Fréttir
Eiríksjökull og Arnarvatnsheiði
Eiríksjökull og Arnarvatnsheiði fjær. Strútur til vinstri.

Vegur yfir hálendið?

18.5.2007

Vegna hugmynda um vegi yfir hálendið setti Vegagerðin upp veðurmælistöðvar á Arnarvatns- og Eyvindarstaðaheiði haustið 2004. Mælingar á Arnarvatnsheiði hófust 23. september en á Eyvindarstaðaheiði 18. nóvember.

Lofthiti, loftraki, vindátt og vindhraði er mælt í um tveggja metra hæð yfir jörðu.

Ljóst er að veður á þessum heiðum eru oft válynd að vetrarlagi. Samanburður við mælingar á Hveravöllum gefur til kynna að því hærra sem farið er þeim mun verra veðurlags er að vænta.

Þetta kom einnig fram í úttekt sem gerð var fyrir Sandbúðir meðan þar voru mannaðar athuganir. Því má reikna með fjölda daga árlega þegar ófært er vegna veðurs þó svo að ófærð tefji ekki ferð. Þetta er þeim mun meiri farartálmi þar sem lengd fjallvegarins er miklu meiri an annarra fjallvega á þjóðvegi 1 á leiðinni til Akureyrar.

Veðurstofa Íslands birti mars 2007 niðurstöður mælinganna í greinargerðinni Veðurmælingar á Arnarvatnsheiði og Eyvindarstaðaheiði (númer 07005). Höfundur er Hreinn Hjartarson veðurfræðingur.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica