Fréttir
mynd
Hveravellir 17. janúar 2018, kl. 12.00. Mynd úr vefmyndavél.

Tíðarfar í janúar 2018

Stutt yfirlit

2.2.2018

Veður var umhleypingasamt en tíð var þó nokkuð hagstæð miðað við árstíma. Hiti var víðast hvar yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en allsstaðar undir meðallagi síðustu tíu ára. Hálka þótti mikil og þrálát.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík mældist -0,2 stig, 0,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -1,5 stig neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -1,3 stig, 0,8 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 en -1,2 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn -0,7 stig og 1,2 stig á Höfn í Hornafirði.  

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík -0,2 0,3 74 148 -1,5
Stykkishólmur -0,7 0,6 80 173 -1,5
Bolungarvík 0,0 1,1 42 121 -0,6
Grímsey 0,6 1,8 33 145 -0,6
Akureyri -1,3 0,8 62 til 63 138 -1,2
Egilsstaðir -1,2 1,3 27 64 -0,9
Dalatangi 1,5 1,2 32 80 -0,7
Teigarhorn 1,0 1,2 47 til 50 146 -0,5
Höfn í Hornaf. 1,2


-0,5
Stórhöfði 1,7 0,4 63 142 -1,0
Hveravellir -6,1 0,5 29 54 -1,8
Árnes -1,6 0,5 63 til 64 139 -1,4

Meðalhiti og vik(°C) í janúar 2018

Hiti var undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu, en yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Að tiltölu var hlýjast á Austurlandi þar sem neikvæð hitavik miðað við síðust tíu ár voru hvað minnst. Neikvætt vik miðað við síðustu tíu ár var minnst -0,4 stig á Fáskrúðsfirði Ljósalandi en mest á flugvellinum á Sauðárkróki, -2,7 stig.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur í Surtsey, 2,8 stig. Lægstur var hann í Sandbúðum -6,9 stig. Lægsti meðalhiti í byggð var í Möðrudal, -5,0 stig.

Mest frost í mánuðinum mældist -25,6 stig bæði í Svartárkoti og við Mývatn þ. 21. Hæsti hiti mánaðarins mældist 12,5 stig á Skjaldþingsstöðum þ. 12.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 106,8 mm og er það 40 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990 og 14 % umfram meðallag síðustu tíu ára. Á Akureyri mældist úrkoma í janúar 54,2 mm sem er jafnt meðallagi áranna 1961 til 1990 og um 95 % af heildarúrkomu síðustu tíu ára. Úrkoma í Stykkishólmi mældist 84,7 mm og 155,5 mm á Höfn í Hornafirði.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru 16 í Reykjavík, 3 fleiri en í meðalári. Á Akureyri mældist úrkoman 1,0 mm eða meiri 14 daga mánaðarins, 3 fleiri en í meðalári.

Snjór

Alhvítir dagar í Reykjavík voru 14 sem er jafnt meðaltalinu 1971 til 2000. Alhvítt var 29 daga á Akureyri, það er 7 dögum meira en í meðaljanúar.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 37,0 sem er 10 stundum fleiri en í meðallagi í janúar. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 8,3 sem er 1,8 stundum fleiri en í meðalári.

Vindur

Vindhraði á landsvísu var í meðallagi. Hvassast var á landinu þ. 9. (suðaustan átt), þ. 14. (suðvestan átt) og dagana 22. til 24. (norðaustan átt). Færð spilltist víða þessa daga.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 993,3 hPa sem er 7,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæsti þrýstingur í mánuðinum mældist 1027,4 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ. 5. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist 944,4 hPa á Rauðanúpi þ.14.

Skjöl fyrir janúar

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í janúar 2018 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica