Fréttir
Athuganir berast nú frá nýrri veðurstöð í Víðidal
Athuganir berast nú frá nýrri veðurstöð í Víðidal

Ný veðurstöð í Víðidal

Hluti af uppbyggingu veðurstöðvakerfis fyrir höfuðborgarsvæðið

18.12.2018

Ný veðurstöð Veðurstofunnar í Víðidal hefur verið tekin í gagnið. Veðurstöðin verður það sem er kallað „fjölþáttaveðurstöð“ en það þýðir að hún mælir hita, úrkomu, raka, skyggni og skýjafar. Ekki er farið að mæla allar breytur en sem stendur mælir stöðin hita, vind, rakastig og loftþrýsting. Fylgjast má með veðurathugunum frá stöðinni hér.

5 nýjar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu

Nýja veðurstöðin er hluti af uppbyggingu veðurstöðvakerfis á höfuðborgarsvæðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Árni Snorrason forstjóri skrifuðu undir samning milli Veðurstofu Íslands og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni í apríl á þessu ári.

Stefnt er að því að setja upp 5 nýjar mælistöðvar á höfuðborgarsvæðinu og endurnýja þær fimm sem fyrir eru. Nýjar veðurstöðvar munu meðal annars rísa á Seltjarnarnesi, í Fossvogsdal og í miðbæ Reykjavíkur. Með þessum samningi eykst umfang og gæði veðurmælinga og bætir þannig þjónustu Veðurstofunnar við íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Reiknað er með að uppbyggingu ljúki 2019.

Mastur-1

Frá uppsetningu veðurstöðvarinnar fyrr í vetur. Veðurstöðin er staðsett við reiðvöllinn í Víðidal.

DagurogArni

Það viðraði vel á Árna Snorrason, forstjóra Veðurstofunnar og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, þegar að þeir undirrituðu samninginn um upbbyggingu veðurstöðvakerfis í borginni í apríl.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica