Fréttir

Tíðarfar í apríl 2018

Stutt yfirlit

3.5.2018


Tíðarfar var nokkuð hagstætt í apríl. Hiti var vel ofan meðallags 1961 til 1990. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Austanáttir voru ríkjandi og fremur úrkomusamt austanlands.

Hiti

Meðalhiti í Reykjavík í apríl var 5,0 stig og er það 2,1 stigi ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 1,3 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 3,2 stig, 1,6 stigum ofan meðallags 1961 til 1990 en 0,6 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 3,6 stig og 3,8 stig á Höfn í Hornafirði.

Meðalhita og vik á fleiri stöðvum má sjá í töflu.

stöð meðalhiti °C vik 1961-1990 °C röð af vik 2008-2017 °C
Reykjavík 5,0 2,1 12 148 1,3
Stykkishólmur 3,6 1,9 22 173 0,8
Bolungarvík 2,6 1,8 19 121 0,9
Grímsey 2,2 2,2 15 145 0,9
Akureyri 3,2 1,6 30 til 31 138 0,6
Egilsstaðir 2,3 1,1 24 64 0,4
Dalatangi 2,5 1,1 21 til 22 80 0,2
Teigarhorn 3,1 0,9 40 146 0,2
Höfn í Hornaf. 3,8


-0,1
Stórhöfði 4,5 1,1 26 142 0,6
Hveravellir -1,6 1,7 13 54 0,7
Árnes 3,8 1,6 21 138 0,9

Meðalhiti og vik(°C) í apríl 2018

Að tiltölu var hlýjast vestanlands, jákvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest 1,5 stig á Skrauthólum, Þingvöllum og Ölkelduhálsi. Að tiltölu var kaldast austanlands, neikvætt hitavik miðað við síðustu tíu ár var mest -0,2 stig við Kárahnjúka.

Meðalhiti mánaðarins var hæstur 5,6 stig í Hvammi undir Eyjafjöllum og 5,5 stig í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á Brúárjökli -3,9 stig. Í byggð var meðalhitinn lægstur í Möðrudal, -1,1 stig.

Mest frost í mánuðinum mældist -22,8 stig á Brúarjökli þann 6. Mest frost í byggð mældist sama dag í Möðrudal, -20,8 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist 15,9 stig á Bláfeldi.

Úrkoma

Úrkoma í Reykjavík mældist 57,9 mm og er það í meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 23,2 mm sem er um 80% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 61,1 mm og 91,0 mm á Höfn í Hornafirði.

Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri í Reykjavík voru 13, einum fleiri en í meðalári. Slíkir dagar voru 6 á Akureyri og er það í meðallagi.

Snjór

Alhvítir dagar voru 3 í Reykjavík og er það jafnt meðallagi áranna 1971 til 2000. Á Akureyri voru alhvítu dagarnir 9 sem er einnig jafnt meðallagi áranna 1971 til 2000.

Sólskinsstundafjöldi

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 138,2 sem er nærri meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældust mældust 111,2 sólskinsstundir, 18,5 færri en í meðalári.

Vindur

Apríl var hægviðrasamur og lítið um hvassviðri. Vindhraði á landsvísu var um 0,4 m/s minni en að meðaltali. Austlægar áttir voru ríkjandi.

Loftþrýstingur

Meðalloftþrýstingur í Reykjavík mældist 1006,5 hPa og er það 6,0 hPa undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Hæstur mældist loftþrýstingurinn 1026,3 hPa á Egilsstaðaflugvelli þ.1. Lægsti loftþrýstingur mánaðarins mældist á Önundarhorni, 979,6 hPa þ. 17.

Fyrstu fjórir mánuðir ársins

Meðalhiti í Reykjavík fyrstu fjóra mánuði ársins var 2,0 stig, sem er 1,3 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast í 21. sæti á lista 148 ára. Á Akureyri var meðalhitinn 0,9 stig, sem er 1,7 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990, en 0,3 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhitinn raðast þar í 22. sæti á lista 138 ára. Úrkoma hefur verið 20% umfram meðallag í Reykjavík og í meðallagi á Akureyri.

Skjöl fyrir apríl

Meðalhiti á sjálfvirkum veðurstöðvum í apríl 2018 (textaskjal).
Daglegtyfirlit mánaðarins á fjórum ákveðnum veðurstöðvum er hægtsækja í sérstaka töflu.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica
Á þessum vef eru vafrakökur notaðar við nafnlausar notkunarmælingar, en engin virkni tengist markaðssetningu. Sjá nánar