Fréttir
Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.
Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Jörð skelfur við Bláfjöll

Tveir jarðskjálftar um M4 að stærð með aðeins 5 sekúndna millibili

14.9.2018

Þann 13. sept. kl. 20:17, urðu tveir jarðskjálftar um M4 að stærð með aðeins 5 sekúndna millibili, 6 km suður af Bláfjöllum. Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftarnir fundust víða á höfuðborgarsvæðinu, einnig í Ölfusi og á Akranesi.

Skjálftarnir eru á flekaskilum sem liggja austur eftir Reykjanesskaganum. þar sem skjálftar geta orðið um og yfir sex að stærð.

Stærstu þekktu skjálftar  á þessum slóðum urðu á árunum 1929, 1968 og 2000. Skjálftarnir sem urðu árið1968 og 2000 voru um 5,5 að stærð, með upptök norður af Hlíðarvatni við Vogsósa. Upptök skjálftans 1929 voru líklega vestar, í Brennisteinsfjöllum, og er stærð skjálftans var um M6,2.

Minni skjálftar, um og yfir M4, mælast af og til á svæðinu, t.d. árið 2012 þegar M4,2 mældist við Helgafell í byrjun mars og M4,6 við Vífilsfell í lok ágúst, sjá eldri frétt: http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/frodleikur/greinar/nr/2908

20180913-vos_highpass_2.0

Skjálftarit frá SIL-stöðinn í Vogsósum, um 8 km suður af skjálftunum sýnir útslag M4 skjálftanna (grænt) í samanburði við minni skjálfta sem mældust á stöðinni.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica