Fréttir
Umfang skriðunnar úr Fagraskógarfjalli er gríðarlegt
Umfang skriðunnar úr Fagraskógarfjalli var gríðarlegt. Smelltu til að stækka myndina.

Nauðsynlegt að auka rannsóknir og vöktun á hættu af framhlaupum hérlendis

Ráðstefna á vegum Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands og Norræna öndvegissetursins NORDRESS

8.11.2018

Framhlaup á undanförnum árum t.d. í Hítardal og Öskju, sem og vísbendingar um hættu á berhlaupi úr Svínafellsheiði í Öræfajölki, kalla á auknar rannsóknir og vöktun á hættu af framhlaupum hérlendis. Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands hafa skipulagt ráðstefnu um framhlaup, vöktun á hættu, kortlagningu hugsanlegra framhlaupssvæða og hættumat. Tilgangur ráðstefnunnar er að auka þekkingu á framhlaupum og viðbúnaði við hættu af þeirra völdum hér á landi og stuðla að umræðu og stefnumörkun um rannsóknir og vöktun á framhlaupahættu. Erlendir og íslenskir sérfræðingar fjalla um framhlaup frá ýmsum sjónarhornum.

Fjallað verður um

 • Fyrirboða framhlaupa
 • Vöktun mögulegra framhlaupssvæða
 • Kortlagningu mögulegra framhlaupssvæða
 • Líkanreikninga á framhlaupum

Fyrir hádegi verður fjallað um vöktun á svæðunum þar sem hætta er talin á framhlaupum. Eftir hádegishlé verður sagt frá kortlagningu, líkanreikningum og hættumati vegna framhlaupa.

Þeir sem flytja erindi á ráðstefnunni eru:

 • Lars Harald Blikra NVE í Noregi
 • Reginald Hermanns NGU í Noregi
 • Bøhme Martina NGU í Noregi
 • Martin Mergili Háskólinn í Vín
 • Rudolf Schmidt Austurríska ofanflóðastofnunin
 • Giovanni Crosta prófessor við Háskólann í Mílanó
 • Erin Linsay, Norwegian University of Svienve and Technology
 • Sérfræðingar frá Veðurstofunni og Háskóla Íslands

Ráðstefnan er haldin í Norræna húsinu, þriðjudaginn 13. nóvember frá kl. 8.30 til 16.30. Ráðstefnan er öllum opin á meðan að húsrúm leyfir, en óskað er eftir því að þátttakendur skrái sig á netfanginu: harpa@vedur.is

Frá uppsetningu mælibúnaðar í hlíðum Svínafellsheiðar í sumar.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica