Fréttir
Skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kom út í dag
Skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kom út í dag

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hefur aldrei mælst meira

Ný skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar kom út í dag

22.11.2018

Magn gróður­húsaloft­teg­unda í and­rúms­lofti jarðar hef­ur aldrei mælst meira en á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem kom út í dag. Það virðist ekkert lát á þessari aukningu sem veldur loftslagsbreytingum, hækkun yfirborðs sjávar, súrnun sjávar og afbrigðilegu veðurfari.

Magn þriggja gas­teg­unda, kolt­víoxíðs (CO2), met­ans og nituroxíð, hef­ur aldrei mælst meira en í fyrra. Magn kolt­víoxíðs mæld­ist nú 146% meira en fyr­ir iðnbylt­ingu 1750.

Petteri Taalas, aðalritari Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, segir niðurstöður vísindamanna skýrar. „Ef við drögum ekki hratt úr magni gróðurhúsalofttegunda munu áhrif loftslagsbreytinga aukast enn frekar og valda óafturkræfum skaða. Tímaramminn sem við höfum til aðgerða þrengist stöðugt“.

 „Síðast þegar að styrkur koltvíoxíðs í lofti var svipaður og núna, var fyrir 3-5 milljónum ára síðan. Þá var hitastig jarðar um 2-3 gráðum hærra en nú og yfirborð sjávar var 10-20 metrum hærra“, segir Petteri.

Nánar má lesa um skýrsluna á vef Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar .



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica