Fréttir
Jarðskjálftar 2.-8. júlí 2007
Jarðskjálftar 2.-8. júlí 2007

Jarðskjálftayfirlit vikuna 2.-8. júlí 2007

11.7.2007

Í vikunni mældust 560 jarðskjálftar og einnig fáeinar sprengingar vegna framkvæmda.

Þann 2. júlí kl. 23:31 varð jarðskjálfti að stærð 3,5 með upptök við Grindavík. Hann fannst vel í Grindavík. Fáeinir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.

Tæplega 350 smáskjálftar áttu upptök við Upptyppinga norðan við Vatnajökul. Þeir voru allir minni en 2 að stærð og mældust nær allir á um 15-20 km dýpi. Einnig mældust nokkrir djúpir skjálftar norðan við Öskju. Við Kollóttudyngju mældist einn skjalfti að stærð 2,8.

Lítil smáskjálftahrina var sunnan við Kotströnd í Ölfusi aðfaranótt 6. júlí.  Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu mældist um 2 stig

Nánari upplýsingar í vikuyfirliti





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica