Jarðskjálftayfirlit 3. - 9. desember 2007
Í vikunni voru 580 skjálftar staðsettir. Mesta virknin var austan við Upptyppinga, en skjálftahrina hófst þar á föstudagskvöldinu 7. desember um kl. 22:30. Dagana 7. - 9 desember voru staðsettir 433 skjálftar á svæðinu, en hrinan hélt áfram næstu daga. Skjálftarnir voru allir smáir, flestir innan við 1 stig.
Nokkur virkni var undir Vatnajökli, þar sem um 30 skjálftar mældust. Flestir voru suðaustan við Hamarinn, en einnig var virkni norðaustan við Bárðarbungu, við Kistufell og við Kverkfjöll.
Óvenjuleg skjálftavirkni varð suðaustan við Hjörleifshöfða, en mjög fáir skjálftar hafa áður mælst á því svæði. Tíu skjálftar mældust á 23 - 24 km dýpi á innan við 4 klukkustundir.
Frekar lítil virkni var annars staðar á landinu.
Sjá nánar vikuyfirlit.