Fréttir
Upphafssíða tímaritsins Veðráttunnar árið 1924
Upphafssíða tímaritsins Veðráttunnar árið 1924.

Veðráttan 1924-1997 á vefnum

12.4.2007


Veðráttan, mánaðaryfirlit samið á Veðurstofu Íslands, hefur nú verið skönnuð frá upphafi til ársloka 1997 og er aðgengileg á timarit.is. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hafði umsjón með verkinu. Skönnunin var unnin á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Í Veðráttunni er tíðarfari hvers mánaðar lýst í texta og töflum, og síðar einnig kortum, þar sem sýndur er hiti, fjöldi sólskinsstunda, úrkoma, tíðleiki vinda og vindhraði á helstu veðurstðvum landsins. Einnig eru þar upplýsingar um jarðskjálfta, snjódýpt, hafís o.fl.

Í ársyfirliti hvers árs er samandregið yfirlit í máli, töflum og síðar kortum. Einnig eru þar m.a. upplýsingar um ýmis veðurmet á árinu, fjölda veðurstöðva og starfsemi Veðurstofunnar.

Veðráttan hefur því að geyma flestar þær upplýsingar um veðurfar og tengt efni sem menn fýsir að vita. Heftunum er raðað eftir árum og mánuðum innan hvers árs og er fljótlegt að finna einstaka mánuði í röðinni. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að ljúka textavinnslu seinni ára og koma því efni einnig á vefinn.

Til þess að geta lesið Veðráttuna á vefnum þarf að hlaða niður forritsbútnum DjVu. Síða með valkostum kemur upp á skjá þeirra sem ekki hafa DjVu þegar reynt er að opna vefútgáfu Veðráttunnar í fyrsta sinn.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica