Fréttir
Ársfundur Veðurstofunnar 2018

Vel heppnaður ársfundur Veðurstofunnar

5.4.2018

Fjölmenni sótti ársfund Veðurstofunnar í dag enda mörg áhugaverð erindi á dagskrá undir yfirskriftinni „Tekist á við náttúruöflin“. Jórunn Harðardóttir fjallaði um mikilvægi hættu- og áhættumats, Sara Barsotti og Matthew J. Roberts sögðu frá umbrotunum í Öræfajökli og þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp út frá mælingum og rannsóknum á þeirri virkni sem nú á sér stað í jöklinum. Davíð Egilson og Esther H. Jensen fjölluðu síðan um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpaði fundinn

Ráðherra lýsti yfir ánægju sinni með hugmyndir Veðurstofunnar um Loftslagssetur sem Árni Snorrason kynnti í sinni ræðu. Ráðherra sagði m.a. að Veðurstofan væri lykilstofnun hvað varðar vöktun á loftslagsbreytingum, aðlögun og fræðslu.

Hlekkir á ítarefni

Hlekkur  á upptöku af fundinum.

Erindin á PDF-formi .

Ársskýrsla Veðurstofu Íslands 2017 á PDF-formi


Frá hægri: Ingvar Kristinsson, framkvæmdastjóri Eftirlits- og spásviðs, Árni Snorrason forstjóri og Guðmundir Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra. Ljósmynd: Sigurjón Magnússon


Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra sagði náttúruvárvakt mikilvæga á Íslandi enda byggju Íslendingar við fjölbreyttari náttúruvá en flestar þjóðir.


Esther H. Jensen sérfræðingur á sviði landupplýsingakerfa fjallði um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá ásamt Davíð Egilson. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.


Fjölmenni var á fundinum. Hér flytur Sara Barsotti, hópstjóri eldfjallavár, erindi um Öræfajökul. Hún lýsti umfangsmiklu vöktunarkerfi sem Veðurstofan hefur sett upp vegna aukinnar virkni í jöklinum.


Matthew J. Roberts fór yfir þau miklu áhrif sem hlotist geta af eldsumbrotum í Öræfajökli. Erindi hans byggði á forgreiningu áhættumats um jökulhlaup frá Öræfajökli. Hér er hlekkur á niðurstöðurnar.


Frá vinstri: Úlfar Linnet frá Landsvirkjun, Davíð Egilson, fagstjóri á sviði vatnafræði og Sigríður Auður Arnardóttir ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica