Fréttir

Jólasnjór í Reykjavík 2007.

Árið 2007 - 28.12.2007

Árið var það tíunda hlýjasta frá upphafi mælinga á velflestum stöðvum um sunnan- og vestanvert landið en það 14. til 15. hlýjasta norðaustanlands. Lesa meira
Jarðskjálftar við Upptyppinga

Jarðskjálftayfirlit 10. -16. desember 2007 - 19.12.2007

Mesta virkni vikunnar var við Upptyppinga þar sem skjálftahrinan sem hófst föstudagskvöldið 14. desember hélt áfram um þá helgi og fram eftir vikunni. Lesa meira
Veðurkort 25. desember 1949

Jólaveðrið á landinu ... - 17.12.2007

Á einföldum Íslandskortum er hægt að sjá hvernig veðrið var á hádegi á jóladag, allt frá árinu 1949.

Lesa meira
Jarðskjálftakort af Íslandi 3. - 9. desember 2007

Jarðskjálftayfirlit 3. - 9. desember 2007 - 13.12.2007

Í vikunni voru 580 skjálftar staðsettir. Mesta virknin var austan við Upptyppinga, en skjálftahrina hófst þar á föstudagskvöldinu 7. desember. Lesa meira
mælitæki hlaðið ísingu

Veðurhæðin 12.-13. desember - 13.12.2007

Í hvassviðrinu 12.-13. desember 2007, mældist 3 sekúndna hviða 64 m/s á Skálafelli. Næstmesta hviðan, 60,2 m/s, mældist undir Hafnarfjalli í Borgarfirði.

Lesa meira
tveir menn og veðurdufl, meira en mannhæðarhátt

Veðurdufl á Dreka - 12.12.2007

Veðurathuganir á svokölluðu Drekasvæði hófust hinn 23. nóvember síðastliðinn. Sett var út veðurdufl á 68,470° norður breiddar og 9,40° vestur lengdar og er það við stjóra á um 850 m dýpi. Lesa meira
Vindhviða undir Hafnarfjalli

Vindhviða 62,9 m/s - 11.12.2007

Í óveðrinu í gærkveldi mældist vindhviða 62,9 m/s á sjálfvirkri veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar undir Hafnarfjalli í Borgarfirði. Lesa meira
Jarðskjálftar 26. nóv. - 2. des. 2007

Jarðskjálftar í vikunni 26. nóv. - 2. des. 2007 - 4.12.2007

Mesta virknin í vikunni var norðan við Langjökul en þar var stærsti skjálftinn 4,4 stig, og fannst hann í byggð. Einnig mældist skjálfti í sunnanverðum Langjökli og var hann 3,1 stig að stærð. Lesa meira
Þéttbýlið á Tálknafirði.

Hættumat fyrir Tálknafjörð - 4.12.2007

Hættumat vegna ofanflóða á Tálknafirði hefur verið unnið af Veðurstofunni. Hættumatið nær til þéttbýlisins. Hættumatsnefnd Tálknafjarðarhrepps kynnir tillögu að hættumati í opnu húsi í Móbergi á Tálknafirði miðvikudaginn 5. desember 2007, kl. 17:00-19:00. Lesa meira
Ísing á sefi

Tíðarfar í nóvember 2007 - 3.12.2007

Tíðarfar í nóvember var hlýtt, en nokkuð rysjótt á landinu. Nokkuð úrkomusamt var á landinu suðvestanverðu, en fremur þurrt norðaustanlands. Snjólétt var um nær allt land. Mjög hlýtt var framan af mánuðinum, en síðan kólnaði og hiti varð nærri meðallagi síðari hlutann.

Lesa meira
Jarðskjálftar norðan Langjökuls

Jarðskjálftahrina við norðanverðan Langjökul - 26.11.2007

Jarðskjálfti að stærð 4,4 varð við norðanverðan Langjökul kl. 15:31 þann 26. nóvember. Lesa meira
Jarðskjálftahrina í Þjófadölum

Jarðskjálftayfirlit 12. - 18. nóvember 2007 - 22.11.2007

Rúmlega hálft annað hundrað skjálftar voru staðsettir í vikunni. Mesta virknin var í Þjófadalafjöllum og Mýrdalsjökli. Lesa meira
Jarðskjálftahrina norðan við Selfoss

Jarðskjálftahrina norðan við Selfoss - 21.11.2007

Jarðskjálftahrina sú, sem staðið hefur síðan í gær skammt norðan við Selfoss, stendur enn, en dregið hefur úr henni í nótt. Lesa meira
Jarðskjálftar norðan við Selfoss

Jarðskjálftar norðan við Selfoss - 21.11.2007

Þann 20. nóvember varð jarðskjálftahrina með upptök um 1-2 km norðan við Selfoss. Lesa meira
Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Lambatanga

Jarðskjálftayfirlit 5. - 11. nóvember 2007 - 13.11.2007

Ríflega 200 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Enn mældust skjálftar undir Herðubreiðartöglum og austan Upptyppinga, en hrinur hafa staðið yfir þar síðustu vikur. Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Högnhöfða 1. - 3. nóvember 2007

Jarðskjálftayfirlit 29. október - 4. nóvember 2007 - 6.11.2007

Í vikunni mældust 226 jarðskjálftar. Skjálftahrina hófst við Högnhöfða 1. nóvember og var stærsti skjálftinn 3,5 stig og fannst í Biskupstungum og Hrunamannahreppi. Lesa meira
Högnhöfði

Jarðskjálfti við Högnhöfða 1. nóvember 2007 - 1.11.2007

Kl. 12:48 í dag varð jarðskjálfti við Högnhöfða, VNV við Geysi í Haukadal. Hann var um 3,5 að stærð og fannst í Biskupstungum. Lesa meira
ský þekur fjall

Tíðarfar í október 2007 - 1.11.2007

Októbermánuður var óvenju votviðrasamur um allt sunnan- og vestanvert landið og voru októbermet úrkomu víða slegin. Sérstaklega á það auðvitað við þá staði sem einungis hafa athugað í einn til tvo áratugi, en einnig féllu gömul met á nokkrum stöðvum. Hlýtt var í veðri. Lesa meira
GPS stöð við Selfoss, Ingólfsfjall í baksýn

Jarðskjálftayfirlit 22. - 28. október 2007 - 30.10.2007

Í vikunni mældust 286 jarðskjálftar. Rúmlega 30 skjálftar mældust í hrinu undir suðaustur Ingólfsfjalli, og fundust margir á Selfossi. Lesa meira
Bláberjalyng í vætu

Óvenjuleg úrkoma í október - 25.10.2007

Úrkoma hefur verið óvenjumikil það sem af er október. Fram til dagsins í dag hafa 161,1 mm mælst í Reykjavík og hefur aldrei mælst jafnmikið fyrstu 25 daga mánaðarins. Það sem af er október hefur mánaðarúrkoman mælst mest í Kvískerjum í Öræfum, 710 mm. Lesa meira
Jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli 25. október 2007

Skjálftahrina undir Ingólfsfjalli 25. október 2007 - 25.10.2007

Skjálftahrina hófst kl. 3 í nótt undir Ingólfsfjalli. Í hádeginu höfðu um 15 skjálftar mælst, sá stærst kl. 12:06 um 3 stig. Lesa meira
Herðubreiðartögl

Jarðskjálftayfirlit 15. - 21. október 2007 - 24.10.2007

Í vikunni voru staðsettir 307 jarðskjálftar. Flestir urðu frá föstudegi til sunnudags. Ástæðan var hrina sem hófst aðfaranótt föstudags við Herðubreiðartögl. Lesa meira
Bláberjalyng í vætu

Óvenjumikil úrkoma það sem af er október - 23.10.2007

Úrkoma hefur verið óvenjumikil það sem af er október og nálgast met mánaðarins. Nokkuð vantar þó enn upp á landsmet. Lesa meira
Hafís 16. október 2007.

Hafís í meðallagi í Grænlandssundi - 19.10.2007

Undanfarnar vikur hefur verið í fréttum að hafís á norðurhveli hafi aldrei verið minni. Þetta á ekki við um hafís í Grænlandssundi en þar er útbreiðsla í meðallagi. Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl  19. október 2007

Jarðskjálftahrina við Herðubreiðartögl 19. október 2007 - 19.10.2007

Upp úr kl. 01 aðfararnótt 19. október hófst jarðskjálftahrina í Herðubreiðartöglum. Um hádegisbil höfðu mælst þar 25 skjálftar og mest var virknin frá kl. 9 til 10:30. Stærsti skjálftinn varð kl. 10:12 og var sá 3,1 að stærð.

Lesa meira
Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli vikuna 1. - 7. október

Jarðskjálftayfirlit 1. - 7. október 2007 - 18.10.2007

Í þessari viku voru staðsettir 116 jarðskjálftar. Um 28% þeirra urðu við Mýrdalsjökul. Skjálftarnir sem mældust voru af stærðinni 0 til 3,5. Sá stærsti varð kl. 14:18:36, þann 02. október með upptök um 39 km vestur af Grímsey. Lesa meira
Horft inn Tungudal og Seljalandsdal

Hættumat fyrir Ísafjörð - 10.10.2007

Veðurstofa Íslands hefur unnið hættumat vegna ofanflóða fyrir svæði umhverfis þéttbýlið á Ísafirði. Svæðin sem um ræðir eru Seljalandshverfi og Tunguskeið, eftir byggingu varnarmannvirkja á Seljalandsmúla, og hættumat fyrir Tungudal, Dagverðardal og Innri-Kirkjubólshlíð. Hættumatsnefnd Ísafjarðarbæjar kynnir tillögu að hættumatinu á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði föstudaginn 12. október kl. 17:30-19:00. Lesa meira
Mýrdalsjökull

Jarðskjálftavirkni 24.-30. september 2007 - 3.10.2007

Í þessari viku mældust 145 jarðskjálftar og 6 líklegar sprengingar.

Undir vesturhluta Mýrdalsjökuls mældust 59 skjálftar. Stærstu skjálftarnir þar voru um 2,4 að stærð

Lesa meira
Jarðskjálfti undir Bárðarbungu 1. október 2007

Jarðskjálfti við Bárðarbungu - 2.10.2007

Jarðskjálfti sem var 3,2 stig varð undir Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 19:02 að kvöldi 1. október. Skjálfti af svipaðri stærð varð á þessu svæði þann 5. apríl 2006. Lesa meira
Haustlitir á Þingvöllum

Tíðarfar í september 2007 - 2.10.2007

Mánuðurinn var óvenju úrkomusamur um sunnan- og vestanvert landið og úrkoma var einnig yfir meðallagi norðanlands. Hiti var í ríflegu meðallagi.

Lesa meira
Frá Vísindavöku RANNÍS 2007

Vísindavakan - 1.10.2007

Veðurstofa Íslands var að sjálfsögðu meðal sýnenda á Vísindavöku RANNÍS föstudaginn 28. september sl. Gestum gafst kostur á að skoða myndskeið frá gervihnöttum, m.a. af fellibyljum. Lesa meira
Vatnsflóð

Óvenjumikil úrkoma - 28.9.2007

Óvenjumikil úrkoma suðvestan- og vestanlands 27. september 2007. Mest sólarhringsúrkoma mældist á sjálfvirkri veðurstöð við Ölkelduháls á Hengilssvæðinu, 220,2 mm, frá kl. 9 þann 26 til kl. 9 þann 27. Lesa meira
Jarðskjálftar á Norðurlandi í viku 38 2007

Jarðskjálftavirkni 17. - 23. september 2007 - 27.9.2007

Vikan var með rólegra mótinu, en aðeins 103 skjálftar voru mældir. Helst var virknin fyrir norðan land í tveimur hrinum þann 17. september. Var önnur þeirra um 16,8 km NV af Gjögurtá en hin um 11 km SV af Kópaskeri.
Lesa meira
Grímsstaðir á Fjöllum

Veðurstöðin Grímsstaðir á Fjöllum hundrað ára - 26.9.2007

Veðurstöðin Grímsstöðum á Fjöllum er eitt hundrað ára um þessar mundir. Skeytasendingar hófust þaðan 1. janúar 1907 og hafa athuganir verið gerðar þar síðan.

Lesa meira
Vík í Mýrdal

Vík í Mýrdal - 21.9.2007

Veðurfarsstöðinni í Vík í Mýrdal var á dögunum breytt í skeytastöð og sendir hún skeyti kl. 9, 18 og 21. Úrkomumælingar eru gerðar kl. 9 og 18 eins og á öðrum skeytastöðvum. Athugunarmaður er Guðný Helgadóttir og hefur hún athugað veðrið í Vík síðan 1972 eða í 35 ár. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 10. - 16. september 2007.

Jarðskjálftayfirlit 10. - 16. september 2007 - 17.9.2007

199 skjálftar voru staðsettir á og við landið í vikunni auk nokkurra sprenginga. Stærsti skjálftinn var 2,4 stig að stærð, um 5 km vestur af Hveravöllum. Vikan var tíðindalítil Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 23. - 29. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit 3. - 9. september 2007 - 11.9.2007

Alls mældust 193 atburðir þessa viku. Stærsti skjálftinn var að stærð 2,4 og voru upptök hans undir Mýrdalsjökli. Mjög hefur dregið úr virkni við Upptyppinga Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 27. ágúst - 2. september 2007

Jarðskjálftayfirlit 27. ágúst - 2. september 2007 - 5.9.2007

Alls mældust 246 skjálftar þessa viku. Stærsti skjálftinn var að stærð 3,2 og upptök hans um 310 km austur af landinu. Nokkrir litlir skjálftar mældust á Suðurlandi, á Reykjanesskaga og undir Mýrdalsjökli. Lesa meira
Bláber

Tíðarfar í ágúst 2007 - 4.9.2007

Tíðarfar ágústmánaðar var nokkuð kaflaskipt og heldur kaldara var að tiltölu heldur en næstu tvo mánuði á undan. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 20. - 26. ágúst 2007

Jarðskjálftayfirlit 20. - 26. ágúst 2007 - 27.8.2007

Í vikunni mældust 246 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var undir Lokahrygg í Vatnajökli og mældist um 3,5 stig. Miðað við síðustu vikur var frekar rólegt við Upptyppinga, en rúmlega 90 skjálftar mældust þar þessa vikuna. Lesa meira
Skjálfti undir Lokahrygg

Jarðskjálfti undir Lokahrygg í Vatnajökli - 23.8.2007

Jarðskjálfti um 3,5 að stærð varð um kl. 9:30 í morgun undir Lokahrygg í Vatnajökli. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 13. - 19. ágúst 2007

Jarðskjálftayfirlit 13. - 19. ágúst 2007 - 22.8.2007

Í vikunni mældust 367 jarðskjálftar, þar af 257 við Upptyppinga. Stærstu skjálftarnir mældust á fimmtudagskvöldið og voru báðir rúmlega 2.5 að stærð. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 6. - 12. ágúst 2007

Jarðskjálftayfirlit 6. - 12. ágúst 2007 - 14.8.2007

Í vikunni mældust 325 jarðskjálftar. Stærsti skjálftinn var 3,1 að stærð á Reykjaneshrygg um 100 km frá landi. Virkni hélt áfram við Upptyppinga.

Lesa meira
kort af norðurpól og nærliggjandi löndum

Óvenjulítill hafís á norðurslóðum - 13.8.2007

Óvenjulítill hafís er nú á norðurslóðum (í ágúst 2007) og hefur aldrei verið jafnlítill á þessum árstíma síðan samfelldar gervihnattamælingar hófust árið 1979.

Lesa meira
Skjálftastjörnur í Mýrdalsjökli 9. ágúst 2007

Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli 9. ágúst 2007 - 9.8.2007

Um kl. 00:40 síðastliðna nótt varð jarðskjálfti undir vestanverðum Mýrdalsjökli. Hann var rúmlega 2 að stærð. Lesa meira
Jarðskjálftavirkni 30. júlí - 5. ágúst 2007

Jarðskjálftayfirlit 30. júlí - 5. ágúst 2007 - 8.8.2007

Þessa viku mældust 666 skjálftar og þar af voru 490 við Upptyppinga. Á miðvikudegi hófst hrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og mældust þar 56 skjálftar dagana 1. - 3. ágúst. Lesa meira
Úrkoma í Grennd

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina - 2.8.2007

Veðurhorfur á landinu um verslunarmannahelgina 2007 (frá föstudegi 3. ágúst til og með mánudegi 6. ágúst). Lesa meira
Jarðskjálfti á Kolbeinseyjarhrygg 2. ágúst 2007

Jarðskjálfti á Kolbeinseyjarhrygg 2. ágúst 2007 - 2.8.2007

Skjálfti að stærð 3,0 varð á Kolbeinseyjarhrygg í dag klukkan 15:05 fimmtudaginn 2. ágúst 2007. Skjálftinn er um 40 km norður af Siglufirði og álíka vestan við Grímsey. Ekki er vitað til þess að skjálftinn hafi fundist.

Lesa meira
Virkni við Upptyppinga sem fall af tíma

Áframhaldandi virkni við Upptyppinga - 1.8.2007

Skjálftavirknin við Upptyppinga, norðan Vatnajökuls, heldur áfram. Ein öflugasta hrinan stóð yfir frá því klukkan hálf fjögur í fyrrinótt, aðfaranótt 31. Lesa meira
Hjarðarland í Biskupstungum

Tíðarfar í júlí 2007 - 1.8.2007

Mánuðurinn var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi víðast fyrir norðan, en við austur- og suðausturströndina var hitinn nærri meðallagi. Lesa meira
Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga 1. ágúst 2007

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga 1. ágúst 2007 - 1.8.2007

Um kl. 12:26 hófst jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og stendur hún enn (kl. 14:00) Þrettán skjálftar hafa mælst og eru flestir þeirra litlir en þó mældist skjálfti af stærð 3,5 undir Fagradalsfjalli um kl. 12:47 Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 23. - 29. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 23.- 29. júlí 2007 - 31.7.2007

Í vikunni voru staðsettir 324 skjálftar auk nokkurra óstaðfestra sprenginga. Skjálfti að stærð 2,6 stig mældist um 90 km austur af landinu og annar af svipaðri stærð 135 km norðan við Grímsey. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit 16. - 22. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 16. - 22. júlí 2007 - 31.7.2007

Í vikunni voru staðsettir 373 jarðskjálftar og 4 sprengingar. Stærstu skjálftarnir voru fjórir og allir 2,7 að stærð. Þeir urðu á Tjörnesbrotabeltinu, norður af Siglufirði, við Núpshlíðarháls, vestan Krísuvíkur og við Hamarinn í Vatnajökli. Lesa meira
Dæmi um spárit

Ný spáritasíða - 30.7.2007

Ný síða með spáritum hefur nú verið tekin í notkun á vef Veðurstofunnar. Spárit birta á grafískan hátt samantekt á sjálfvirkum staðaspám.

Lesa meira
Silfurský.

Silfurský - lýsandi næturský - 24.7.2007

Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má um miðnæturbil oft sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni í björtu veðri. Fáir virðast þó veita þessu fagra náttúrufyrirbrigði athygli. Lesa meira
Jarðskjálftayfirlit vikuna 9. - 15. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 9.-15. júlí 2007 - 17.7.2007

Í þessari viku voru staðsettir 266 jarðskjálftar. Um 44% þeirra urðu við Upptyppinga á norðaustur hálendinu. Skjálftarnir sem mældust voru að stærð frá -0,2 til 3,7. Lesa meira
góðviðri

Góðviðri - 13.7.2007

Fyrstu 12 dagana í júlí hefur veður verið með besta móti um sunnan- og vestanvert landið og reyndar líka sums staðar í öðrum landshlutum. Hér má í tölum finna óformlegan samanburð við fyrri ár. Lesa meira
Jarðskjálftar 2.-8. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 2.-8. júlí 2007 - 11.7.2007

Í vikunni mældust 560 jarðskjálftar og einnig fáeinar sprengingar vegna framkvæmda. Lesa meira
gervihnattamynd - Reykjanesskagi

Skýjaþekja yfir höfuðborgarsvæðinu - 10.7.2007

Í gær (9. júlí) var skýjað á höfuðborgarsvæðinu, en léttskýjað umhverfis það. Mynd sem tekin var úr gervitunglinu TERRA um kl. 13 sýnir þetta vel.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Krísuvík 9. júlí 2007

Jarðskjálftahrina við Krísuvík - 9.7.2007

Í morgun kl. 07:42 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 með upptök við Krísuvík á Reykjanesskaga. Lesa meira
línurit - línur hæstar seinni hluta árs

Loftslagsbreytingar og endurnýjanlegar orkulindir - 9.7.2007

Loftslagsbreytingar munu í framtíðinni hafa veruleg áhrif á nýtingu endurnýjanlegra orkulinda á Norðurlöndum samkvæmt nýútkominni lokaskýrslu samnorræna rannsóknarverkefnisins „Loftslag og orka" ...

Lesa meira
tekist í hendur

Samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna - 5.7.2007

Undirritaður var í gær fyrsti áfangi samstarfssamnings milli utanríkisráðuneytisins og Veðurstofu Íslands um samstarf Íslands og Indlands á sviði jarðskjálftarannsókna.

Lesa meira
reykjanes

Jarðskjálftahrina við Grindavík - 3.7.2007

Um kl. 23:30 í gærkvöldi hófst allsnörp skjálftahrina við Grindavík.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var kl. 23:36 um 3,5 að stærð.
Skjálftarnir fundust vel í Grindavík. Hrinunni var að mestu lokið um kl. 03 í nótt og mældust samtals um 30 skjálftar í henni.
Lesa meira
Af Esjunni

Tíðarfar í júní 2007 - 3.7.2007

Nýliðinn júnímánuður var hlýr og þurr víðast hvar á landinu. Hlýjast að tiltölu var á Vestfjörðum þar sem hiti var meir en þremur stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990.

Lesa meira
Hitabreytingar síðustu 650.000 ár.

,,Er hnatthlýnunin gabb?'' - 28.6.2007

Ábending frá Veðurstofu Íslands vegna sýningar heimildarmyndarinnar „Er hnatthlýnunin gabb?'' í Ríkissjónvarpinu þann 19. júní síðastliðinn.

Lesa meira
Upptyppingar

Jarðskjálftayfirlit vikuna 18. - 24. júní 2007 - 28.6.2007

Um 400 jarðskjálftar komu fram á mælum Veðurstofunnar vikuna 18. til 24. júní, sem og nokkrar sprengingar vegna framkvæmda. Stærstu skjálftarnir, um 2,8 að stærð, mældust við Grímsey og eins mældist skjálfti að stærð 2,6 norður á Kolbeinseyjarhrygg. Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Vífilsfell 12. - 17. júní 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 11. - 17. júní 2007 - 21.6.2007

Í vikunni mældust 700 jarðskjálftar og þar af rúmlega 400 á laugardag og sunnudag. Skjálftahrina varð á mánudaginn í Öxarfirði og 16. og 17. í Vífilsfelli ofan Sandskeiðs. Auk þess var mikil virkni alla vikuna við Upptyppinga á norðausturhálendinu. Lesa meira
Sólsetur

Sumarsólstöður - 21.6.2007

Í dag eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur. Nánar tiltekið eru sólstöður kl. 18:06 í dag en á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.

Lesa meira

Öll veðurspáþjónustan gæðavottuð - 19.6.2007

Í gær, 18. júní 2007, fór fram lokaúttekt á vegum bresku gæðavottunarstofnunarinnar BSI á almennri veðurspáþjónustu Veðurstofu Íslands. Stóðst stofnunin prófið og er nú öll veðurspástarfsemi Veðurstofunnar gæðavottuð skv. alþjóðlega gæðastaðlinum ISO 9001. Lesa meira
Óskar tekur við viðurkenningu úr höndum sendiherrans

Óskar J. Sigurðsson heiðraður - 19.6.2007

Óskar J. Sigurðsson, vitavörður og veðurathugunarmaður á Stórhöfða, var heiðraður sem „Hetja umhverfisins" í sendiráði Bandaríkjanna í dag.

Lesa meira
Jarðskjálftavirkni við Upptyppinga 9. -18. júní 2007

Jarðskjálftahrina við Upptyppinga 9. - 18. júní 2007 - 18.6.2007

Jarðskjálftahrina hófst við Upptyppinga 9. júní og stendur hún enn. Fjöldi skjálfta á þessu tímabili er 470 og mældist sá stærsti um hádegisbil þann 9. júní og var hann 2,1 á Richter. Skjálftarnir eru allir litlir og á 15 - 17 km dýpi.

Lesa meira
Jarðskjálftahrina við Vífilsfell 16. - 17. júní 2007

Jarðskjálftahrina í Vífilsfelli 16. - 17. júní 2007 - 18.6.2007

Upp úr miðnætti aðfaranótt 16. júní hófst jarðskjálftahrina í Vífilsfelli.

Lesa meira

Truflanir í staðaspám - 15.6.2007

Hluti af gögnum sem notaðar eru til að framleiða staðarspár berast ekki rétt til Veðurstofunnar. Af þessum orsökum eru veðurspárit ekki framleidd og spátímana 06 og 18 vantar í staðaspár fyrstu 48 klst. Lesa meira
Af Snæfellsnesi

Tíðarfar í maí 2007 - 7.6.2007

Nýliðinn maímánuður var fremur kaldur á landinu. Mjög hlýtt var um land allt fyrstu daga mánaðarins og einnig um mikinn hluta landsins síðustu dagana. Einkum var kalt á tímabilunum 4. til 11. og 19. til 27. og snjóaði þá sums staðar. Lesa meira
Opnun  nýs vefs Veðurstofu Íslands

Nýr vefur Veðurstofu Íslands - 31.5.2007

Veðurstofa Íslands hefur tekið nýjan vef í notkun. Hinn nýi vefur Veðurstofunnar tekur fyrst og fremst mið af auknum kröfum um myndræna framsetningu upplýsinga. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vefurinn sé einfaldur og þjáll í notkun. Á vefnum er að finna mikið magn hagnýtra upplýsinga og fróðleiks á öllum fagsviðum Veðurstofunnar sem ekki hefur verið aðgengilegur áður. Lesa meira
Eiríksjökull og Arnarvatnsheiði

Vegur yfir hálendið? - 18.5.2007

Vegna hugmynda um vegi yfir hálendið setti Vegagerðin upp veðurmælistöðvar á Arnarvatns- og Eyvindarstaðaheiði haustið 2004. Mælingar á Arnarvatnsheiði hófust 23. september en á Eyvindarstaðaheiði 18. nóvember. Ljóst er að veður á þessum heiðum eru oft válynd að vetrarlagi.

Lesa meira
Ásbyrgi í Öxarfirði

Hitamet í apríl - 3.5.2007

Síðustu daga aprílmánaðar var óvenjuhlýtt á landinu og hitamet féllu víða. Landshitamet aprílmánaðar féll þ. 29. (sunnudag) ... Lesa meira
Frá Staðarhóli í Aðaldal árið 1961

Tíðarfar í apríl 2007 - 2.5.2007

Tíðarfar var almennt hagstætt í mánuðinum, en hans verður einkum minnst fyrir tvær óvenjulegar hitabylgjur. Sú fyrri varð um landið austanvert í byrjun mánaðarins og komst hiti þann 3. í 21,2 stig í Neskaupstað. Lesa meira
Upphafssíða tímaritsins Veðráttunnar árið 1924

Veðráttan 1924-1997 á vefnum - 12.4.2007

Veðráttan, mánaðaryfirlit samið á Veðurstofu Íslands, hefur nú verið skönnuð frá upphafi til ársloka 1997 og er aðgengileg, bæði frá vefsetri Veðurstofunnar og á vef Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns

Lesa meira
Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg 10. apríl 2007

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg - 10.4.2007

Í gærkvöldi, kl. 22:30, hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg, um 30 km suðvestur af Reykjanesi. Töluvert margir jarðskjálftar hafa verið stærri en 3 á Richterskvarða.

Lesa meira
Sjálfvirka veðurstöðin í Neskaupstað

Hitamet á Austurlandi í gær - 4.4.2007

Í gær, 3. apríl 2007, fór hiti á nokkrum stöðum á Austurlandi í meir en 20°C. Hæstur varð hitinn í Neskaupstað milli kl. 16 og 17., 21,2°C.

Lesa meira
hátt í fjalli, sést niður í þorpið

Tíðarfar í mars 2007 - 2.4.2007

Tíðarfar í mars var fremur órólegt, var þó lengst af hagstætt til landsins, en til sjávarins var gæftalítið og tíðin talin slæm. Lesa meira
þrír menn við stórt veggspjald

Nýr samevrópskur vefur um veðurviðvaranir - 28.3.2007

Á alþjóðlega veðurdeginum 23. mars 2007 var formlega opnaður í El Escorial á Spáni sameiginlegur vefur 21 Evrópulands um veðurviðvaranir www.meteoalarm.eu.

Lesa meira
Bolungarvík

Snjóflóð á Vestfjörðum - 21.3.2007

Mörg snjóflóð hafa fallið á Vestfjörðum að undanförnu. Veikt lag hefur verið í snjóþekjunni og það hefur ekki þurft mikla snjósöfnun til þess að lagið bresti og snjóflóð fari af stað. Lesa meira
GPS stöð á Skeiðarársandi

GPS stöð á Skeiðarárjökli - 14.3.2007

Sú GPS stöð sem hæst er staðsett á Skeiðarárjökli (SKE5) var endurræst 7. mars 2007.

Lesa meira
graf með línum og punktum - ártöl og °C

Fjórða skýrsla IPCC - 8.3.2007

Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar hefur birt útdrátt úr fyrsta bindi af ástandsskýrslu sinni um loftslagsbreytingar sem kemur út í fjórum bindum síðar á þessu ári.

Lesa meira
Ský á himni, falleg birta

Tíðarfar í febrúar 2007 - 2.3.2007

Tíðarfar í nýliðnum febrúar var víðast hvar hagstætt. Óvenju sólríkt var um sunnan- og vestanvert landið og úrkoma á landinu var undir meðallagi.

Lesa meira
veðurfræðingur bendir með priki á pappírskort

40 ár síðan veðurfréttir í sjónvarpi hófust - 6.2.2007

Fyrir 40 árum, hinn 6. febrúar 1967, hófust útsendingar veðurfrétta í sjónvarpi allra landsmanna. Lesa meira
sléttur sjór, hafís, þoka, fjöll með snjó í giljum

Tíðarfar í janúar 2007 - 2.2.2007

Janúar var sveiflumikill mánuður um allt land. Dagana 6-20 janúar gerði mikið kuldakast um allt land. Lesa meira
Afhending gæðavottunarskjals

Veðurstofa Íslands fær alþjóðlega gæðavottun - 25.1.2007

Veðurstofa Íslands fékk í dag formlega afhent viðurkenningarskjal frá Bresku gæðavottunarstofnuninni (British Standard Institute, BSI) um að flugveður­þjónusta stofnunarinnar uppfylli kröfur alþjóðlega gæðastaðalsins ISO-9001. Lesa meira


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica