Fréttir
Sumarsólstöður
Í dag eru sólstöður að sumri, en þá er dagurinn lengstur hjá okkur. Nánar tiltekið eru sólstöður kl. 18:06 í dag en á því augnabliki snýr norðurpóll jarðar næst sólu.
Upp úr þessu fara dagarnir að styttast en þrátt fyrir það mun þó líklega hlýna enn um sinn því að meðaltali er hvað hlýjast í lok júlí.
Á vefsíðu um sólargang má sjá upplýsingar um sólskin á jörðina og sólargang á allmörgum stöðum á Íslandi. Einnig má benda á vefreiknivélina sólreikni sem reiknar sólarupprás og sólsetur fyrir hvaða stað sem er.