Fréttir
Úrkoma í Grennd
Úrkoma í Grennd.

Veðurhorfur um verslunarmannahelgina

2.8.2007

Veðurhorfur á landinu um verslunarmannahelgina 2007 (frá föstudegi 3. ágúst til og með mánudegi 6. ágúst).

Á morgun, föstudag, má búast við hvassri austanátt (10-15 m/s) og rigningu sunnantil á landinu, en hvassari hviðum með suðurströndinni fram undir hádegi - hægari norðaustan- og austanátt og þurru um norðanvert landið fram eftir degi.

Dregur síðan úr vindi og úrkomu sunnanlands síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast suðvestantil. Norðaustan 8-15 m/s um kvöldið og allvíða rigning eða súld, einna hvassast um landið norðvestanvert. Hiti 4 til 10 stig að næturlagi.

Á laugardag: Norðaustanátt, allt að 15 m/s. Skýjað með köflum og þurrt að kalla um sunnan- og vestanvert landið, en annars dálítil rigning eða súld. Hiti 7 til 18 stig, svalast með norðurströndinni.

Á sunnudag: Minnkandi norðanátt, fyrst vestantil og vestlæg átt 3-8 m/s um kvöldið. Dálítil væta norðaustanlands fram til kvölds, en annars víða léttskýjað. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (frídegi verslunarmanna): Suðvestanátt og víða bjart veður, en dálítil súld við vesturströndina. Hlýnar í veðri, einkum norðanlands.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica