Fréttir
ljósmynd
Öræfajökull 17. nóvember 2017. Ágúst J. Magnússon.

Mælingar á gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli

26.3.2018

Lögreglan og slökkviliðið á Suðurlandi, í samvinnu við Veðurstofu Íslands, mældi í dag gasstyrk í íshelli í Breiðamerkurjökli vegna tilkynninga sem bárust í gær um gasmengun þar. Mælingarnar sýndu ekki mælanlegan styrk H2S, SO2 og CO  í hellinum í dag og súrefnismæling gaf eðlilegar niðurstöður, ennfremur var enga lykt að finna á svæðinu eða í hellinum. Ekki er vitað um nýlegar jarðhræringar á upptakasvæði þess vatns sem kemur fram undan Breiðamerkurjökli eða hvort þær tengist virkni í Öræfajökli. Veðurstofan hefur verið með gult viðvörunarstig á Öræfajökli fyrir flug til marks um að virkni sé yfir eðlilegri bakgrunnsvirkni eldfjallsins. Það verður að ætla að gasmengunin, sem vart var við í gær, hafi verið tilfallandi og staðið stutt yfir, en orsök og uppruni hennar er engu að síður óþekktur. Gasmengunin í íshellinum í gær sýnir hinsvegar að gæta þarf ýtrustu varkárni þegar farið er um íshella hér á landi.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica