Fréttir
Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli 9. ágúst 2007
Um kl. 00:40 síðastliðna nótt varð jarðskjálfti undir vestanverðum Mýrdalsjökli.
Hann var rúmlega 2 að stærð.
Á jarðskjálftakortinu á ytri vefsíðu Veðurstofunnar sjást tvær grænar stjörnur í Mýrdalsjökli og stærðin metin yfir 3 í jarðskjálftalista.
Eftir úrvinnslu kom í ljós að um einn skjálfta var að ræða en ekki tvo, eins og stjörnurnar gefa til kynna, og var hann, eins og áður segir, rúmlega 2 að stærð.