árið 2017 var hlýtt og tíð hagstæð. Febrúar, maí, september og október voru sérlega hlýir. Úrkoma var þó óvenjumikil um landið austanvert. Tjón hlaust af flóðum og skriðuföllum á Suðaustur- og Austurlandi í lok september sem komu í kjölfar mikillar úrkomu og hlýinda til fjalla á svæðinu. Óvenjumikil snjódýpt mældist í Reykjavík í febrúar og mars eftir að 51 cm jafnfallinn snjór féll aðfaranótt sunnudagsins 26. febrúar. Alhvítir dagar á Akureyri voru óvenjufáir og hafa ekki verið eins fáir síðan mælingar hófust. Árið endaði í svalara lagi, nóvember var kaldur og síðustu dagar desembermánaðar voru þeir köldustu á árinu. Vindar voru með hægara móti um land allt.  

Lesa meira
Ljósmynd.

Rit um áhrif gossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu - 12.1.2018

Nýverið kom út í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands ritið Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Þar fjalla sérfræðingar á ólíkum fagsviðum um mögulegt umhverfisálag vegna eldgosa og gera grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna- og vöktunarverkefna þar sem reynt var að meta áhrif eldgossins í Holuhrauni á umhverfi og heilsu. Meðal höfunda eru sjö starfsmenn Veðurstofu Íslands. Lesa meira
ljósmynd

Tíðarfar í desember 2017 - 3.1.2018

Desember þótti svalur en veður voru hæg. Síðustu dagar ársins voru sérlega kaldir á landinu, þá sérstaklega norðaustanlands. Úrkoma og vindhraði voru undir meðallagi.   

Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica