Fréttir
Jarðskjálftavirkni 30. júlí - 5. ágúst 2007
Jarðskjálftavirkni 30. júlí - 5. ágúst 2007

Jarðskjálftayfirlit 30. júlí - 5. ágúst 2007

8.8.2007

Í þessari viku mældust 666 skjálftar og þar af voru 490 við Upptyppinga.

Á miðvikudegi hófst hrina við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga og mældust þar 56 skjálftar dagana 1. - 3. ágúst. Stærsti skjálftinn mældist af stærð 3,8 og var það stærsti skjálftinn sem mældist þessa viku.

Skjálfti af stærð 3 mældist fimmtudaginn 2. ágúst um 40 km norður af Siglufirði.


Undir Mýrdalsjökli mældist 21 skjálfti og var sá stærsti 2,4 stig.

Sjá nánar í vikuyfirliti



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica