Fréttir
Viðvaranir 18. september 2018
Kortið sýnir á hvaða landsvæðum viðvaranir eru í gildi á hádegi á fimmtudag

Norðan áhlaupið vægara samkvæmt nýjustu spám

Engu að síður eru horfur á að snjór geti sest á vegi norðan- og austanlands, þá einkum fjallvegi

18.9.2018

Samkvæmt nýjustu spám í dag, þriðjudag er útlitið skárra fyrir norðanáttina á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Spáð er eilítið hlýrra veðri á fimmtudag sem hækkar snjólínuna og ekki er lengur útlit fyrir aftaka úrkomumagn á föstudag. Engu að síður eru horfur á að snjór geti sest á vegi norðan- og austanlands, þá einkum fjallvegi, sem hefur áhrfif þessum árstíma þegar bílar eru að jafnaði vanbúinir til vetraraksturs. Því eru gular viðvaranir í gildi á norðanverðu landinu.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica