Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 12. - 18. nóvember 2007
Rúmlega hálft annað hundrað skjálftar voru staðsettir í vikunni. Mesta virknin var í Þjófadalafjöllum og Mýrdalsjökli. Í eða við Þjófadalafjöll milli Langjökuls og Hveravalla mældust 26 skjálftar. Sá stærsti um 2,5. Síðasta hrina á þessu svæði var í fjórðu viku þessa árs. Sá skjálfti sem mældist næst Hálslóni var upp á 1,7 stig og var 3 km NA við Lónshnjúk eða 14 km NV við Hálslón. Hann var á 18 km dýpi. Í Mýrdalsjökli mældust 19 skjálftar, stærsti skjálftinn var rétt rúm þrjú stig í Tungnakvíslarjökli.