Fréttir
Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal.

Vík í Mýrdal

21.9.2007

Veðurfarsstöðinni í Vík í Mýrdal var á dögunum breytt í skeytastöð og sendir hún skeyti kl. 9, 18 og 21. Úrkomumælingar eru gerðar kl. 9 og 18 eins og á öðrum skeytastöðvum. Athugunarmaður er Guðný Helgadóttir og hefur hún athugað veðrið í Vík síðan 1972 eða í 35 ár.

Stöðin í Vík er þó ekki nýtilkomin því þar hefur verið athugað frá 1925, lengst af þrisvar á dag, kl. 9, 15 og 21 (fyrir 1960 var athugað kl. 22 en ekki 21). Vík er ásamt Vestmannaeyjakaupstað hlýjasta veðurstöð landsins árið í heild, en ívið hlýrra er í Vík en í Vestmannaeyjum á sumrin, en kaldara á vetrum. Mjög úrkomusamt er í Vík, ársmeðalúrkoman var 2333 mm á árunum 1971 til 2000. Sjá ítarlegri umfjöllun.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica