Silfurský - lýsandi næturský
Við lok júlímánaðar og fyrri hluta ágúst má um miðnæturbil oft sjá bláhvítar, örþunnar skýjaslæður á himni í björtu veðri. Fáir virðast þó veita þessu fagra náttúrufyrirbrigði athygli og er það miður.
Finna má nokkra fróðleiksmola um þessi sérstöku ský í sérstökum pistli.
Lengi var talið að þessi ský væru mjög sjaldséð, en síðan fóru að sjást merki um þau í mælingum gervihnatta. Þá kom í ljós að þau eru mjög algeng á ákveðnum svæðum að sumarlagi.
Nú mjög nýlega var farið að mæla skýin með sérstöku tæki í gervihnetti og var fjallað um þann leiðangur í fréttum fyrir skömmu. Mælileiðangurinn heitir AIM eða Aeronomy of ice in the Mesosphere = Háloftaeðlisfræði íss í miðhvolfinu.