Fréttir
mynd
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Ráðherra í heimsókn á Veðurstofunni

2.3.2018

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Veðurstofuna á dögunum. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar tók á móti ráðherranum og kynnti fyrir honum helstu viðfangsefni og framtíðaráform stofnunarinnar. Guðmundir Ingi sat einnig stuttan fyrirlestur Halldórs Björnssonar, hópstjóra veðurs og loftlags, um loftslagsmál, ásamt því að heimsækja eftirlitssal Veðurstofunnar.

mynd

Guðmundur Ingi ásamt Elínu Björk Jónasdóttur hópstjóra veðurþjónustu í eftirlits- og spásal Veðurstofunnar, en þar sinnir öflugur hópur sérfræðinga meðal annars eftirliti með jarðhræringum, veður- og vatnafari. Mikið hefur mætt á þeim hópi undanfarin misseri. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

mynd

Guðmundir Ingi sat einnig stuttan fyrirlestur Halldórs Björnssonar, hópstjóra veðurs og loftlags, um loftslagsmál. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

mynd

Guðmundur Ingi, Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri hlusta með athygli á fyrirlestur um loftslagsmál. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.

mynd

Starfsmenn Veðurstofunnar buðu ráðherra upp á kaffi og köku í lok heimsóknar. Ráðherra hrósaði starfsfólki fyrir þeirra mikilvægu störf. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica