Fréttir
Samanburður á fjölda viðvarana síðastliðin ár. Í vetur voru 325 viðvaranir gefnar út vegna veðurs og er sá fjöldi í meðallagi.

Fjöldi viðvarana vegna veðurs í meðallagi veturinn 2022-2023

2.6.2023

Útgefnar viðvaranir vegna veðurs síðastliðinn vetur voru 325 talsins og er sá fjöldi í meðallagi. Mun fleiri viðvaranir voru gefnar út veturinn 2019 – 2020 og 2021 – 2022, en þá var fjöldi útgefinna viðvarana 439 og 426. Flestar viðvaranir voru gefnar út í febrúar, 16 appelsínugular og 64 gular samtals 80 viðvaranir sem eru tæplega þrjár viðvaranir á dag að meðaltali.

Vidvaranir22_23_Mynd2

Apríl mánuður var rólegastur, en þá voru einungis fimm gular viðvaranir gefnar út. Fjórar rauðar viðvaranir voru gefnar út síðastliðinn vetur, ein í september og þrjár í október.  Maí mánuður skar sig út þar sem 36 viðvaranir voru gefnar út. Þó að jafnaði megi búast við rólegu veðri í maí hefur þessi staða komið upp áður eftir að viðvaranakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun, en það var árið 2018 þegar 38 viðvaranir voru gefnar út. 

Vidvaranir22_23_Mynd3



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica