Fréttir
Haustlitir við Markarfljót. Eyjafjallajökull í baksýn.

Haustþing Veðurfræðifélagsins

Þema þingins er "Veður og orka"

15.11.2018

Haustþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í húsakynnum Veðurstofu Íslands í dag. Þema þingins er "Veður og orka". Erindin munu meðal annars fjalla um snjóhulu og orkubúskap, veður og bilanir í raflínum og veðurspár og endurnýjanlega orkugjafa. Þingið er án endurgjalds og öllum opið. Þingið verður sett kl. 13 í Undirheimum, fyrirlestrasal Veðurstofunnar að Bústaðavegi 7. Nánar má kynna sér dagskrá þingsins á vefsíðu Veðurfræðifélagsins.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica