Fréttir
veðurfræðingur bendir með priki á pappírskort
Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og síðar veðurstofustjóri (1989-1993), skýrir veðurkort í sjónvarpssal árið 1974. Veðurspár í sjónvarpi hófust 6. febrúar 1967. Veðurfræðingur skýrði þar kort sem sýndu veðrið á landinu og umhverfis það eins og það var samkvæmt síðustu veðurskeytum. Siðan var sýnt sérstakt spákort sem sýndi hvernig veðurfræðingurinn hugsaði sér veðrið að sólarhring liðnum. Í fyrstu voru veðurfregnir í sjónvarpi aðeins þrjá daga vikunnar; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Páll taldi að veðurfregnir í sjónvarpi hefðu aukið skilning manna á veðurfræði og veðurspám og fólk hefði þar af leiðandi meira gagn af spánum en áður.

40 ár síðan veðurfréttir í sjónvarpi hófust

6.2.2007

Fyrir 40 árum, hinn 6. febrúar 1967, hófust útsendingar veðurfrétta í sjónvarpi allra landsmanna. Veðurkortin sýndu veðrið á landinu og umhverfis það eins og það var samkvæmst síðustu veðurskeytum og síðan kom sérstakt spákort þar sem sýnt var hvernig veðurfræðingurinn hugsaði sér veðrið að sólarhring liðnum. Meira





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica